Geymdi bækurnar í Bónus í áratug Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. janúar 2019 16:10 Þegar Illugi gerði sér ferð í Bónus á dögunum rann það upp fyrir honum að bókakassarnir voru fleiri en hann minnti. Illugi Jökulsson Fyrir áratug var heimili Illuga Jökulssonar rithöfundar að „drukkna“ í bókum. Eftir að hann grisjaði tilkomumikið bókasafn sitt gat hann þó ekki hugsað sér með neinu móti að henda bókunum. Illugi segir frá þessu á Facebook síðu sinni. Árið 2009 voru landsmenn að kljást við efnahagshrunið og Illugi gat ekki leyft sér að leigja geymslu undir bækurnar. Jóhannes Jónsson, heitinn, betur þekktur sem Jóhannes í Bónus, var á þessum tíma nýbúinn að opna Bónusverslun við Hallveigarstíg og brá Illugi á það ráð að spyrja Jóhannes hvort hann hefði aukapláss undir bækurnar sínar. Jóhannes varð við ósk Illuga og með hjálp húsvarðarins fékk Illugi að setja bókakassa í geymslu í kjallara hússins. Þar hafa bækurnar verið í áratug en sökum þess að verslunin Bónus lokar við Hallveigarstíg þurfti Illugi að sækja bókakassana sína. „Þær reyndust vera aðeins fleiri en mig minnti,“ skrifar Illugi. Aðspurður hvað hann hyggist gera við bækurnar segist Illugi þurfa að grisja safnið sitt enn á ný og koma hluta þeirra á góð heimili. Hann er þó viss um að hann muni finna ýmis „grundvallarrit“ eins og hann kemst sjálfur að orði enda mikill vinur bókarinnar. Þegar Illugi er spurður hvort hann eigi jafnvel enn stærra safn heima hjá sér svarar hann því til að honum hafi tekist að halda aftur að sér síðan þá.Hefur eitthvað, síðan þá, komið í stað bókarinnar?„Það mun aldrei neitt koma í stað bókarinnar,“ svarar Illugi fullur sannfæringar. Bókmenntir Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brotið á stjórnsýslulögum við meðferð hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira
Fyrir áratug var heimili Illuga Jökulssonar rithöfundar að „drukkna“ í bókum. Eftir að hann grisjaði tilkomumikið bókasafn sitt gat hann þó ekki hugsað sér með neinu móti að henda bókunum. Illugi segir frá þessu á Facebook síðu sinni. Árið 2009 voru landsmenn að kljást við efnahagshrunið og Illugi gat ekki leyft sér að leigja geymslu undir bækurnar. Jóhannes Jónsson, heitinn, betur þekktur sem Jóhannes í Bónus, var á þessum tíma nýbúinn að opna Bónusverslun við Hallveigarstíg og brá Illugi á það ráð að spyrja Jóhannes hvort hann hefði aukapláss undir bækurnar sínar. Jóhannes varð við ósk Illuga og með hjálp húsvarðarins fékk Illugi að setja bókakassa í geymslu í kjallara hússins. Þar hafa bækurnar verið í áratug en sökum þess að verslunin Bónus lokar við Hallveigarstíg þurfti Illugi að sækja bókakassana sína. „Þær reyndust vera aðeins fleiri en mig minnti,“ skrifar Illugi. Aðspurður hvað hann hyggist gera við bækurnar segist Illugi þurfa að grisja safnið sitt enn á ný og koma hluta þeirra á góð heimili. Hann er þó viss um að hann muni finna ýmis „grundvallarrit“ eins og hann kemst sjálfur að orði enda mikill vinur bókarinnar. Þegar Illugi er spurður hvort hann eigi jafnvel enn stærra safn heima hjá sér svarar hann því til að honum hafi tekist að halda aftur að sér síðan þá.Hefur eitthvað, síðan þá, komið í stað bókarinnar?„Það mun aldrei neitt koma í stað bókarinnar,“ svarar Illugi fullur sannfæringar.
Bókmenntir Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brotið á stjórnsýslulögum við meðferð hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira