Lofar bók fyrir næstu jól Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. janúar 2019 10:00 Sólveig, sæl og ánægð með heiðurinn, við athöfnina í Bókasafni Seltjarnarness. Mynd/Jón Svavarsson Þetta er mikill heiður og gladdi mig virkilega,“ segir Sólveig Pálsdóttir rithöfundur eftir að hafa verið útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness 2019. Á bókasafni bæjarins, þar sem Sólveig tók við viðurkenningarskjali og einnar milljónar króna starfslaunum, er sýning um líf hennar og starf. „Þar eru myndir úr öllum mínum heimum, leikhúsinu, kennslunni, rithöfundarstarfinu og sem formaður menningarnefndar Seltjarnarness. Við sem þar störfuðum saman komum mörgum verkefnum á koppinn,“ segir hún og nefnir sem dæmi menningarhátíð, skráningu listaverka í eigu bæjarins og útgáfu bókar um þau, ásamt uppsetningu útilistaverksins Bollasteins, eftir Ólöfu Nordal. „Ég hætti í nefndinni 2010 eftir átta ár og sneri mér að því að skrifa glæpasögur. Leikarinn kom út árið 2012 og fékk svo góðar viðtökur að ég hélt áfram. Nú eru bækurnar orðnar fjórar, sú síðasta, Refurinn, kom út í nóvember 2017.“ Að sjálfsögðu er Sólveig með sögu í smíðum. „Hún kemur út fyrir næstu jól,“ segir hún glaðlega en kveðst ekkert rembast við að gefa út bækur með fyrirfram ákveðnu millibili. „Ég verð að leyfa hugmyndunum að setjast í mér og þroskast,“ segir hún og nefnir að Refurinn hafi tekið sinn tíma. Aðstæður sem geta skapast þegar manneskja hefur ekki tungumál til að tjá sig á, í ræðu eða riti, sóttu á mig, enda stóðu þær mér nærri, bæði út frá reynslu minni sem kennari og svo eru margir í minni fjölskyldu af erlendum uppruna. Ég vildi láta þannig settan einstakling mæta hráum, íslenskum veruleika og það var jafnvægislist.“ Bækur Sólveigar hafa verið gefnar út erlendis og nú vinnur breskt kvikmyndafyrirtæki að því að fjármagna sjónvarpsþáttaröð sem byggð er á Refnum. Sólveig er einmitt stödd í London þegar þetta spjall okkar fer fram gegnum síma. Hún segir aðalerindið þar vera að fylgja dóttur sinni, Áslaugu Torfadóttur, því fyrsta bók í hennar þýðingu úr íslensku á ensku sé að koma út, Mörk eftir Þóru Karítas Árnadóttur. „En ég ætla líka að hitta fólkið sem stendur í því að reyna að koma Refnum í breskt sjónvarp og frétta hvernig gengur.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Tímamót Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Þetta er mikill heiður og gladdi mig virkilega,“ segir Sólveig Pálsdóttir rithöfundur eftir að hafa verið útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness 2019. Á bókasafni bæjarins, þar sem Sólveig tók við viðurkenningarskjali og einnar milljónar króna starfslaunum, er sýning um líf hennar og starf. „Þar eru myndir úr öllum mínum heimum, leikhúsinu, kennslunni, rithöfundarstarfinu og sem formaður menningarnefndar Seltjarnarness. Við sem þar störfuðum saman komum mörgum verkefnum á koppinn,“ segir hún og nefnir sem dæmi menningarhátíð, skráningu listaverka í eigu bæjarins og útgáfu bókar um þau, ásamt uppsetningu útilistaverksins Bollasteins, eftir Ólöfu Nordal. „Ég hætti í nefndinni 2010 eftir átta ár og sneri mér að því að skrifa glæpasögur. Leikarinn kom út árið 2012 og fékk svo góðar viðtökur að ég hélt áfram. Nú eru bækurnar orðnar fjórar, sú síðasta, Refurinn, kom út í nóvember 2017.“ Að sjálfsögðu er Sólveig með sögu í smíðum. „Hún kemur út fyrir næstu jól,“ segir hún glaðlega en kveðst ekkert rembast við að gefa út bækur með fyrirfram ákveðnu millibili. „Ég verð að leyfa hugmyndunum að setjast í mér og þroskast,“ segir hún og nefnir að Refurinn hafi tekið sinn tíma. Aðstæður sem geta skapast þegar manneskja hefur ekki tungumál til að tjá sig á, í ræðu eða riti, sóttu á mig, enda stóðu þær mér nærri, bæði út frá reynslu minni sem kennari og svo eru margir í minni fjölskyldu af erlendum uppruna. Ég vildi láta þannig settan einstakling mæta hráum, íslenskum veruleika og það var jafnvægislist.“ Bækur Sólveigar hafa verið gefnar út erlendis og nú vinnur breskt kvikmyndafyrirtæki að því að fjármagna sjónvarpsþáttaröð sem byggð er á Refnum. Sólveig er einmitt stödd í London þegar þetta spjall okkar fer fram gegnum síma. Hún segir aðalerindið þar vera að fylgja dóttur sinni, Áslaugu Torfadóttur, því fyrsta bók í hennar þýðingu úr íslensku á ensku sé að koma út, Mörk eftir Þóru Karítas Árnadóttur. „En ég ætla líka að hitta fólkið sem stendur í því að reyna að koma Refnum í breskt sjónvarp og frétta hvernig gengur.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Tímamót Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira