Ófær um að eignast afkvæmi vegna of lítils lims Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. janúar 2019 19:13 Hektor mun að öllum líkindum ekki feðra nein afkvæmi. CEN/Zoo Poznan Nær fimmtugur caiman-krókódíll í Poznan dýragarðinum í Póllandi er ófær um að geta sér afkvæmi sökum óvenjulegs getnaðarlims hans. Krókódíllinn er einfaldlega með of lítinn lim. Krókódíllinn Hektor og maki hans, Luiza, hafa verið saman í dýragarðinum í að verða fimmtíu ár. Á þeim tíma hafa þau margsinnis reynt að fjölga sér en án árangurs. Krókódílaparið hefur fylgst að í gegnum ævina frá því þau komu í dýragarðinn í pólsku borginni árið 1973. Dýrgarðsstarfsfólki hafði lengi verið hulin ráðgáta hvers vegna skriðdýrin tvö hafi ekki getað eignast afkvæmi þar sem parið makist reglulega að sögn starfsfólks og hamagangurinn verði oft slíkur að vatnið í búri dýranna breytist hreinlega í froðu. Vandamál Hektors kom í ljós á dögunum þegar sérfróðir dýralæknar frá Þýskalandi komu til að líta á Hektor, en hann hafði verið lystarlaus og ekki viljað borða. Við skoðun kom í ljós að ekkert amaði að Hektori, en dýralæknarnir tóku þó eftir því að getnaðarlimur hans væri of lítill til þess að hann gæti getið afkvæmi. Í ofanálag við vandamál Hektors er parið nú talið of gamalt til þess að geta afkvæmi. Því verða Hektor og Luiza að láta sér félagsskap hvors annars nægja. Ekki er líklegt að afkvæmaleysið trufli þau skötuhjúin mikið, en þau eru afar hænd hvort að öðru miðað við tegund. Nánast óþekkt er að caiman-krókódílar makist til lífstíðar í sínu náttúrulega umhverfi.Hektor og Luiza hafa fylgst að í tæp fimmtíu ár.CEN/Zoo Poznan Dýr Pólland Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Nær fimmtugur caiman-krókódíll í Poznan dýragarðinum í Póllandi er ófær um að geta sér afkvæmi sökum óvenjulegs getnaðarlims hans. Krókódíllinn er einfaldlega með of lítinn lim. Krókódíllinn Hektor og maki hans, Luiza, hafa verið saman í dýragarðinum í að verða fimmtíu ár. Á þeim tíma hafa þau margsinnis reynt að fjölga sér en án árangurs. Krókódílaparið hefur fylgst að í gegnum ævina frá því þau komu í dýragarðinn í pólsku borginni árið 1973. Dýrgarðsstarfsfólki hafði lengi verið hulin ráðgáta hvers vegna skriðdýrin tvö hafi ekki getað eignast afkvæmi þar sem parið makist reglulega að sögn starfsfólks og hamagangurinn verði oft slíkur að vatnið í búri dýranna breytist hreinlega í froðu. Vandamál Hektors kom í ljós á dögunum þegar sérfróðir dýralæknar frá Þýskalandi komu til að líta á Hektor, en hann hafði verið lystarlaus og ekki viljað borða. Við skoðun kom í ljós að ekkert amaði að Hektori, en dýralæknarnir tóku þó eftir því að getnaðarlimur hans væri of lítill til þess að hann gæti getið afkvæmi. Í ofanálag við vandamál Hektors er parið nú talið of gamalt til þess að geta afkvæmi. Því verða Hektor og Luiza að láta sér félagsskap hvors annars nægja. Ekki er líklegt að afkvæmaleysið trufli þau skötuhjúin mikið, en þau eru afar hænd hvort að öðru miðað við tegund. Nánast óþekkt er að caiman-krókódílar makist til lífstíðar í sínu náttúrulega umhverfi.Hektor og Luiza hafa fylgst að í tæp fimmtíu ár.CEN/Zoo Poznan
Dýr Pólland Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira