Sólrún vakti fyrst athygli fyrir að sýna þrifráð á Snapchat og hafa tugþúsundir Íslendinga fylgst með henni í nokkur ár.
„Ég ætla að loka þessum miðli,“ segir Sólrún á Snapchat.
„Ég hef átt yndislegan tíma á þessum miðli. Hann hefur leyft mér að fá alls konar tækifæri,“ segir Sólrún sem ætlar meira að snúa sér að Instagram núna.