Stjórnarandstöðuleiðtogi óvænt kosinn til embættis forseta í Kongó Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2019 10:24 Felix Tshisekedi. AP/Ben Curtis Frambjóðandi stjórnarandstöðunnar í forsetakosningunum í Lýðveldinu Kongó, Felix Tshisekedi, fór óvænt með sigur af hólmi í kosningunum, að því er kjörstjórn landsins greinir frá. Bráðabirgðatölur benda til þessa en tveir aðrir voru í framboði, annar úr stjórnarandstöðunni og síðan frambjóðandi ráðandi afla í landinu, Emmanuel Shadary. Yfirmaður kjörstjórnarinnar segir Tshisekedi hafa fengið 38,5 prósent atkvæða í kosningunum. Ef Tshisekedi verður lýstur sigurvegari verður það í fyrsta sinn sem einhverjum úr stjórnarandstöðunni tekst að bera sigur úr býtum í kosningum frá því landið öðlaðist sjálfstæði. Núverandi forseti, Joseph Kabila, mun nú láta af völdum, eftir átján ár á forsetastóli. Verði niðurstaðan staðfest verður þetta í fyrsta sinn sem stjórnarandstaða Kongó ber sigur úr bítum í kosningum frá því ríkið fékk sjálfstæði frá Belgíu árið 1960. Óttast er að tilkynningin muni leiða til ofbeldis í Kongó en slíkt hefur ávallt gerst í kjölfar kosninga þar í landi. Kosningunum hafði verið frestað í tvö ár vegna ýmissa vandræða við framkvæmd þeirra.Sjá einnig: Sögulegar en umdeildar kosningar í KongóFayulu, sem var í öðru sæti, hefur ekki tekið yfirlýsingu kjörstjórnar vel og sakar Tshisekedi um valdarán. Þá hefur fylking Shadary og Kabila ekki mótmælt niðurstöðunum sem hefur leitt til þess að margir hafa sakað Tshisekedi um að starfa með ríkisstjórninni. Hann sé í raun handbendi Kabila. Yfirvöld Frakklands segja niðurstöður kjörstjórnarinnar ekki í samræmi við þau gögn sem eftirlitsaðilar kaþólsku kirkjunnar söfnuðu. Kirkjan var með eftirlitsaðila um landið allt þegar kosningarnar fóru fram.Kjörsókn er sögð hafa verið 48 prósent og fékk Tshisekedi sjö milljónir atkvæða. Fayulu fékk 6,4 milljónir og Shadary fékk 4,4 milljónir atkvæða. Afríka Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Frambjóðandi stjórnarandstöðunnar í forsetakosningunum í Lýðveldinu Kongó, Felix Tshisekedi, fór óvænt með sigur af hólmi í kosningunum, að því er kjörstjórn landsins greinir frá. Bráðabirgðatölur benda til þessa en tveir aðrir voru í framboði, annar úr stjórnarandstöðunni og síðan frambjóðandi ráðandi afla í landinu, Emmanuel Shadary. Yfirmaður kjörstjórnarinnar segir Tshisekedi hafa fengið 38,5 prósent atkvæða í kosningunum. Ef Tshisekedi verður lýstur sigurvegari verður það í fyrsta sinn sem einhverjum úr stjórnarandstöðunni tekst að bera sigur úr býtum í kosningum frá því landið öðlaðist sjálfstæði. Núverandi forseti, Joseph Kabila, mun nú láta af völdum, eftir átján ár á forsetastóli. Verði niðurstaðan staðfest verður þetta í fyrsta sinn sem stjórnarandstaða Kongó ber sigur úr bítum í kosningum frá því ríkið fékk sjálfstæði frá Belgíu árið 1960. Óttast er að tilkynningin muni leiða til ofbeldis í Kongó en slíkt hefur ávallt gerst í kjölfar kosninga þar í landi. Kosningunum hafði verið frestað í tvö ár vegna ýmissa vandræða við framkvæmd þeirra.Sjá einnig: Sögulegar en umdeildar kosningar í KongóFayulu, sem var í öðru sæti, hefur ekki tekið yfirlýsingu kjörstjórnar vel og sakar Tshisekedi um valdarán. Þá hefur fylking Shadary og Kabila ekki mótmælt niðurstöðunum sem hefur leitt til þess að margir hafa sakað Tshisekedi um að starfa með ríkisstjórninni. Hann sé í raun handbendi Kabila. Yfirvöld Frakklands segja niðurstöður kjörstjórnarinnar ekki í samræmi við þau gögn sem eftirlitsaðilar kaþólsku kirkjunnar söfnuðu. Kirkjan var með eftirlitsaðila um landið allt þegar kosningarnar fóru fram.Kjörsókn er sögð hafa verið 48 prósent og fékk Tshisekedi sjö milljónir atkvæða. Fayulu fékk 6,4 milljónir og Shadary fékk 4,4 milljónir atkvæða.
Afríka Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira