Guðni er Topp maður ! Búin að sýna okkur stelpunum í landsliðinu mikinn stuðning síðan hann tók við ! Get ekki sagt það sama gagnvart Geir, hafði lítinn sem engan áhuga eða tíma fyrir kvennalandsliðið á þeim tíma ! #KSIformadur
— Sara Björk (@sarabjork18) February 7, 2019
Á meðan að kappræðunum stóð sendi Dagný Brynjarsdóttir, einn besti leikmaður kvennalandsliðsins, einnig pillu á Geir og hrósaði Guðna sem á mikinn stuðning hjá kvennalandsliðinu, að því virðist vera.
Þau 8 ár sem èg spilaði með A-landsliði kvenna var Guðni í töluvert meiri samskiptum við kvennaliðið. Geir virtist of upptekinn fyrir eitthvað annað öll 7 árin á undan. Guðni líka góð manneskja, splæsti á ólèttu mig á Lemon þegar posarnir lágu niðri! #KSIformadur
— Dagný Brynjarsdóttir (@dagnybrynjars) February 6, 2019
Á síðasta ári jafnaði Guðni Bergsson stigabónus kvennalandsliðsins við karlalandsliðið og fá stelpurnar nú, samkvæmt heimildum Vísis, 100 þúsund krónur fyrir hvert stig og því 300 þúsund krónur fyrir hvern sigurleik.