Eigandi Kúrekanna borgaði meira fyrir nýju snekkjuna en fyrir félagið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2019 23:00 Jerry Jones, eigandi Dallas Cowboys. Getty/Joe Robbins Jerry Jones, eigandi Dallas Cowboys, er einn sá litríkasti í NFL-deildinni og hann er mjög kátur þessa dagana enda gengur vel hjá hans liði. Dallas Cowboys komst í úrslitakeppnina og vann þar sinn fyrsta leik. Liðið er eitt af átta liðum sem eru enn á lífi í baráttunni um sæti í Super Bowl 2019. Komandi frá Texas, þar sem allt er sagt stærra en annarsstaðar, þá ákvað Jerry Jones að láta sérhanna fyrir sig nýja lystisnekkju. Jones borgaði 250 milljónir dollara fyrir snekkjuna eða 29,8 milljarða íslenska króna. Hann nefndi hana síðan eftir eiginkonu sinni Gene (Eugenia). Jerry Jones's new superyacht boasts two helipads, a spa, gym, beach club and can accommodate 14 passengers and 20 crew members. It cost more than he paid for the Dallas Cowboys. https://t.co/TGz3BPLoTW — Post Sports (@PostSports) January 10, 2019 Það er líka allt til alls í lystisnekkjunni sem er 109 metrar á lengd. Á snekkjunni eru meðal annars tveir þyrlupallar, heilsulind, líkamsræktarstöð, sundlaug og strandklúbbur og hún getur tekið á móti fjórtán farþegum. Það þarf tuttugu manna starfslið í hverja ferð. Nú hafa menn grafið það upp að lystisnekkjan hafi verið dýrari en Dallas Cowboys liðið. Jerry Jones borgaði 150 milljónir dollara fyrir Kúrekana árið 1989 en það er reyndar eins og að borga 290 milljónir dollara fyrir það í dag. Forbes telur að Dallas Cowboys sé verðmætasta íþróttafélag heims í dag og metur það á rétt tæplega fimm milljarða dollara. Jones getur þó ekki búist við því að snekkjan hækki svo mikið í verði á næstu þrjátíu árum. Jerry Jones' new $250 million yacht costs more than what he paid for the Dallas Cowboys back in 1989: https://t.co/EhgyRP9yeapic.twitter.com/LiMoDMlpgs — ForbesLife (@ForbesLife) January 10, 2019 Eignir Jones telja um 6,8 milljarða dollara í dag að mati Forbes eða um 810 milljarða íslenskra króna. Hann hefur því alveg efni á því að kaupa sér 250 milljón dollara snekkju. Dallas Cowboys liðið spilar næst í úrslitakeppni NFL-deildarinnar um helgina þegar liðið heimsækir Los Angeles Rams til LA. Það má bóka það að Jerry Jones verður á staðnum en ekki alveg en víst að hann ferðist til Los Angeles á snekkjunni sinni. Leikur Los Angeles Rams og Dallas Cowboys hefst klukkan korter yfir eitt aðfaranótt sunnudagsins og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Allir fjórir leikir úrslitakeppninnar um helgina verða sýndir beint á sportstöðvum Stöðvar tvö.Leikir helgarinnar eru:Laugardagur klukkan 21:20 á S2 Sport Kansas City Chiefs - Indianapolis ColtsLaugardagur klukkan 1:05 á S2 Sport LA Rams - Dallas CowboysSunnudagur klukkan 17:55 á S2 Sport 2 New England Patriots - LA ChargersSunnudagur klukkan 21:30 á S2 Sport 2 New Orleans Saints - Philadelphia Eagles NFL Ofurskálin Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH Sjá meira
Jerry Jones, eigandi Dallas Cowboys, er einn sá litríkasti í NFL-deildinni og hann er mjög kátur þessa dagana enda gengur vel hjá hans liði. Dallas Cowboys komst í úrslitakeppnina og vann þar sinn fyrsta leik. Liðið er eitt af átta liðum sem eru enn á lífi í baráttunni um sæti í Super Bowl 2019. Komandi frá Texas, þar sem allt er sagt stærra en annarsstaðar, þá ákvað Jerry Jones að láta sérhanna fyrir sig nýja lystisnekkju. Jones borgaði 250 milljónir dollara fyrir snekkjuna eða 29,8 milljarða íslenska króna. Hann nefndi hana síðan eftir eiginkonu sinni Gene (Eugenia). Jerry Jones's new superyacht boasts two helipads, a spa, gym, beach club and can accommodate 14 passengers and 20 crew members. It cost more than he paid for the Dallas Cowboys. https://t.co/TGz3BPLoTW — Post Sports (@PostSports) January 10, 2019 Það er líka allt til alls í lystisnekkjunni sem er 109 metrar á lengd. Á snekkjunni eru meðal annars tveir þyrlupallar, heilsulind, líkamsræktarstöð, sundlaug og strandklúbbur og hún getur tekið á móti fjórtán farþegum. Það þarf tuttugu manna starfslið í hverja ferð. Nú hafa menn grafið það upp að lystisnekkjan hafi verið dýrari en Dallas Cowboys liðið. Jerry Jones borgaði 150 milljónir dollara fyrir Kúrekana árið 1989 en það er reyndar eins og að borga 290 milljónir dollara fyrir það í dag. Forbes telur að Dallas Cowboys sé verðmætasta íþróttafélag heims í dag og metur það á rétt tæplega fimm milljarða dollara. Jones getur þó ekki búist við því að snekkjan hækki svo mikið í verði á næstu þrjátíu árum. Jerry Jones' new $250 million yacht costs more than what he paid for the Dallas Cowboys back in 1989: https://t.co/EhgyRP9yeapic.twitter.com/LiMoDMlpgs — ForbesLife (@ForbesLife) January 10, 2019 Eignir Jones telja um 6,8 milljarða dollara í dag að mati Forbes eða um 810 milljarða íslenskra króna. Hann hefur því alveg efni á því að kaupa sér 250 milljón dollara snekkju. Dallas Cowboys liðið spilar næst í úrslitakeppni NFL-deildarinnar um helgina þegar liðið heimsækir Los Angeles Rams til LA. Það má bóka það að Jerry Jones verður á staðnum en ekki alveg en víst að hann ferðist til Los Angeles á snekkjunni sinni. Leikur Los Angeles Rams og Dallas Cowboys hefst klukkan korter yfir eitt aðfaranótt sunnudagsins og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Allir fjórir leikir úrslitakeppninnar um helgina verða sýndir beint á sportstöðvum Stöðvar tvö.Leikir helgarinnar eru:Laugardagur klukkan 21:20 á S2 Sport Kansas City Chiefs - Indianapolis ColtsLaugardagur klukkan 1:05 á S2 Sport LA Rams - Dallas CowboysSunnudagur klukkan 17:55 á S2 Sport 2 New England Patriots - LA ChargersSunnudagur klukkan 21:30 á S2 Sport 2 New Orleans Saints - Philadelphia Eagles
NFL Ofurskálin Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH Sjá meira