Með sigri í mótinu getur Katrín Tanja tryggt sér farseðilinn á heimsleikana í haust, fyrst Íslendinga.
Katrín Tanja náði í 220 stig í fyrstu þremur greinunum og er með 10 stiga forskot á Miu Akerlund. Mia Akerlund er frá Svíþjóð en keppir nú fyrir Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Þriðja er síðan Karla Wolford frá Bandaríkjunum en hún er með 206 stig og því ekki langt undan.
Katrín Tanja tók toppsætið með því að vinna þriðju greinina sem var nokkuð sérstakt 400 metra hlaup á tíma. Hún kláraði það á 04:06.510 mínútum og fékk fyrir það hundrað stig. Akerlund varð þar í fjórða sæti og Wolford ekki nema sjötta.
Önnur greinin var ekki nóg góð hjá okkar konu en þar endaði Katrín í níunda sæti og fékk bara 32 stig. Þriðja sætið í fyrstu greininni hafði gefið henni 88 stig.
Hér fyrir neðan má sjá Katrínu Tönju á ferðinni í 400 metra hlaupinu sem hún vann svo glæsilega.
@katrintanja made light work of today’s 400m run. - She took the 3rd event with a time of 4.06 over @dinaswift in second with 4.10 and @alessandrapichelli 4.20.8 - Rest and recovery before heading to Clifton Beach for their second event of the day. - #Crossfit #fittestincapetown #Sanctionals #fittestinafrica #roadtomadisonView this post on Instagram
A post shared by Fittest in Cape Town (@fittestincapetown) on Jan 31, 2019 at 2:34am PST
Næsta grein fer fram á ströndinni seinna í dag og hún er skírð eftir hinum eina sanna Mitch Buchannon úr Baywatch og má sjá lýsingu á henni hér fyrir neðan.
