Segir systur sína pyntaða í „hryllingshöll“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. janúar 2019 19:06 Loujain Alhathloul hefur verið í fangelsi í Sádi-Arabíu síðan í maí í fyrra. Mynd/Facebook Bróðir sádiarabíska aðgerðasinnans Loujain Alhathloul segir systur sína beitta hryllilegu ofbeldi í fangelsi í Sádi-Arabíu. Loujain var handtekin í mars í fyrra en mannréttindasamtök hafa gagnrýnt handtökuna harðlega. Bróðir Loujain, Walid Alhathloul, lýsir fangelsisvist systur sinnar í grein sem birt var á vef bandarísku fréttastofunnar CNN í dag. Walid segir að Loujain hafi tjáð foreldrum þeirra, sem heimsóttu hana nýverið í fangelsið, að hún sé reglulega húðstrýkt, lamin og beitt kynferðisofbeldi í kjallara fangelsisins. Þessum kjallara lýsir Loujain sem „hryllingshöll“. „Þegar Loujain ræddi pyntingarnar við foreldra mína skulfu hendur hennar óstjórnlega. Ég óttast að sársaukinn fylgi henni ævilangt,“ segir Walid í grein sinni. „Litla systir mín segist reglulega húðstrýkt, lamin, pyntuð með raflosti og áreitt. Hún sagði að stundum vektu grímuklæddir menn hana um miðja nótt með ólýsanlegum hótunum.“ Þá heldur Walid því fram að einn rannsakenda í máli Loujain hafi reynt að þvinga hana til að giftast sér og hótað því að hann myndi nauðga henni. Walid biðlar jafnframt til bandarísku söngkonunnar Mariuh Carey, sem kemur fram á tónleikum í Sádi-Arabíu á fimmtudagskvöld, að vekja athygli á máli systur sinnar.Táknmynd nýrra tíma Loujain var ein ellefu baráttukvenna sem handteknar voru í Sádi-Arabíu í maí í fyrra en þær höfðu allar barist fyrir bættum réttindum kvenna í landinu. Eiginmaður Loujain, uppistandarinn Fahad al-Butairi, var einnig handtekinn í fyrra en hjónin voru af mörgum álitin táknmynd nýrra og frjálslegri tíma í Sádi-Arabíu. Vinur hjónanna sagði frá kynnum sínum af þeim, og hvarfi þeirra, í Twitter-færslum sem vöktu mikla athygli í byrjun janúar.A couple years ago, when I was writing for American Dad!, I needed an Arabic speaker for a small part. Our casting director recommended a Saudi comedian, who happened to be in LA for a couple months shooting a tv show. His name is Fahad Albutairi.— Kirk Rudell (@krudell) January 2, 2019 Fjölskylda Loujain, sem nýtur stuðnings mannréttindasamtaka, hefur jafnframt haldið því fram síðustu mánuði að konurnar séu pyntaðar og beittar kynferðisofbeldi í fangelsinu. Þá hafi einn nánasti ráðgjafi Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, verið viðstaddur að minnsta kosti eina yfirheyrslu yfir konunum þar sem pyntingaraðferðum var beitt og hótað einni kvennanna lífláti. Ráðgjafanum, Saud al-Qahtani, hefur jafnframt verið kennt um morðið á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. Sádi-Arabía Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Sjá meira
Bróðir sádiarabíska aðgerðasinnans Loujain Alhathloul segir systur sína beitta hryllilegu ofbeldi í fangelsi í Sádi-Arabíu. Loujain var handtekin í mars í fyrra en mannréttindasamtök hafa gagnrýnt handtökuna harðlega. Bróðir Loujain, Walid Alhathloul, lýsir fangelsisvist systur sinnar í grein sem birt var á vef bandarísku fréttastofunnar CNN í dag. Walid segir að Loujain hafi tjáð foreldrum þeirra, sem heimsóttu hana nýverið í fangelsið, að hún sé reglulega húðstrýkt, lamin og beitt kynferðisofbeldi í kjallara fangelsisins. Þessum kjallara lýsir Loujain sem „hryllingshöll“. „Þegar Loujain ræddi pyntingarnar við foreldra mína skulfu hendur hennar óstjórnlega. Ég óttast að sársaukinn fylgi henni ævilangt,“ segir Walid í grein sinni. „Litla systir mín segist reglulega húðstrýkt, lamin, pyntuð með raflosti og áreitt. Hún sagði að stundum vektu grímuklæddir menn hana um miðja nótt með ólýsanlegum hótunum.“ Þá heldur Walid því fram að einn rannsakenda í máli Loujain hafi reynt að þvinga hana til að giftast sér og hótað því að hann myndi nauðga henni. Walid biðlar jafnframt til bandarísku söngkonunnar Mariuh Carey, sem kemur fram á tónleikum í Sádi-Arabíu á fimmtudagskvöld, að vekja athygli á máli systur sinnar.Táknmynd nýrra tíma Loujain var ein ellefu baráttukvenna sem handteknar voru í Sádi-Arabíu í maí í fyrra en þær höfðu allar barist fyrir bættum réttindum kvenna í landinu. Eiginmaður Loujain, uppistandarinn Fahad al-Butairi, var einnig handtekinn í fyrra en hjónin voru af mörgum álitin táknmynd nýrra og frjálslegri tíma í Sádi-Arabíu. Vinur hjónanna sagði frá kynnum sínum af þeim, og hvarfi þeirra, í Twitter-færslum sem vöktu mikla athygli í byrjun janúar.A couple years ago, when I was writing for American Dad!, I needed an Arabic speaker for a small part. Our casting director recommended a Saudi comedian, who happened to be in LA for a couple months shooting a tv show. His name is Fahad Albutairi.— Kirk Rudell (@krudell) January 2, 2019 Fjölskylda Loujain, sem nýtur stuðnings mannréttindasamtaka, hefur jafnframt haldið því fram síðustu mánuði að konurnar séu pyntaðar og beittar kynferðisofbeldi í fangelsinu. Þá hafi einn nánasti ráðgjafi Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, verið viðstaddur að minnsta kosti eina yfirheyrslu yfir konunum þar sem pyntingaraðferðum var beitt og hótað einni kvennanna lífláti. Ráðgjafanum, Saud al-Qahtani, hefur jafnframt verið kennt um morðið á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi.
Sádi-Arabía Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent