Sjálfræði Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 29. janúar 2019 07:00 Umsagnarfrestur fyrir frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á lögum um þungunarrof – frumvarp sem í óbreyttri mynd heimilar þungunarrof til loka 22. viku þungunar – er liðinn og ef það er eitthvað sem blasir við þegar rýnt er í innsend erindi þá er það sú staðreynd að trúfélög eiga lítið erindi í þarfa umræðu um líkamlegt sjálfræði kvenna. Þetta ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart, enda hafa boðberar fagnaðarerindis af öllum gerðum gert tilkall til yfirráða yfir æxlunarfærum kvenna í gegnum aldirnar. Á sama tíma er gleðilegt að sjá þau jákvæðu viðbrögð sem frumvarpið fær frá þeim sem löngun hafa haft til að kynna sér málið af yfirvegun. Umræðan um þungunarrof verður aldrei einföld. Því sem betur fer eru skiptar skoðanir um málið. Við erum nefnilega svo lánsöm að búa í lýðræðislegu fjölhyggjusamfélagi þar sem allir eiga rétt á að koma sínum skoðunum á framfæri. En til þess að eiga farsæla umræðu um þungunarof þurfum við að hafa í huga hver kjarni málsins er í raun og veru. Í gær voru 84 ár síðan Ísland varð eitt fyrsta landið í heiminum til að lögleiða fóstureyðingar. Erfiður veruleiki fóstureyðinga hefur verið hluti af okkar samfélagi í hartnær öld, og engin breyting mun verða þar á í fyrirsjáanlegri framtíð. Umræðan um fóstureyðingar snýst því um ákveðna grunnþjónustu í okkar samfélagi og hvernig við veitum hana með skilvirkum og skynsamlegum hætti þar sem við virðum sjálfsákvörðunarrétt verðandi mæðra og, umfram allt, treystum dómgreind þeirra. Okkur ber skylda til að veita konum sem finna sig í þeirri átakanlegu stöðu að taka ákvörðun um framhald þungunar bestu mögulegu þjónustu, líkamlega og andlega. Það frumvarp sem nú er til umræðu byggir greinilega á þessari mikilvægu hugsjón og hún virðist vandlega rökstudd af nýjustu vísindum og þekkingu á þessu sviði. Og um leið ber að hafa í huga að örfá tilfelli á ári koma upp þar sem þungunarrof eftir 22. viku meðgöngu er gert. En með rýmri viðmiðunartíma fá verðandi foreldrar mun betri mynd af stöðu mála og heilsu ófædds barns. Þungunarrof er vafalaust siðferðilegt álitaefni, en það verður seint talið siðferðilegt vandamál. Sem álitamál á það erindi í upplýsta umræðu um hvenær líf raunverulega kviknar; af hverju sum pör vilja ekki eignast börn sem líklega munu glíma við fötlun, hver réttur ófædds barns er og önnur margslungin siðferðileg álitaefni. Baráttufólk fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna sem og þau sem eru á öndverðum meiði ættu að vera óhrædd við að ræða þessar mikilvægu spurningar. Það er hér, á vettvangi sálgæslu og stuðnings, sem trúfélög eiga að beita sér, líkt og þau hafa gert svo ágætlega í aldanna rás. Í komandi umræðu um þungunarrof munum við fylgjast með þeim sem sjá pólitísk sóknarfæri í fordæmingunni. Þau munu lítið hjálpa við að afmá þá skömm sem margir upplifa við þungunarrof og munu gera lítið úr þeim félagslegu aðstæðum sem oft og tíðum búa að baki ákvörðuninni. Þau sem raunverulega hafa áhuga á að hjálpa til munu yfirgefa skotgrafirnar, viðurkenna sjálfsákvörðunarrétt kvenna og stuðla að upplýstri ákvarðanatöku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Umsagnarfrestur fyrir frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á lögum um þungunarrof – frumvarp sem í óbreyttri mynd heimilar þungunarrof til loka 22. viku þungunar – er liðinn og ef það er eitthvað sem blasir við þegar rýnt er í innsend erindi þá er það sú staðreynd að trúfélög eiga lítið erindi í þarfa umræðu um líkamlegt sjálfræði kvenna. Þetta ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart, enda hafa boðberar fagnaðarerindis af öllum gerðum gert tilkall til yfirráða yfir æxlunarfærum kvenna í gegnum aldirnar. Á sama tíma er gleðilegt að sjá þau jákvæðu viðbrögð sem frumvarpið fær frá þeim sem löngun hafa haft til að kynna sér málið af yfirvegun. Umræðan um þungunarrof verður aldrei einföld. Því sem betur fer eru skiptar skoðanir um málið. Við erum nefnilega svo lánsöm að búa í lýðræðislegu fjölhyggjusamfélagi þar sem allir eiga rétt á að koma sínum skoðunum á framfæri. En til þess að eiga farsæla umræðu um þungunarof þurfum við að hafa í huga hver kjarni málsins er í raun og veru. Í gær voru 84 ár síðan Ísland varð eitt fyrsta landið í heiminum til að lögleiða fóstureyðingar. Erfiður veruleiki fóstureyðinga hefur verið hluti af okkar samfélagi í hartnær öld, og engin breyting mun verða þar á í fyrirsjáanlegri framtíð. Umræðan um fóstureyðingar snýst því um ákveðna grunnþjónustu í okkar samfélagi og hvernig við veitum hana með skilvirkum og skynsamlegum hætti þar sem við virðum sjálfsákvörðunarrétt verðandi mæðra og, umfram allt, treystum dómgreind þeirra. Okkur ber skylda til að veita konum sem finna sig í þeirri átakanlegu stöðu að taka ákvörðun um framhald þungunar bestu mögulegu þjónustu, líkamlega og andlega. Það frumvarp sem nú er til umræðu byggir greinilega á þessari mikilvægu hugsjón og hún virðist vandlega rökstudd af nýjustu vísindum og þekkingu á þessu sviði. Og um leið ber að hafa í huga að örfá tilfelli á ári koma upp þar sem þungunarrof eftir 22. viku meðgöngu er gert. En með rýmri viðmiðunartíma fá verðandi foreldrar mun betri mynd af stöðu mála og heilsu ófædds barns. Þungunarrof er vafalaust siðferðilegt álitaefni, en það verður seint talið siðferðilegt vandamál. Sem álitamál á það erindi í upplýsta umræðu um hvenær líf raunverulega kviknar; af hverju sum pör vilja ekki eignast börn sem líklega munu glíma við fötlun, hver réttur ófædds barns er og önnur margslungin siðferðileg álitaefni. Baráttufólk fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna sem og þau sem eru á öndverðum meiði ættu að vera óhrædd við að ræða þessar mikilvægu spurningar. Það er hér, á vettvangi sálgæslu og stuðnings, sem trúfélög eiga að beita sér, líkt og þau hafa gert svo ágætlega í aldanna rás. Í komandi umræðu um þungunarrof munum við fylgjast með þeim sem sjá pólitísk sóknarfæri í fordæmingunni. Þau munu lítið hjálpa við að afmá þá skömm sem margir upplifa við þungunarrof og munu gera lítið úr þeim félagslegu aðstæðum sem oft og tíðum búa að baki ákvörðuninni. Þau sem raunverulega hafa áhuga á að hjálpa til munu yfirgefa skotgrafirnar, viðurkenna sjálfsákvörðunarrétt kvenna og stuðla að upplýstri ákvarðanatöku.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun