Stjórnin skoðar frekari aðgerðir fyrir fjölmiðla Ólöf Skaftadóttir skrifar 7. febrúar 2019 06:00 Lilja Alfreðsdóttir. Fréttablaðið/Anton Brink Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra útilokar ekki breytingar á fjölmiðlafrumvarpi sem hún kynnti fyrir viku og felur í sér ríkisstyrki til sjálfstæðra fjölmiðla. Nú er skoðað að fella einnig niður tryggingagjald á launakostnað ritstjórna sjálfstæðra miðla, líkt og Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, lagði til í Morgunblaðinu í gær. Tryggingagjald er gjald sem launagreiðendum ber að greiða af heildarlaunum launamanna. Hlutfallið er 6,6 prósent. „Ég útiloka ekki frekari stuðning við einkarekna fjölmiðla. Frumvarpið er heillaskref. Það tekur mið af því besta sem gerist á Norðurlöndum og er viðurkenning á vandanum sem einkareknir fjölmiðlar glíma við, en það er eins og með önnur frumvörp að þau taka oft breytingum í samráðsferli,“ segir Lilja. Áfram verði unnið að því að rétta stöðu sjálfstæðra fjölmiðla. „Ég hef sagt að þetta sé ágætis byrjun. Ég er opin fyrir öllum góðum hugmyndum.“ Þingmenn innan Sjálfstæðisflokks hafa gert athugasemdir við frumvarpið og gagnrýnt að ekkert sé tekið á umfangi RÚV á auglýsingamarkaði. Óli Björn sagðist enn fremur andvígur því að komið yrði á fót „millifærslu- og styrktarsjóði til að styðja við sjálfstæða fjölmiðla,“ í grein sinni og segir ríkisstyrkina sem lagðir eru til í frumvarpinu, sem liggur í samráðsgáttinni og er opið til umsagnar, verstu leiðina til að styrkja einkarekna miðla. Fleiri þingmenn flokksins hafa efasemdir um fyrirkomulagið. Aðgerð af þessu tagi gæti skapað meiri sátt um málið meðal stjórnarliða. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stj.mál Tengdar fréttir Páll Magnússon segir fjölmiðlafrumvarp ekki taka á yfirburðum RÚV Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla ekki eitt og sér ná að rétta við það ójafnvægi sem ríki milli þeirra og Ríkisútvarpsins. 5. febrúar 2019 12:44 Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi Óánægjuraddir innan raða Sjálfstæðismanna með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur. Þingmenn segja hafa komið á óvart þegar ráðherrann sagði einhug í ríkisstjórn um málið. Lilja segist ekki hafa heyrt af óánægju Sjálfstæðismanna. 5. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra útilokar ekki breytingar á fjölmiðlafrumvarpi sem hún kynnti fyrir viku og felur í sér ríkisstyrki til sjálfstæðra fjölmiðla. Nú er skoðað að fella einnig niður tryggingagjald á launakostnað ritstjórna sjálfstæðra miðla, líkt og Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, lagði til í Morgunblaðinu í gær. Tryggingagjald er gjald sem launagreiðendum ber að greiða af heildarlaunum launamanna. Hlutfallið er 6,6 prósent. „Ég útiloka ekki frekari stuðning við einkarekna fjölmiðla. Frumvarpið er heillaskref. Það tekur mið af því besta sem gerist á Norðurlöndum og er viðurkenning á vandanum sem einkareknir fjölmiðlar glíma við, en það er eins og með önnur frumvörp að þau taka oft breytingum í samráðsferli,“ segir Lilja. Áfram verði unnið að því að rétta stöðu sjálfstæðra fjölmiðla. „Ég hef sagt að þetta sé ágætis byrjun. Ég er opin fyrir öllum góðum hugmyndum.“ Þingmenn innan Sjálfstæðisflokks hafa gert athugasemdir við frumvarpið og gagnrýnt að ekkert sé tekið á umfangi RÚV á auglýsingamarkaði. Óli Björn sagðist enn fremur andvígur því að komið yrði á fót „millifærslu- og styrktarsjóði til að styðja við sjálfstæða fjölmiðla,“ í grein sinni og segir ríkisstyrkina sem lagðir eru til í frumvarpinu, sem liggur í samráðsgáttinni og er opið til umsagnar, verstu leiðina til að styrkja einkarekna miðla. Fleiri þingmenn flokksins hafa efasemdir um fyrirkomulagið. Aðgerð af þessu tagi gæti skapað meiri sátt um málið meðal stjórnarliða.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stj.mál Tengdar fréttir Páll Magnússon segir fjölmiðlafrumvarp ekki taka á yfirburðum RÚV Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla ekki eitt og sér ná að rétta við það ójafnvægi sem ríki milli þeirra og Ríkisútvarpsins. 5. febrúar 2019 12:44 Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi Óánægjuraddir innan raða Sjálfstæðismanna með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur. Þingmenn segja hafa komið á óvart þegar ráðherrann sagði einhug í ríkisstjórn um málið. Lilja segist ekki hafa heyrt af óánægju Sjálfstæðismanna. 5. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Páll Magnússon segir fjölmiðlafrumvarp ekki taka á yfirburðum RÚV Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla ekki eitt og sér ná að rétta við það ójafnvægi sem ríki milli þeirra og Ríkisútvarpsins. 5. febrúar 2019 12:44
Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi Óánægjuraddir innan raða Sjálfstæðismanna með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur. Þingmenn segja hafa komið á óvart þegar ráðherrann sagði einhug í ríkisstjórn um málið. Lilja segist ekki hafa heyrt af óánægju Sjálfstæðismanna. 5. febrúar 2019 06:45