Borgin synjar fötluðum manni um NPA á röngum forsendum Sveinn Arnarsson skrifar 22. janúar 2019 07:00 Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir forsendur synjunar borgarinnar einfaldlega rangar. Fréttablaðið/Anton Brink Einstaklingi var synjað um NPA aðstoð hjá Reykjavíkurborg í janúar á þeim grundvelli að reglugerð ráðherra um aðstoðina væri ekki til. Hún var hins vegar samþykkt fyrir áramót. Formaður Sjálfsbjargar segir málið með ólíkindum og sviðsstjóri velferðarsviðs segir þetta leið mistök. „Reglugerð um NPA liggur ekki fyrir og þar af leiðandi ekki regluverk Reykjavíkurborgar um NPA. Þegar reglugerð ráðherra liggur fyrir mun verða unnið eins hratt og unnt er að reglum borgarinnar um NPA,“ segir í bréfi þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts til mannsins.Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.Það er hins vegar ekki rétt. Lögin tóku gildi 1. október síðastliðinn og Ásmundur Einar Daðason gaf út reglugerð um málið fyrir áramót. því er ekkert í þessu sem strandar á ríkinu hvað varðar þjónustu við fatlað fólk. „Ég verð að segja að þessi neitun kom mér verulega á óvart. Loksins þegar allt er klárt hvað varðar NPA, þá synjar Reykjavíkurborg viðkomandi umsækjanda á forsendum sem eru einfaldlega rangar og standast enga skoðun,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar. „Fatlað fólk er búið að bíða lengi eftir að allir lausir endar verði klárir og síðan þegar það sækir um eru svörin þessi. Þetta er vægast sagt mjög undarlegt allt saman.“ Frá Reykjavíkurborg fengust þau svör að þarna sé líkast til um mistök að ræða sem verði vonandi leiðrétt. Hið rétta sé að reglur Reykjavíkurborgar séu ekki enn þá tilbúnar og það sé í raun ástæða þess að ekki sé hægt að þjónusta þessa borgara eftir lögunum. „Þarna hafa átt sér stað leið mistök. Reglur borgarinnar eru ekki tilbúnar en reglugerðin var samþykkt í lok árs,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. „Allar umsóknir verða afgreiddar eins fljótt og auðið er, eftir að þær liggja fyrir. Við vonumst til að það verði hægt að leggja þær fyrir fyrsta fund velferðarráðs í febrúar.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Einstaklingi var synjað um NPA aðstoð hjá Reykjavíkurborg í janúar á þeim grundvelli að reglugerð ráðherra um aðstoðina væri ekki til. Hún var hins vegar samþykkt fyrir áramót. Formaður Sjálfsbjargar segir málið með ólíkindum og sviðsstjóri velferðarsviðs segir þetta leið mistök. „Reglugerð um NPA liggur ekki fyrir og þar af leiðandi ekki regluverk Reykjavíkurborgar um NPA. Þegar reglugerð ráðherra liggur fyrir mun verða unnið eins hratt og unnt er að reglum borgarinnar um NPA,“ segir í bréfi þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts til mannsins.Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.Það er hins vegar ekki rétt. Lögin tóku gildi 1. október síðastliðinn og Ásmundur Einar Daðason gaf út reglugerð um málið fyrir áramót. því er ekkert í þessu sem strandar á ríkinu hvað varðar þjónustu við fatlað fólk. „Ég verð að segja að þessi neitun kom mér verulega á óvart. Loksins þegar allt er klárt hvað varðar NPA, þá synjar Reykjavíkurborg viðkomandi umsækjanda á forsendum sem eru einfaldlega rangar og standast enga skoðun,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar. „Fatlað fólk er búið að bíða lengi eftir að allir lausir endar verði klárir og síðan þegar það sækir um eru svörin þessi. Þetta er vægast sagt mjög undarlegt allt saman.“ Frá Reykjavíkurborg fengust þau svör að þarna sé líkast til um mistök að ræða sem verði vonandi leiðrétt. Hið rétta sé að reglur Reykjavíkurborgar séu ekki enn þá tilbúnar og það sé í raun ástæða þess að ekki sé hægt að þjónusta þessa borgara eftir lögunum. „Þarna hafa átt sér stað leið mistök. Reglur borgarinnar eru ekki tilbúnar en reglugerðin var samþykkt í lok árs,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. „Allar umsóknir verða afgreiddar eins fljótt og auðið er, eftir að þær liggja fyrir. Við vonumst til að það verði hægt að leggja þær fyrir fyrsta fund velferðarráðs í febrúar.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira