Norræn samvinna Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 24. janúar 2019 07:30 Ísland tekur við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á spennandi tímum. Staðreyndin er sú að mjög víða geta Norðurlöndin skilað betri árangri með samstarfi, heldur en hvert í sínu lagi. Með samstarfi sín á milli hafa Norðurlöndin náð því að vera í fremstu röð hvort sem litið er til nýsköpunar, velferðar, jöfnuðar eða jafnréttis. Norðurlöndin hafa ítrekað sýnt að með samvinnu geta þau haft slagkraft umfram þyngd enda telja þau samtals 27 milljónir íbúa og mynda 12. stærsta hagkerfi heims. Við Íslendingar njótum góðs af þessu. Rúmlega 30 þúsund Íslendingar búa annars staðar á Norðurlöndunum sem samsvarar þriðja stærsta bæjarfélagi landsins. Samanlagt eru Norðurlöndin stærsta „viðskiptaland“ Íslands þegar litið er til inn- og útflutnings á vörum og þjónustu. Norrænar kvikmyndir, sjónvarpsseríur, glæpasögur, tónlist, myndlist og hönnun – Ísland er þar í góðum hópi og norræna vörumerkið er sterkt. Norðurlöndin veita hvert öðru pólitíska fótfestu á óróatímum. Ég er þeirrar skoðunar að aukin óvissa á alþjóðavettvangi hafi á vissan hátt þjappað Norðurlöndunum betur saman. Nýleg könnun um afstöðu til norræns samstarfs sýndi að mikill meirihluti íbúa vill meiri eða mun meiri samvinnu en nú er. Þótt Norðurlöndin séu vitaskuld ekki sammála um allt þá eru grundvallaratriðin á hreinu: Mannréttindi, lýðræði, réttarríki og friðsamleg lausn deilumála. Norræn samvinna er vissulega rótgróin en um leið sprelllifandi og lítur til framtíðar. Og framtíðin kallar á nýja hugsun og nýsköpun í norrænu samstarfi. Það er enginn hörgull á áskorunum. Gervigreind og vélmenni munu gjörbreyta vinnumarkaði framtíðar. Samkeppni við önnur markaðssvæði um fólk og fyrirtæki fer vaxandi. Umhverfis- og loftslagsmálin þola enga bið. Norðurlöndin standa frammi fyrir þessum breytingum og takast á við þær saman. Um leið stöndum við vörð um hefðbundnari samvinnu í þágu íbúa og hlúum að vináttu okkar og velferð. Það er með stolti og metnaði sem Ísland gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á árinu 2019. Á formennskuárinu leggjum við áherslu á hagsmuni ungs fólks, sjálfbæra ferðamennsku og málefni hafsins og eigum frumkvæði að níu norrænum formennskuverkefnum á þessum sviðum. Meira um það á norden.org. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Ingi Jóhannsson Utanríkismál Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Ísland tekur við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á spennandi tímum. Staðreyndin er sú að mjög víða geta Norðurlöndin skilað betri árangri með samstarfi, heldur en hvert í sínu lagi. Með samstarfi sín á milli hafa Norðurlöndin náð því að vera í fremstu röð hvort sem litið er til nýsköpunar, velferðar, jöfnuðar eða jafnréttis. Norðurlöndin hafa ítrekað sýnt að með samvinnu geta þau haft slagkraft umfram þyngd enda telja þau samtals 27 milljónir íbúa og mynda 12. stærsta hagkerfi heims. Við Íslendingar njótum góðs af þessu. Rúmlega 30 þúsund Íslendingar búa annars staðar á Norðurlöndunum sem samsvarar þriðja stærsta bæjarfélagi landsins. Samanlagt eru Norðurlöndin stærsta „viðskiptaland“ Íslands þegar litið er til inn- og útflutnings á vörum og þjónustu. Norrænar kvikmyndir, sjónvarpsseríur, glæpasögur, tónlist, myndlist og hönnun – Ísland er þar í góðum hópi og norræna vörumerkið er sterkt. Norðurlöndin veita hvert öðru pólitíska fótfestu á óróatímum. Ég er þeirrar skoðunar að aukin óvissa á alþjóðavettvangi hafi á vissan hátt þjappað Norðurlöndunum betur saman. Nýleg könnun um afstöðu til norræns samstarfs sýndi að mikill meirihluti íbúa vill meiri eða mun meiri samvinnu en nú er. Þótt Norðurlöndin séu vitaskuld ekki sammála um allt þá eru grundvallaratriðin á hreinu: Mannréttindi, lýðræði, réttarríki og friðsamleg lausn deilumála. Norræn samvinna er vissulega rótgróin en um leið sprelllifandi og lítur til framtíðar. Og framtíðin kallar á nýja hugsun og nýsköpun í norrænu samstarfi. Það er enginn hörgull á áskorunum. Gervigreind og vélmenni munu gjörbreyta vinnumarkaði framtíðar. Samkeppni við önnur markaðssvæði um fólk og fyrirtæki fer vaxandi. Umhverfis- og loftslagsmálin þola enga bið. Norðurlöndin standa frammi fyrir þessum breytingum og takast á við þær saman. Um leið stöndum við vörð um hefðbundnari samvinnu í þágu íbúa og hlúum að vináttu okkar og velferð. Það er með stolti og metnaði sem Ísland gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á árinu 2019. Á formennskuárinu leggjum við áherslu á hagsmuni ungs fólks, sjálfbæra ferðamennsku og málefni hafsins og eigum frumkvæði að níu norrænum formennskuverkefnum á þessum sviðum. Meira um það á norden.org.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun