Hinn 31 árs gamli Tebow tilkynnti um trúlofunina á Instagram þar sem hann sést fara niður á hnéð og biðja NelPeters.
@demileighnp Thank you for saying YES and making me the happiest man in the world. You’re the love of my life, and I can’t wait to spend the rest of my life with you. @kellybramanphotographyView this post on Instagram
A post shared by Tim Tebow (@timtebow) on Jan 10, 2019 at 11:24am PST
Nel-Peters er 23 ára og kemur frá Suður-Afríku. Hún vann Miss Universe fegurðarsamkeppnina árið 2017.
Tebow sló ungur í gegn í bandarísku íþróttalífi er hann var leikstjórnandi í ruðningsliði Florida-háskólans. Þar vann hann hin eftirsóttu Heisman-verðlaun sem besti leikmaður háskólaboltans fær.
Hann varð svo heimsfrægur er hann sló í gegn sem leikstjórnandi Denver Broncos. Ferill hans fór svo fljótt niður á við en aðallega þar sem hann fékk ekki nein alvöru tækifæri.
Í dag spilar hann hafnabolta fyrir neðrideildarlið New York Mets og dreymir um að komast í MLB-deildina. Hann hefur staðið sig ágætlega í hafnaboltanum.