Mathew Fraser hefur verið í sérflokki í karlaflokki síðustu ár og vann yfirburðasigur á fyrsta CrossFit mótinu sem gaf sigurvegaranum sæti á heimsleikunum en það fór fram í Dúbaí í desember.
Mathew Fraser varð í öðru sæti á fyrstu tveimur heimsleikum sínum 2014 og 2015 en hefur staðið efstur á palli 2016, 2017 og 2018. Á heimsleikunum í fyrra þá fékk hann 220 stigum fleira en næsti maður.
Eftir sigur sinn í Dúbaí í desember fær Mathew Fraser nægan tíma til að undirbúa sig fyrir það að reyna að vinna heimsleikana fjögur ár í röð og jafna um leið met Rich Froning Jr. sem vann 2011 til 2014.
Það virðist reyndar vera hreinlega ómögulegt að vinna Mathew Fraser þessa dagana og þá ekki bara í CrossFit keppnum.
Mathew Fraser setti myndband af sér á Instagram reikning sinn þar sem hann tryggði sér sigur í sláarkeppni í fótbolta með lokaskotinu í keppninni. Það má sjá hinn ósigrandi Mathew Fraser tryggja sér sigurinn hér fyrir neðan. Ekki besti stíllinn en heldur betur árangursríkur.
Each athlete got 5 shots, highest score for total points wins... net=1 point side posts=3 points cross bar=5 points - This was my last kick of the game ... #tbt pure joy celebration #HWPO - #hardworkpaysoffs #accuracy #nike #fcbarcelona @niketrainingView this post on Instagram
A post shared by Mathew Fraser (@mathewfras) on Feb 7, 2019 at 11:48am PST