Einar Kárason úti í kuldanum við úthlutun listamannalauna Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Þórarinn Þórarinsson skrifar 12. janúar 2019 00:01 Einar Kárason á að baki 40 ára farsælan rithöfundarferil en fær ekki krónu í listamannalaun. Fréttablaðið/Anton Brink „Ég er ekki búinn að fá neitt. Hef ekkert bréf fengið eða neitt. Er ég bara ekki á listanum?“ segir Einar Kárason rithöfundur við frettabladid.is aðspurður um viðbrögð sín við að hafa ekki fengið úthlutað úr launasjóði listamanna. Kunngert var í gær hverjir fengju listamannalaun úr ríkissjóði samkvæmt ákvörðunum úthlutunarnefnda Launasjóðs listamanna. Alls bárust 890 umsóknir um starfslaun frá einstaklingum og hópum. Starfslaun listamanna eru 392.498 krónur á mánuði samkvæmt fjárlögum. Meðal þjóðþekktra rithöfunda sem ekki fá listamannalaun eru Einar Kárason, Hallgrímur Helgason og Auður Ava Ólafsdóttir. Hallgrímur kveðst hafa dregið umsókn sína til baka þar sem hann seldi vel fyrir jólin og Auður Ava Ólafsdóttir gerði slíkt hið sama eftir að hafa unnið til bókmenntaverðlauna Norðurlandanna. Öðru máli gegnir um Einar Kárason sem sækir um árlega. Hann fékk laun til sex mánaða á síðasta ári og níu mánuði þar á undan. „Ég á ekki til orð. Hvaða djöfulsins rugl er þetta,“ segir Einar. „Þetta er bara mjög skrítið. Í rauninni finnst mér að í öllum öðrum starfsgreinum hefði mönnum nú bara verið boðinn starfslokasamningur eða eitthvað. Ég er búinn að hafa atvinnu af þessu í fjörutíu ár, og þetta er það eina sem ég lifi á. Þetta er furðulegt,“ segir hann. Þórunn Jarla Valdimarsdóttir upplýsti á Facebook í gær að hún fengi listamannalaun í níu mánuði að þessu sinni en ekki tólf „eins og venjulega“, og veltir fyrir sér hvort verið sé að refsa henni fyrir góða sölu. Þessi niðurstaða ýti henni yfir í fræðimennsku hluta úr árinu svo hún megi sækja þá þrjá mánuði sem upp á vantar í slíka sjóði. Valur Gunnarsson fer bónleiður til búðar eina ferðina enn og sagði á Facebook: „Engin ritlaun í ár heldur. Spariféð þurrkaðist út í gengishruni haustsins. Ef LÍN bregst mér endanlega fer ástandið að verða ansi tvísýnt.“ Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, var einnig dapur í bragði á Twitter þar sem hann sagðist vera í vinnu núna en ef hann efist um sjálfan sig muni allt hrynja. „Því var ekki gaman að láta synja sér um ritlaun,“ tísti hann. Það eru ekki aðeins rithöfundar sem fá listamannalaun. Þau eru einnig veitt myndlistarmönnum, tónskáldum, tónlistarflytjendum, hönnuðum og sviðslistafólki og -hópum. Listamannalaun eru veitt frá einum mánuði upp í allt að átján í tilviki Hrafnhildar Arnardóttur myndlistarmanns. Alls voru umsækjendur 1.543 og sóttu um samtals sextán hundruð mánaðarlaun. Af þeim fengu 358 listamannalaun. Heildarlista yfir úthlutunina og nánari umfjöllun er að finna á frettabladid.is. Birtist í Fréttablaðinu Listamannalaun Mest lesið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Ég er ekki búinn að fá neitt. Hef ekkert bréf fengið eða neitt. Er ég bara ekki á listanum?“ segir Einar Kárason rithöfundur við frettabladid.is aðspurður um viðbrögð sín við að hafa ekki fengið úthlutað úr launasjóði listamanna. Kunngert var í gær hverjir fengju listamannalaun úr ríkissjóði samkvæmt ákvörðunum úthlutunarnefnda Launasjóðs listamanna. Alls bárust 890 umsóknir um starfslaun frá einstaklingum og hópum. Starfslaun listamanna eru 392.498 krónur á mánuði samkvæmt fjárlögum. Meðal þjóðþekktra rithöfunda sem ekki fá listamannalaun eru Einar Kárason, Hallgrímur Helgason og Auður Ava Ólafsdóttir. Hallgrímur kveðst hafa dregið umsókn sína til baka þar sem hann seldi vel fyrir jólin og Auður Ava Ólafsdóttir gerði slíkt hið sama eftir að hafa unnið til bókmenntaverðlauna Norðurlandanna. Öðru máli gegnir um Einar Kárason sem sækir um árlega. Hann fékk laun til sex mánaða á síðasta ári og níu mánuði þar á undan. „Ég á ekki til orð. Hvaða djöfulsins rugl er þetta,“ segir Einar. „Þetta er bara mjög skrítið. Í rauninni finnst mér að í öllum öðrum starfsgreinum hefði mönnum nú bara verið boðinn starfslokasamningur eða eitthvað. Ég er búinn að hafa atvinnu af þessu í fjörutíu ár, og þetta er það eina sem ég lifi á. Þetta er furðulegt,“ segir hann. Þórunn Jarla Valdimarsdóttir upplýsti á Facebook í gær að hún fengi listamannalaun í níu mánuði að þessu sinni en ekki tólf „eins og venjulega“, og veltir fyrir sér hvort verið sé að refsa henni fyrir góða sölu. Þessi niðurstaða ýti henni yfir í fræðimennsku hluta úr árinu svo hún megi sækja þá þrjá mánuði sem upp á vantar í slíka sjóði. Valur Gunnarsson fer bónleiður til búðar eina ferðina enn og sagði á Facebook: „Engin ritlaun í ár heldur. Spariféð þurrkaðist út í gengishruni haustsins. Ef LÍN bregst mér endanlega fer ástandið að verða ansi tvísýnt.“ Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, var einnig dapur í bragði á Twitter þar sem hann sagðist vera í vinnu núna en ef hann efist um sjálfan sig muni allt hrynja. „Því var ekki gaman að láta synja sér um ritlaun,“ tísti hann. Það eru ekki aðeins rithöfundar sem fá listamannalaun. Þau eru einnig veitt myndlistarmönnum, tónskáldum, tónlistarflytjendum, hönnuðum og sviðslistafólki og -hópum. Listamannalaun eru veitt frá einum mánuði upp í allt að átján í tilviki Hrafnhildar Arnardóttur myndlistarmanns. Alls voru umsækjendur 1.543 og sóttu um samtals sextán hundruð mánaðarlaun. Af þeim fengu 358 listamannalaun. Heildarlista yfir úthlutunina og nánari umfjöllun er að finna á frettabladid.is.
Birtist í Fréttablaðinu Listamannalaun Mest lesið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira