Lífið

Óli Þórðar stendur við allt saman í þorra­blóts­mynd­bandi Skaga­manna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Óli Þórðar er líklega aðeins að grínast í umræddu myndbandi.
Óli Þórðar er líklega aðeins að grínast í umræddu myndbandi.
Ólafur Þórðarson vakti heldur betur athygli á síðasta ári þegar hann mætti í viðtal til Gunnlaugs Jónssonar í þættinum Návígi á Fótbolti.net.

Í viðtalinu talaði Óli meðal annars um að það væri verið að kerlingavæða samfélagið, femínistar væru allsráðandi, öllu vafið inn í bómull, karlmenn fengju ekki að vera karlmenn lengur og það mætti bara ekkert segja eða gera.

Óli talaði um að það væri verið að rítalín-dópa börn frá unga aldri í staðinn fyrir að leyfa þeim að fá útrás. Skagamenn héldu sitt árlega þorrablót á laugardagskvöldið og sá árgangurinn ´78 um annál síðasta árs fyrir Akranes sem er nokkurskonar Skagaskaup liðins árs.

Þar var Óli einfaldlega spurður hvort hann stæði við þessu ummæli?

„Þú ert alveg týpískt dæmi um þessa pappakassa sem koma hérna úr Reykjavík og halda bara að þetta gerist hérna einhvers staðar á malbikinu. Þetta gerist ekki svoleiðis. Auðvitað stend ég við þessi ummæli. Við erum bara að ala upp tóma pappakassa. Hreyfa aldrei á sér rassgatið og get ekki neitt. Þeir vita meira um merkjavörur og hárgel en fótbolta,“ segir Ólafur í myndbandi sem sýnt var á þorrablótinu.

„Ég skal bara sýna þér hvernig þetta er í rauninni svo þú hafir eitthvað um að tala á Kaffi Vest, helvítis auminginn þinn. Komdu,“ sagði Óli við spyrilinn. Þess má geta að líklega er um grínmyndband að ræða og atriðin eru leikin.

Því næst gengur Óli inn í búningsklefa ÍA þar sem verið er að sprauta unga fótboltadrengi með rítalíni til að róa þá niður.

Hér að neðan má sjá myndbandið.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.