Elskar fermingarveislur: Uppskriftir að brauðréttum Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 5. mars 2019 13:30 Hjördís Dögg Grímarsdóttir kennari og matarbloggari. Fréttablaðið/Stefán Karlsson Hjördís Dögg Grímarsdóttir, kennari og eigandi mömmur.is, er með ráð undir rifi hverju þegar kemur að veisluréttum. Hún segir kaffiboð hentug því auðvelt sé að undirbúa þau fyrir fram. „Ég elska fermingarveislur því tilefnið er svo skemmtilegt,“ segir Hjördís Dögg Grímarsdóttir, kennari og bakari af Guðs náð. „Fermingarkakan hefur alltaf heillað mig, litrík og tengd fermingarbarninu. Oftar en ekki fær fermingarbarnið að setja sinn svip á veisluna og skreytingar eru tengdar áhugasviði barnsins. Flestir vilja svo halda í hefðirnar þegar kemur að fermingarveislunni en oft má sjá fermingartertu með nafni barnsins, kransaköku og brauðtertur á veisluborðinu.“ Hjördís segir kaffiboð góðan kost á fermingardaginn og henta á hvaða tíma dagsins sem er. „Í kaffiboði er hægt að undirbúa veitingarnar með góðum fyrirvara. Tertubotnar eru þá frystir og teknir upp þegar nær dregur. Brauð í brauðrétti má líka skera tímanlega, setja í poka og frysta. Fyllingin er gerð kvöldinu áður og hellt yfir brauðið. Kransakakan er bökuð í tíma og líka sett í frysti. Allt þetta má gera mánuði fyrr og geyma á þurrum stað með plasti eða poka yfir, en rjómafyllingar eru settar á milli botna degi fyrir veisluna. Með þessu móti geta gestgjafarnir verið rólegir á sjálfan fermingardaginn þegar veitingarnar eru komnar á veisluborðið og lítið sem þarf að huga að þeim nema að fylla á, skera og hita það sem þarf að hita,“ ráðleggur Hjördís. Gómsætt baguette með brauðréttarfyllingu er dásamlegt í munn og maga. Leikur sér með marengs Bakstursáhugi Hjördísar vaknaði þegar hún var ung stelpa og fylgdist með móður sinni í eldhúsinu. „Mamma hefur alltaf verið mikið fyrir að halda veislur með dýrindis veitingum og mikið lagt í. Það var fljótt að smitast yfir til mín og þegar ég fór að heiman hafði ég þær hefðir í heiðri. Við mamma hjálpumst oft að fyrir veislur og það er mikil stemning að vera fleiri í undirbúningnum,“ segir Hjördís sem hefur mikið dálæti á marengs. „Mér finnst gaman að leika mér með marengsinn, lita hann, búa til munstur með sprautustútum og gera mismunandi rjómafyllingar, en best finnst mér að setja eplabita og karamellusúkkulaði á milli.“ Hægt að nota snakkið í brauðréttina. Liðinn er rúmur áratugur síðan Hjördís stofnaði matarbloggið Mömmur.is. „Mömmur.is er með fyrstu matarbloggunum sem sýndu matar- og kökugerð með myndaleiðbeiningum skref fyrir skref. Kökurnar vöktu áhuga fólks og margar voru sjaldséðar á þeim tíma, en þetta hitti í mark og hefur allar götur síðan verið vinsælt. Ég varð þess fljótt áskynja að bakstur, matseld og skreytingar heilluðu fólk,“ segir Hjördís sem fann löngun til að hjálpa fólki að fá hugmyndir og sýna fram á að allir geti bakað og útbúið fallegar veitingar. „Það er allt hægt með viljanum og ekki verra ef fólk fær aðstoð sinna nánustu.“ Gagnlegur gátlisti Hjördís kennir 9. bekk í Grundaskóla á Akranesi á daginn en breytist í kökukonu á kvöldin og um helgar. „Ég nýti hvert tækifæri til að gera skemmtilegar veitingar og baka aðallega fyrir sjálfa mig en nánustu vinir og ættingjar hafa fengið aðstoð frá mér þegar kemur að stóru kökunni í veisluna. Ég hef líka unnið mikið með Betty Crocker á Íslandi, blogga fyrir Gott í matinn og hræri eins og vindurinn með KitchenAid-hrærivélunum mínum. Ég hef því sannarlega fengið mörg tækifæri í gegnum mömmur.is,“ upplýsir Hjördís sem í fyrra fékk Parka til að hanna fyrir sig einstakt Mömmueldhús og er því með tvö eldhús í húsinu sínu, en þar vinnur hún allt efni sem fer inn á mömmur.is. Bergbys-brauðterta. Hjördís gefur frábærar hugmyndir og gagnlegan gátlista fyrir ferminguna á mömmur.is. „Það er gott að hafa gátlista við hönd og þegar eldri sonur minn fermdist í fyrra kom hann sér vel. Ég skoðaði mikið á netinu, bjó til minn eigin lista og vikuna fyrir fermingardaginn gerði ég lista fyrir hvern dag. Það lukkaðist allt vel með góðri hjálp frá fjölskyldunni.“ Hjördís segir rjómatertu, súkkulaðiköku, marengs, kransaköku, bollakökur, ístertu og brauðrétti sígildar og vinsælar veitingar á fermingarveisluborðið. „Yngstu gestirnir kunna svo að meta veitingar í smærri kantinum og í fermingarveislu stráksins míns buðum við upp á kleinuhringi frá Krispy Kreme sem slógu í gegn hjá yngri kynslóðinni, sem og nammibarinn, popp og Cheerios-bitar.“ Brauðréttir slá alltaf í gegn Hjördís gefur hér lesendum uppskriftir að gómsætum brauðréttum. „Þegar kemur að brauðréttum og brauðtertum er fólk oftast vanafast. Hefðbundin majónessalöt með skinku, rækju eða túnfiski, eru sígilt álegg og brauðterturnar eru skreyttar með til dæmis skinku, vínberjum og gúrku,“ upplýsir Hjördís um það vinsælasta á veisluborðið. „Brauðréttir með mildri fyllingu slá alltaf í gegn en þá samanstendur fyllingin af til dæmis smurosti, rjóma, aspassafa, skinku, papriku og sveppum. Það er þó alltaf að færast í aukana að gera eitthvað öðruvísi og skemmtilegt, og með því að setja snakk ofan á brauðréttinn verður hann öðruvísi. Þá má líka smyrja brauðtertur á annan máta og setja á þær álegg í líkingu við það sem er sett á samlokur.“ Heilræði og uppskriftir Hjördísar má finna á mömmur.is, Instagram undir mömmur og á Facebook, þar sem hún á um 22 þúsund fylgjendur. Bergbys-brauðterta fyrir 25-30 manns 4 rúllutertubrauðHráefni: Majónes Beikonsmurostur Kál Hunangsskinka Mexíkóostur Rautt pestó Bergbys-sinnep DoritosFyrsta brauðlag: Majónes, kál og Bergbys-sinnep. Mæjónesi er smurt undir næsta brauðlag.Annað brauðlag: Smurostur, hunangsskinka og rifinn Mexíkó-ostur. Smurostur smurður undir næsta brauðlag.Þriðja brauðlag: Pestó, kál og Bergbys-sinnep. Majónesi er smurt undir næsta brauðlag.Fjórða brauðlag – efsta lag: Sýrðum rjóma er smurt yfir brauðið. Kál sett yfir ásamt Doritos-flögum og rifnum Mexíkó-osti.Brauðteningar Vel er hægt að útfæra þessa brauðtertuhugmynd sem brauðteninga. Fylgt er sömu aðferð að fjórða brauðlaginu en þá er brauðið pressað í 2 tíma með því að setja eitthvað þungt yfir kökuna. Brauðið er haft í kælingu á meðan. Síðan er rauðu pestói smurt í þunnu lagi yfir. Brauðið skorið í bita og tannstönglar settir í miðjuna á hverjum brauðteningi. Það má geta þess að standurinn sem brauðtertan er á fæst í versluninni Basti í Kringlunni. Þar er til mikið úrval af kökudiskum.Æðislegur brauðréttur með snakkiFyrir 25 manns 1½ samlokubrauð Fylling: 1 pakki skinka 1 stk. paprika ½ dós sveppir ½ l matreiðslurjómi 1 dós papriku-smurostur ½ dós beikon-smurostur 1 stk. pepperóní-ostur, rifinn 1 grænmetisteningur 2-3 msk. Hellmanns chili- majónesYfir réttinn:Mozzarella-ostur – rifinn Salt og pipar Maruud-snakk Skinka, paprika og sveppir skorið í litla bita og steikt upp úr smjöri. Matreiðslurjóma hellt yfir og smurostunum og rifnum pepperóní-osti blandað saman við. Grænmetisteningur settur út í ásamt chili-majónesi. Hitið þar til osturinn hefur bráðnað. Skerið brauðið í litla teninga og setjið í smurt eldfast mót. Hellið fyllingunni yfir réttinn og sáldrið mozzarella-osti yfir. Hitið við 175°C hita (blástur) þar til osturinn hefur tekið smá lit, í um 20 mínútur. Sáldrið þá snakkinu yfir og hitið áfram í 5-10 mínútur.Baguette-brauðrétturEitt baguette-brauð dugar fyrir 20 manns. Hægt er að nota sömu fyllingu og í brauðréttinum til að búa til baguette-brauðrétt. Fylling sem gefin er upp með brauðréttinum dugar í 3 til 4 baguette-brauð. Það er nauðsynlegt að nota baguette-brauð og brauðið þarf að vera ágætlega breitt. Brauðið er skorið eftir miðju, hreinsað innan úr því með skeið og bætt saman við brauðréttarfyllinguna. Fyllingin er sett inn í baguette-brauðið með skeið, osti sáldrað yfir og baguette-brauðrétturinn hitaður við 175°C hita (blástur) í 18 til 20 mínútur. Passið að baguette-brauðið verði ekki of mikið bakað. Skerið í sneiðar og berið fram. Brauðtertur Uppskriftir Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Hjördís Dögg Grímarsdóttir, kennari og eigandi mömmur.is, er með ráð undir rifi hverju þegar kemur að veisluréttum. Hún segir kaffiboð hentug því auðvelt sé að undirbúa þau fyrir fram. „Ég elska fermingarveislur því tilefnið er svo skemmtilegt,“ segir Hjördís Dögg Grímarsdóttir, kennari og bakari af Guðs náð. „Fermingarkakan hefur alltaf heillað mig, litrík og tengd fermingarbarninu. Oftar en ekki fær fermingarbarnið að setja sinn svip á veisluna og skreytingar eru tengdar áhugasviði barnsins. Flestir vilja svo halda í hefðirnar þegar kemur að fermingarveislunni en oft má sjá fermingartertu með nafni barnsins, kransaköku og brauðtertur á veisluborðinu.“ Hjördís segir kaffiboð góðan kost á fermingardaginn og henta á hvaða tíma dagsins sem er. „Í kaffiboði er hægt að undirbúa veitingarnar með góðum fyrirvara. Tertubotnar eru þá frystir og teknir upp þegar nær dregur. Brauð í brauðrétti má líka skera tímanlega, setja í poka og frysta. Fyllingin er gerð kvöldinu áður og hellt yfir brauðið. Kransakakan er bökuð í tíma og líka sett í frysti. Allt þetta má gera mánuði fyrr og geyma á þurrum stað með plasti eða poka yfir, en rjómafyllingar eru settar á milli botna degi fyrir veisluna. Með þessu móti geta gestgjafarnir verið rólegir á sjálfan fermingardaginn þegar veitingarnar eru komnar á veisluborðið og lítið sem þarf að huga að þeim nema að fylla á, skera og hita það sem þarf að hita,“ ráðleggur Hjördís. Gómsætt baguette með brauðréttarfyllingu er dásamlegt í munn og maga. Leikur sér með marengs Bakstursáhugi Hjördísar vaknaði þegar hún var ung stelpa og fylgdist með móður sinni í eldhúsinu. „Mamma hefur alltaf verið mikið fyrir að halda veislur með dýrindis veitingum og mikið lagt í. Það var fljótt að smitast yfir til mín og þegar ég fór að heiman hafði ég þær hefðir í heiðri. Við mamma hjálpumst oft að fyrir veislur og það er mikil stemning að vera fleiri í undirbúningnum,“ segir Hjördís sem hefur mikið dálæti á marengs. „Mér finnst gaman að leika mér með marengsinn, lita hann, búa til munstur með sprautustútum og gera mismunandi rjómafyllingar, en best finnst mér að setja eplabita og karamellusúkkulaði á milli.“ Hægt að nota snakkið í brauðréttina. Liðinn er rúmur áratugur síðan Hjördís stofnaði matarbloggið Mömmur.is. „Mömmur.is er með fyrstu matarbloggunum sem sýndu matar- og kökugerð með myndaleiðbeiningum skref fyrir skref. Kökurnar vöktu áhuga fólks og margar voru sjaldséðar á þeim tíma, en þetta hitti í mark og hefur allar götur síðan verið vinsælt. Ég varð þess fljótt áskynja að bakstur, matseld og skreytingar heilluðu fólk,“ segir Hjördís sem fann löngun til að hjálpa fólki að fá hugmyndir og sýna fram á að allir geti bakað og útbúið fallegar veitingar. „Það er allt hægt með viljanum og ekki verra ef fólk fær aðstoð sinna nánustu.“ Gagnlegur gátlisti Hjördís kennir 9. bekk í Grundaskóla á Akranesi á daginn en breytist í kökukonu á kvöldin og um helgar. „Ég nýti hvert tækifæri til að gera skemmtilegar veitingar og baka aðallega fyrir sjálfa mig en nánustu vinir og ættingjar hafa fengið aðstoð frá mér þegar kemur að stóru kökunni í veisluna. Ég hef líka unnið mikið með Betty Crocker á Íslandi, blogga fyrir Gott í matinn og hræri eins og vindurinn með KitchenAid-hrærivélunum mínum. Ég hef því sannarlega fengið mörg tækifæri í gegnum mömmur.is,“ upplýsir Hjördís sem í fyrra fékk Parka til að hanna fyrir sig einstakt Mömmueldhús og er því með tvö eldhús í húsinu sínu, en þar vinnur hún allt efni sem fer inn á mömmur.is. Bergbys-brauðterta. Hjördís gefur frábærar hugmyndir og gagnlegan gátlista fyrir ferminguna á mömmur.is. „Það er gott að hafa gátlista við hönd og þegar eldri sonur minn fermdist í fyrra kom hann sér vel. Ég skoðaði mikið á netinu, bjó til minn eigin lista og vikuna fyrir fermingardaginn gerði ég lista fyrir hvern dag. Það lukkaðist allt vel með góðri hjálp frá fjölskyldunni.“ Hjördís segir rjómatertu, súkkulaðiköku, marengs, kransaköku, bollakökur, ístertu og brauðrétti sígildar og vinsælar veitingar á fermingarveisluborðið. „Yngstu gestirnir kunna svo að meta veitingar í smærri kantinum og í fermingarveislu stráksins míns buðum við upp á kleinuhringi frá Krispy Kreme sem slógu í gegn hjá yngri kynslóðinni, sem og nammibarinn, popp og Cheerios-bitar.“ Brauðréttir slá alltaf í gegn Hjördís gefur hér lesendum uppskriftir að gómsætum brauðréttum. „Þegar kemur að brauðréttum og brauðtertum er fólk oftast vanafast. Hefðbundin majónessalöt með skinku, rækju eða túnfiski, eru sígilt álegg og brauðterturnar eru skreyttar með til dæmis skinku, vínberjum og gúrku,“ upplýsir Hjördís um það vinsælasta á veisluborðið. „Brauðréttir með mildri fyllingu slá alltaf í gegn en þá samanstendur fyllingin af til dæmis smurosti, rjóma, aspassafa, skinku, papriku og sveppum. Það er þó alltaf að færast í aukana að gera eitthvað öðruvísi og skemmtilegt, og með því að setja snakk ofan á brauðréttinn verður hann öðruvísi. Þá má líka smyrja brauðtertur á annan máta og setja á þær álegg í líkingu við það sem er sett á samlokur.“ Heilræði og uppskriftir Hjördísar má finna á mömmur.is, Instagram undir mömmur og á Facebook, þar sem hún á um 22 þúsund fylgjendur. Bergbys-brauðterta fyrir 25-30 manns 4 rúllutertubrauðHráefni: Majónes Beikonsmurostur Kál Hunangsskinka Mexíkóostur Rautt pestó Bergbys-sinnep DoritosFyrsta brauðlag: Majónes, kál og Bergbys-sinnep. Mæjónesi er smurt undir næsta brauðlag.Annað brauðlag: Smurostur, hunangsskinka og rifinn Mexíkó-ostur. Smurostur smurður undir næsta brauðlag.Þriðja brauðlag: Pestó, kál og Bergbys-sinnep. Majónesi er smurt undir næsta brauðlag.Fjórða brauðlag – efsta lag: Sýrðum rjóma er smurt yfir brauðið. Kál sett yfir ásamt Doritos-flögum og rifnum Mexíkó-osti.Brauðteningar Vel er hægt að útfæra þessa brauðtertuhugmynd sem brauðteninga. Fylgt er sömu aðferð að fjórða brauðlaginu en þá er brauðið pressað í 2 tíma með því að setja eitthvað þungt yfir kökuna. Brauðið er haft í kælingu á meðan. Síðan er rauðu pestói smurt í þunnu lagi yfir. Brauðið skorið í bita og tannstönglar settir í miðjuna á hverjum brauðteningi. Það má geta þess að standurinn sem brauðtertan er á fæst í versluninni Basti í Kringlunni. Þar er til mikið úrval af kökudiskum.Æðislegur brauðréttur með snakkiFyrir 25 manns 1½ samlokubrauð Fylling: 1 pakki skinka 1 stk. paprika ½ dós sveppir ½ l matreiðslurjómi 1 dós papriku-smurostur ½ dós beikon-smurostur 1 stk. pepperóní-ostur, rifinn 1 grænmetisteningur 2-3 msk. Hellmanns chili- majónesYfir réttinn:Mozzarella-ostur – rifinn Salt og pipar Maruud-snakk Skinka, paprika og sveppir skorið í litla bita og steikt upp úr smjöri. Matreiðslurjóma hellt yfir og smurostunum og rifnum pepperóní-osti blandað saman við. Grænmetisteningur settur út í ásamt chili-majónesi. Hitið þar til osturinn hefur bráðnað. Skerið brauðið í litla teninga og setjið í smurt eldfast mót. Hellið fyllingunni yfir réttinn og sáldrið mozzarella-osti yfir. Hitið við 175°C hita (blástur) þar til osturinn hefur tekið smá lit, í um 20 mínútur. Sáldrið þá snakkinu yfir og hitið áfram í 5-10 mínútur.Baguette-brauðrétturEitt baguette-brauð dugar fyrir 20 manns. Hægt er að nota sömu fyllingu og í brauðréttinum til að búa til baguette-brauðrétt. Fylling sem gefin er upp með brauðréttinum dugar í 3 til 4 baguette-brauð. Það er nauðsynlegt að nota baguette-brauð og brauðið þarf að vera ágætlega breitt. Brauðið er skorið eftir miðju, hreinsað innan úr því með skeið og bætt saman við brauðréttarfyllinguna. Fyllingin er sett inn í baguette-brauðið með skeið, osti sáldrað yfir og baguette-brauðrétturinn hitaður við 175°C hita (blástur) í 18 til 20 mínútur. Passið að baguette-brauðið verði ekki of mikið bakað. Skerið í sneiðar og berið fram.
Brauðtertur Uppskriftir Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira