Tölva Hauks á leið til Íslands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. janúar 2019 18:32 Haukur Hilmarsson er talinn hafa fallið í Afrin-héraði í Sýrlandi þar sem hann barðist við hlið Kúrda. Mynd/Úr safni Nurhaks Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talið er að hafi fallið í átökum í Sýrlandi þar sem hann barðist við hlið Kúrda gegn vígasveitum íslamska ríkisins, segir tölvu Hauks vera komna til Evrópu og gerir ráð fyrir því að tölvan komi hingað til lands á næstunni. Þetta kemur fram á vefsíðu Evu. Eva þakkar Ögmundi Jónassyni, fyrrverandi alþingismanni og ráðherra, sérstaklega fyrir hans þátt í að koma tölvunni til Evrópu. „Fyrir utan fólk sem ég þekki persónulega var einn stjórnmálamaður sem strax hafði beint samband við mig og bauð fram aðstoð. Það var Ögmundur Jónasson,“ skrifar Eva. Hún segist oft hafa verið óánægð með Ögmund og látið hann heyra það en það virðist ekki hafa haft áhrif á hann. „Hann kom á beinu sambandi milli fjölskyldunnar og talsmanns Kúrda hjá Evrópuþinginu, sem talaði við bæði mig og Hilmar í síma og sendi bréf. Nú í janúar kom Ögmundur svo á fundi með þremur talsmönnum Kúrda og bauð mér m.a.s. heim til sín til að hitta þau. Sá fundur hefur nú skilað þeim árangri að tölvan hans Hauks er komin til Evrópu og við reiknum með að hún komi til Íslands fljótlega. Takk Ögmundur, innilega.“ Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar.Vísir/Vilhelm Eva segist þá vona að hægt verði að endurheimta gögn úr tölvunni en segist þó hóflega bjartsýn á að það sé mögulegt. „Kannski er þar eitthvað að finna sem varpar frekara ljósi á það sem Haukur var að hugsa og gera í Sýrlandi og þetta ár sem hann var að undirbúa för sína þangað.“ Eva segist óviss um hvort maður jafni sig nokkurn tíma á ástvinamissi og hvort hann hætti að vera sár. Hún segist ekki finna til neinnar löngunar nema þá til að skoða tölvu Hauks. „Finna kannski dagbókarfærslur, kannski skrýtnar hugrenningar eða einhver þessara kvæða sem ég kann ekki nema að hluta. Ég reikna ekki með fleiri orðaskiptum eða fleiri faðmlögum en mögulega eigum við eftir að sjá eitthvað um það hvernig skoðanir hans og hugmyndir breyttust síðasta árið. Kannski, en bara kannski, leynist þar einhver fjársjóður. Kannski ein lítil frásögn. Kannski eitt ljóð enn.“ Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Lögregla rannsakar mál Hauks Hilmarssonar sem mannshvarf Utanríkisþjónustan mun áfram eiga regluleg samskipti við fulltrúa tyrkneskra stjórnvalda vegna hvarfs Hauks Hilmarssonar í Sýrlandi þótt borgaraþjónustuþætti málsins sé lokið, að sögn utanríkisráðherra. 8. nóvember 2018 20:45 Guðlaugur Þór segir allt hafa verið gert til að finna Hauk Hilmarsson Utanríkisráðherra segir að hann og utanríkisráðuneytið hafi gert allt sem í þeirra valdi standi til að komast að örlögum Hauks Hilmarssonar sem saknað hefur verið í Sýrlandi frá því í febrúar. 8. nóvember 2018 13:00 Tyrkneski fáninn dreginn að húni stjórnarráðsins til að minna á Hauk Aðgerðarhópurinn Hvar er Haukur? dró tyrkneska fánann að húni Stjórnarráðsins í dag til þess að minna á enginn sönnun sé fyrir því að Haukur Hilmarsson hafi látist í Sýrlandi. Karlmaður var handtekinn í aðgerðunum 17. júní 2018 12:46 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Vill helst fá sér lakkrís eftir 115 daga sjósundið Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talið er að hafi fallið í átökum í Sýrlandi þar sem hann barðist við hlið Kúrda gegn vígasveitum íslamska ríkisins, segir tölvu Hauks vera komna til Evrópu og gerir ráð fyrir því að tölvan komi hingað til lands á næstunni. Þetta kemur fram á vefsíðu Evu. Eva þakkar Ögmundi Jónassyni, fyrrverandi alþingismanni og ráðherra, sérstaklega fyrir hans þátt í að koma tölvunni til Evrópu. „Fyrir utan fólk sem ég þekki persónulega var einn stjórnmálamaður sem strax hafði beint samband við mig og bauð fram aðstoð. Það var Ögmundur Jónasson,“ skrifar Eva. Hún segist oft hafa verið óánægð með Ögmund og látið hann heyra það en það virðist ekki hafa haft áhrif á hann. „Hann kom á beinu sambandi milli fjölskyldunnar og talsmanns Kúrda hjá Evrópuþinginu, sem talaði við bæði mig og Hilmar í síma og sendi bréf. Nú í janúar kom Ögmundur svo á fundi með þremur talsmönnum Kúrda og bauð mér m.a.s. heim til sín til að hitta þau. Sá fundur hefur nú skilað þeim árangri að tölvan hans Hauks er komin til Evrópu og við reiknum með að hún komi til Íslands fljótlega. Takk Ögmundur, innilega.“ Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar.Vísir/Vilhelm Eva segist þá vona að hægt verði að endurheimta gögn úr tölvunni en segist þó hóflega bjartsýn á að það sé mögulegt. „Kannski er þar eitthvað að finna sem varpar frekara ljósi á það sem Haukur var að hugsa og gera í Sýrlandi og þetta ár sem hann var að undirbúa för sína þangað.“ Eva segist óviss um hvort maður jafni sig nokkurn tíma á ástvinamissi og hvort hann hætti að vera sár. Hún segist ekki finna til neinnar löngunar nema þá til að skoða tölvu Hauks. „Finna kannski dagbókarfærslur, kannski skrýtnar hugrenningar eða einhver þessara kvæða sem ég kann ekki nema að hluta. Ég reikna ekki með fleiri orðaskiptum eða fleiri faðmlögum en mögulega eigum við eftir að sjá eitthvað um það hvernig skoðanir hans og hugmyndir breyttust síðasta árið. Kannski, en bara kannski, leynist þar einhver fjársjóður. Kannski ein lítil frásögn. Kannski eitt ljóð enn.“
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Lögregla rannsakar mál Hauks Hilmarssonar sem mannshvarf Utanríkisþjónustan mun áfram eiga regluleg samskipti við fulltrúa tyrkneskra stjórnvalda vegna hvarfs Hauks Hilmarssonar í Sýrlandi þótt borgaraþjónustuþætti málsins sé lokið, að sögn utanríkisráðherra. 8. nóvember 2018 20:45 Guðlaugur Þór segir allt hafa verið gert til að finna Hauk Hilmarsson Utanríkisráðherra segir að hann og utanríkisráðuneytið hafi gert allt sem í þeirra valdi standi til að komast að örlögum Hauks Hilmarssonar sem saknað hefur verið í Sýrlandi frá því í febrúar. 8. nóvember 2018 13:00 Tyrkneski fáninn dreginn að húni stjórnarráðsins til að minna á Hauk Aðgerðarhópurinn Hvar er Haukur? dró tyrkneska fánann að húni Stjórnarráðsins í dag til þess að minna á enginn sönnun sé fyrir því að Haukur Hilmarsson hafi látist í Sýrlandi. Karlmaður var handtekinn í aðgerðunum 17. júní 2018 12:46 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Vill helst fá sér lakkrís eftir 115 daga sjósundið Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Lögregla rannsakar mál Hauks Hilmarssonar sem mannshvarf Utanríkisþjónustan mun áfram eiga regluleg samskipti við fulltrúa tyrkneskra stjórnvalda vegna hvarfs Hauks Hilmarssonar í Sýrlandi þótt borgaraþjónustuþætti málsins sé lokið, að sögn utanríkisráðherra. 8. nóvember 2018 20:45
Guðlaugur Þór segir allt hafa verið gert til að finna Hauk Hilmarsson Utanríkisráðherra segir að hann og utanríkisráðuneytið hafi gert allt sem í þeirra valdi standi til að komast að örlögum Hauks Hilmarssonar sem saknað hefur verið í Sýrlandi frá því í febrúar. 8. nóvember 2018 13:00
Tyrkneski fáninn dreginn að húni stjórnarráðsins til að minna á Hauk Aðgerðarhópurinn Hvar er Haukur? dró tyrkneska fánann að húni Stjórnarráðsins í dag til þess að minna á enginn sönnun sé fyrir því að Haukur Hilmarsson hafi látist í Sýrlandi. Karlmaður var handtekinn í aðgerðunum 17. júní 2018 12:46