Ráðist í stóra úttekt á myglu í Fossvogsskóla Garðar Örn Úlfarsson skrifar 26. janúar 2019 08:30 Myndin tengist fréttinni ekki beint. vísir/hanna Veikindi nokkurra barna í Fossvogsskóla í vetur eru af foreldrunum rakin til myglu í skólabyggingunni. Verkfræðistofan Mannvit sem tók sýni í haust sagði rakaskemmdir í húsnæðinu einhverjar en ekki miklar. Eftir að fimm ryksýni og eitt efnissýni voru tekin í Fossvogsskóla 20. og 21. september og niðurstöður rannsóknar lágu fyrir var ráðist í alþrif á húsnæðinu í desember samkvæmt ráðleggingum frá umhverfis- og skipulagssviði og skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Einn nemandi mun hafa verið mjög mikið frá vegna veikinda sem myglunni er kennt um og fleiri börn munu hafa fundið til verulegra óþæginda og verið slöpp. Blaðamaður náði ekki tali af Aðalbjörgu Ingadóttur, skólastjóra Fossvogsskóla, í gær en í tölvupósti hennar til foreldra fyrir viku er farið yfir stöðuna. Foreldri barns sem sýnt hafi einkenni sem rekja megi til lélegra loftgæða ásamt foreldri annars barns í skólanum gagnrýni túlkun Mannvits á greiningu Náttúrufræðistofnunar Íslands á sýnunum og sömuleiðis aðgerðirnar í kjölfarið. Telji þeir að í sýnunum sé að finna merki um að húsnæðið sé ekki laust við rakaskemmdir og myglu. „Foreldri barnsins telur að Mannvit mistúlki niðurstöður NÍ og að sýnin sem tekin voru gefi ekki raunsanna mynd af loftgæðum í húsnæðinu,“ segir í pósti skólastjórans sem boðar nýja úttekt í öllum skólanum. „Skólaráð er vel upplýst um alla málavöxtu og lítur málið alvarlegum augum,“ skrifar Aðalbjörg foreldrunum. „Skólaráð væntir þess að fá svör sem allra fyrst um að fyrirhugaðar mælingar á loftgæðum sem gera á á næstunni verði gerðar með ítarlegum hætti þannig að þær gefi raunsanna mynd af loftgæðum í skólahúsnæðinu svo að ekki leiki vafi á því hvort um rakaskemmdir eða myglu er að ræða.“ Fréttablaðið vildi í gær fá að mynda inni í Fossvogsskóla, meðal annars á kaffistofu kennara þar sem rakablettir eru í loftklæðningu. Ljósmyndari hitti þá fyrir Aðalbjörgu skólastjóra sem leyfði ekki myndatökur á meðan málið væri enn í skoðun. Nýtt vinnulag vegna rakaskemmda var kynnt í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur á þriðjudag. Bókaði áheyrnarfulltrúi framkvæmdastjóra frístundamiðstöðva að þeir fögnuðu því að verklagsreglur vegna myglu verði að veruleika. Skort hafi á mat, eftirfylgni og framkvæmd hjá borginni í þessum efnum. „Í dag er húsnæði þriggja frístundamiðstöðva óhæft til notkunar vegna myglu og er óvissa um fjórðu frístundamiðstöðina. Fyrir liggja óskir framkvæmdastjóra frístundamiðstöðva um að flýta fyrir að viðeigandi lausnir finnist á húsnæðisvanda frístundamiðstöðvanna, óskir þess efnis hafa því miður ekki komist í ferli þrátt fyrir ítrekaðar óskir,“ bókaði áheyrnarfulltrúinn. gar@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Veikindi nokkurra barna í Fossvogsskóla í vetur eru af foreldrunum rakin til myglu í skólabyggingunni. Verkfræðistofan Mannvit sem tók sýni í haust sagði rakaskemmdir í húsnæðinu einhverjar en ekki miklar. Eftir að fimm ryksýni og eitt efnissýni voru tekin í Fossvogsskóla 20. og 21. september og niðurstöður rannsóknar lágu fyrir var ráðist í alþrif á húsnæðinu í desember samkvæmt ráðleggingum frá umhverfis- og skipulagssviði og skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Einn nemandi mun hafa verið mjög mikið frá vegna veikinda sem myglunni er kennt um og fleiri börn munu hafa fundið til verulegra óþæginda og verið slöpp. Blaðamaður náði ekki tali af Aðalbjörgu Ingadóttur, skólastjóra Fossvogsskóla, í gær en í tölvupósti hennar til foreldra fyrir viku er farið yfir stöðuna. Foreldri barns sem sýnt hafi einkenni sem rekja megi til lélegra loftgæða ásamt foreldri annars barns í skólanum gagnrýni túlkun Mannvits á greiningu Náttúrufræðistofnunar Íslands á sýnunum og sömuleiðis aðgerðirnar í kjölfarið. Telji þeir að í sýnunum sé að finna merki um að húsnæðið sé ekki laust við rakaskemmdir og myglu. „Foreldri barnsins telur að Mannvit mistúlki niðurstöður NÍ og að sýnin sem tekin voru gefi ekki raunsanna mynd af loftgæðum í húsnæðinu,“ segir í pósti skólastjórans sem boðar nýja úttekt í öllum skólanum. „Skólaráð er vel upplýst um alla málavöxtu og lítur málið alvarlegum augum,“ skrifar Aðalbjörg foreldrunum. „Skólaráð væntir þess að fá svör sem allra fyrst um að fyrirhugaðar mælingar á loftgæðum sem gera á á næstunni verði gerðar með ítarlegum hætti þannig að þær gefi raunsanna mynd af loftgæðum í skólahúsnæðinu svo að ekki leiki vafi á því hvort um rakaskemmdir eða myglu er að ræða.“ Fréttablaðið vildi í gær fá að mynda inni í Fossvogsskóla, meðal annars á kaffistofu kennara þar sem rakablettir eru í loftklæðningu. Ljósmyndari hitti þá fyrir Aðalbjörgu skólastjóra sem leyfði ekki myndatökur á meðan málið væri enn í skoðun. Nýtt vinnulag vegna rakaskemmda var kynnt í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur á þriðjudag. Bókaði áheyrnarfulltrúi framkvæmdastjóra frístundamiðstöðva að þeir fögnuðu því að verklagsreglur vegna myglu verði að veruleika. Skort hafi á mat, eftirfylgni og framkvæmd hjá borginni í þessum efnum. „Í dag er húsnæði þriggja frístundamiðstöðva óhæft til notkunar vegna myglu og er óvissa um fjórðu frístundamiðstöðina. Fyrir liggja óskir framkvæmdastjóra frístundamiðstöðva um að flýta fyrir að viðeigandi lausnir finnist á húsnæðisvanda frístundamiðstöðvanna, óskir þess efnis hafa því miður ekki komist í ferli þrátt fyrir ítrekaðar óskir,“ bókaði áheyrnarfulltrúinn. gar@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent