Mannkynið rassskellt í Starcraft II Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. janúar 2019 08:00 Starcraft II þykir nokkuð flókinn. Mynd/Blizzard AlphaStar, gervigreind úr smiðju DeepMind, dótturfyrirtækis Google, atti kappi við atvinnumenn í herkænskuleiknum StarCraft II. Niðurstaðan var hörmungartap fyrir mannkynið. Sýnt var frá leikjunum á YouTube og Twitch í fyrrinótt. Eftir tíu sigra gervigreindarinnar í röð náði mannkynið þó að snúa taflinu við í síðasta leiknum þegar Grzegorz „MaNa“ Komincz vann fyrsta og eina leik hinna holdlegu. Úrslitin því tíu sigrar gegn einum. Áður hafa gervigreindir DeepMind, skákvélin AlphaZero og AlphaGo sem leikur kínverska borðspilið Go, rótburstað bestu Go- og skákmenn heims. Og þótt StarCraft sé kannski ekki jafnrótgróinn leikur í samfélagi mannsins er áfanginn ekki síður merkilegur. Samkvæmt greiningu DeepMind er nefnilega mun erfiðara fyrir gervigreind að vinna þá bestu í rauntímatölvuleikjum, sérstaklega í jafnflóknum leik og StarCraft II er. Tölvan hefur aðgang að minni hluta upplýsinga um leikinn, þarf að leika miklum mun fleiri leiki og munurinn á fjölda mögulegra leikja er stjarnfræðilegur. Í þokkabót er leikurinn í rauntíma en leikmenn skiptast ekki á að gera, líkt og í skák. Lýsendur mega vart vatni halda yfir snilli gervigreindarinnar. „Þetta er stórkostleg spilamennska. Svona góða spilamennsku sjáum við ekki oft,“ sagði lýsandinn Kevin van der Kooi. Að sögn Oriols Vinyals, eins stjórnenda AlphaStar-verkefnisins, er markmiðið með þessari vinnu ekki að rústa mannkyninu í tölvuleikjum heldur að þróa almenna gervigreind sem getur tekið ákvarðanir til jafns við eða betur en mannfólkið. „Til þess er mikilvægt að skoða frammistöðu gervigreindarinnar í mismunandi aðstæðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Leikjavísir Tækni Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Sjá meira
AlphaStar, gervigreind úr smiðju DeepMind, dótturfyrirtækis Google, atti kappi við atvinnumenn í herkænskuleiknum StarCraft II. Niðurstaðan var hörmungartap fyrir mannkynið. Sýnt var frá leikjunum á YouTube og Twitch í fyrrinótt. Eftir tíu sigra gervigreindarinnar í röð náði mannkynið þó að snúa taflinu við í síðasta leiknum þegar Grzegorz „MaNa“ Komincz vann fyrsta og eina leik hinna holdlegu. Úrslitin því tíu sigrar gegn einum. Áður hafa gervigreindir DeepMind, skákvélin AlphaZero og AlphaGo sem leikur kínverska borðspilið Go, rótburstað bestu Go- og skákmenn heims. Og þótt StarCraft sé kannski ekki jafnrótgróinn leikur í samfélagi mannsins er áfanginn ekki síður merkilegur. Samkvæmt greiningu DeepMind er nefnilega mun erfiðara fyrir gervigreind að vinna þá bestu í rauntímatölvuleikjum, sérstaklega í jafnflóknum leik og StarCraft II er. Tölvan hefur aðgang að minni hluta upplýsinga um leikinn, þarf að leika miklum mun fleiri leiki og munurinn á fjölda mögulegra leikja er stjarnfræðilegur. Í þokkabót er leikurinn í rauntíma en leikmenn skiptast ekki á að gera, líkt og í skák. Lýsendur mega vart vatni halda yfir snilli gervigreindarinnar. „Þetta er stórkostleg spilamennska. Svona góða spilamennsku sjáum við ekki oft,“ sagði lýsandinn Kevin van der Kooi. Að sögn Oriols Vinyals, eins stjórnenda AlphaStar-verkefnisins, er markmiðið með þessari vinnu ekki að rústa mannkyninu í tölvuleikjum heldur að þróa almenna gervigreind sem getur tekið ákvarðanir til jafns við eða betur en mannfólkið. „Til þess er mikilvægt að skoða frammistöðu gervigreindarinnar í mismunandi aðstæðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Leikjavísir Tækni Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Sjá meira