Samþykktu að lækka umferðarhraða á vesturhluta Hringbrautar í 40 km/klst Birgir Olgeirsson skrifar 30. janúar 2019 15:15 Íbúar í Vesturbænum fullyrða margir hverjir að það sé daglegt brauð að sjá ökumenn aka yfir á rauðu ljósi. Vísir/Kolbeinn Tumi Skipulags- og samgönguráð gerði samþykkt um að lækka hámarkshraða á Hringbraut, milli Sæmundargötu og Ánanausta, niður í 40 kílómetra á klukkustund. Var þetta samþykkt á fundi ráðsins í dag en formaður þess, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hún bendir þó á að þetta hafi verið samþykkt með fyrirvara um samþykki frá lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Einnig var samþykkt að fara í fleiri úrbætur á framkvæmdum í samstarfi við Vegagerðina sem er veghaldari Hringbrautar. Þar á meðal að bæta lýsingu við gönguþveranir á Hringbraut á þessum kafla. Setja upp hraðavaraskilti og kassa á völdum stöðum fyrir löggæslumyndavélar (hraða- og rauðljósamyndavélar), hefja undirbúning þess að endurnýja allan búnað fyrir umferðarljósastýringar á Hringbraut á þessum kafla með það að markmiði að heildarendurnýjun ljúki á næsta ári og bæta gatnamót Hringbrautar og Hofsvallagötu fyrir óvarða vegfarendur en forhönnun þeirra er í vinnslu og verður lokið í næstu viku. Á sama tíma samþykkti skipulags- og samgönguráð að lækka hámarkshraða niður í 40 km/klst á eftirfarandi götum: - Hofsvallagötu, milli Hringbrautar og Ægissíðu. - Ægissíðu. - Nesvegi, milli Kaplaskjólsvegar og Granaskjóls/Sörlaskjóls. 6. febrúar næstkomandi klukkan 20 verður haldinn íbúafundur í Vesturbæ þar sem öryggismál í tengslum við Hringbrautina verða í brennidepli. Verður fundurinn haldinn í Vesturbæjarskóla og eru íbúar hvattir til að mæta. Á fundinum verða eftirtaldir til svara: Frá Vegagerð: Auður Þóra Árnadóttir - forstöðumaður umferðardeildar. Frá Reykjavíkurborg: Sigurborg Ósk Haraldsdóttir - formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Frá lögreglunni: Sigríður Björk Guðjónsdóttir - lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins & Ásgeir Þór Ásgeirsson – yfirlögregluþjónn. Frá Samgöngustofu: Gunnar Geir Gunnarsson - deildarstjóri öryggis og fræðsludeildar & Edda Doris Meyer - sérfræðingur á mannvirkjadeild Frá samgönguráðuneyti: Jónas Birgir Jónasson - lögfræðingur á skrifstofu samgangna í Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu Borgarstjórn Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00 Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla var mættur á gönguljósin á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun og stóð vaktina frá klukkan átta til rúmlega hálf níu. 10. janúar 2019 10:13 Borgarstjóri vill lækka hámarkshraða á Hringbraut Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur undir áhyggjur íbúa og segir að vandinn felist í of miklum hraða á Hringbraut. 12. janúar 2019 12:16 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Sjá meira
Skipulags- og samgönguráð gerði samþykkt um að lækka hámarkshraða á Hringbraut, milli Sæmundargötu og Ánanausta, niður í 40 kílómetra á klukkustund. Var þetta samþykkt á fundi ráðsins í dag en formaður þess, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hún bendir þó á að þetta hafi verið samþykkt með fyrirvara um samþykki frá lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Einnig var samþykkt að fara í fleiri úrbætur á framkvæmdum í samstarfi við Vegagerðina sem er veghaldari Hringbrautar. Þar á meðal að bæta lýsingu við gönguþveranir á Hringbraut á þessum kafla. Setja upp hraðavaraskilti og kassa á völdum stöðum fyrir löggæslumyndavélar (hraða- og rauðljósamyndavélar), hefja undirbúning þess að endurnýja allan búnað fyrir umferðarljósastýringar á Hringbraut á þessum kafla með það að markmiði að heildarendurnýjun ljúki á næsta ári og bæta gatnamót Hringbrautar og Hofsvallagötu fyrir óvarða vegfarendur en forhönnun þeirra er í vinnslu og verður lokið í næstu viku. Á sama tíma samþykkti skipulags- og samgönguráð að lækka hámarkshraða niður í 40 km/klst á eftirfarandi götum: - Hofsvallagötu, milli Hringbrautar og Ægissíðu. - Ægissíðu. - Nesvegi, milli Kaplaskjólsvegar og Granaskjóls/Sörlaskjóls. 6. febrúar næstkomandi klukkan 20 verður haldinn íbúafundur í Vesturbæ þar sem öryggismál í tengslum við Hringbrautina verða í brennidepli. Verður fundurinn haldinn í Vesturbæjarskóla og eru íbúar hvattir til að mæta. Á fundinum verða eftirtaldir til svara: Frá Vegagerð: Auður Þóra Árnadóttir - forstöðumaður umferðardeildar. Frá Reykjavíkurborg: Sigurborg Ósk Haraldsdóttir - formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Frá lögreglunni: Sigríður Björk Guðjónsdóttir - lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins & Ásgeir Þór Ásgeirsson – yfirlögregluþjónn. Frá Samgöngustofu: Gunnar Geir Gunnarsson - deildarstjóri öryggis og fræðsludeildar & Edda Doris Meyer - sérfræðingur á mannvirkjadeild Frá samgönguráðuneyti: Jónas Birgir Jónasson - lögfræðingur á skrifstofu samgangna í Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu
Borgarstjórn Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00 Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla var mættur á gönguljósin á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun og stóð vaktina frá klukkan átta til rúmlega hálf níu. 10. janúar 2019 10:13 Borgarstjóri vill lækka hámarkshraða á Hringbraut Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur undir áhyggjur íbúa og segir að vandinn felist í of miklum hraða á Hringbraut. 12. janúar 2019 12:16 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Sjá meira
Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00
Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla var mættur á gönguljósin á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun og stóð vaktina frá klukkan átta til rúmlega hálf níu. 10. janúar 2019 10:13
Borgarstjóri vill lækka hámarkshraða á Hringbraut Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur undir áhyggjur íbúa og segir að vandinn felist í of miklum hraða á Hringbraut. 12. janúar 2019 12:16