Aftur var hægt að næla sér í hræódýra miða á fyrsta farrými vegna mistaka Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. janúar 2019 08:07 Flugfélagið á í talsverðum erfiðleikum. Getty/Rodrigo Machado Í annað sinn á innan við tveimur vikum nældu heppnir viðskiptavinir flugfélagsins Cathay Pacific sér í hræódýra miða á fyrsta farrými vegna mistaka í bókunarkerfi flugfélagsins. Aftur mun flugfélagið ekki fara fram á það að fullt verð verði greitt fyrir miðana. BBC greinir frá. Vökulir viðskiptavinir gátu nælt sér í flugmiða á fyrsta farrými á leið félagsins frá Hong Kong til Lissabon í Portúgal, í gegnum London, fyrir aðeins 1.512 dollara, því sem nemur 180 þúsund krónum. Sambærilegur flugmiði með stoppi í Frankfurt á að kosta 16 þúsund dollara, um 1,9 milljónir króna. Miðarnir sem um ræðir voru í boði á vefsíðu félagsins í gær. Flugfélagið segir að gerð hafi verið mistök sem verði rannsökuð. Í byrjun ársins gátu viðskiptavinir Cathay nælt sér í miða í flug á milli Víetnam og New York, fram og til baka, í ágúst næstkomandi sem viðskiptavinirnir greiddu um 675 bandaríkjadali fyrir, eða um 78 þúsund íslenskar krónur. Mistök voru þá einnig gerð að sögn flugfélagsins. Mistökin eru sögð kóróna erfitt rekstrarár hjá Cathay Pacific, sem hefur verið rekið með tapi undanfarin tvö ár. Félagið, sem gerir út frá Hong Kong, er sagt hafa átt erfitt með að bregðast við síharðnandi samkeppni í fluggeiranum, ekki síst með tilkomu fjölda lággjaldaflugfélaga í Suðaustur-Asíu. Þá rataði flugfélagið í fréttirnar í september síðastliðnum þegar það neyddist til að senda eina vélina sína aftur í sprautun. Ástæðan var innsláttarvilla í nafni félagsins, fyrir vikið stóð „Cathay Paciic“ á vélinni. Mánuði síðar var gerð tölvuárás á höfuðstöðvar flugfélagsins og náðu tölvuþrjótar að stela persónuupplýsingum næstum 9,4 milljón viðskiptavina Cathay Pacific. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Nældu sér í hræódýra miða á fyrsta farrými vegna mistaka flugfélagsins Flugfélagið Cathay Pacific segist ekki ætla að fara fram á að viðskiptavinir, sem nældu sér í flugmiða á fyrsta farrými á spottprís, greiði fullt verð fyrir miðana. 2. janúar 2019 10:19 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Í annað sinn á innan við tveimur vikum nældu heppnir viðskiptavinir flugfélagsins Cathay Pacific sér í hræódýra miða á fyrsta farrými vegna mistaka í bókunarkerfi flugfélagsins. Aftur mun flugfélagið ekki fara fram á það að fullt verð verði greitt fyrir miðana. BBC greinir frá. Vökulir viðskiptavinir gátu nælt sér í flugmiða á fyrsta farrými á leið félagsins frá Hong Kong til Lissabon í Portúgal, í gegnum London, fyrir aðeins 1.512 dollara, því sem nemur 180 þúsund krónum. Sambærilegur flugmiði með stoppi í Frankfurt á að kosta 16 þúsund dollara, um 1,9 milljónir króna. Miðarnir sem um ræðir voru í boði á vefsíðu félagsins í gær. Flugfélagið segir að gerð hafi verið mistök sem verði rannsökuð. Í byrjun ársins gátu viðskiptavinir Cathay nælt sér í miða í flug á milli Víetnam og New York, fram og til baka, í ágúst næstkomandi sem viðskiptavinirnir greiddu um 675 bandaríkjadali fyrir, eða um 78 þúsund íslenskar krónur. Mistök voru þá einnig gerð að sögn flugfélagsins. Mistökin eru sögð kóróna erfitt rekstrarár hjá Cathay Pacific, sem hefur verið rekið með tapi undanfarin tvö ár. Félagið, sem gerir út frá Hong Kong, er sagt hafa átt erfitt með að bregðast við síharðnandi samkeppni í fluggeiranum, ekki síst með tilkomu fjölda lággjaldaflugfélaga í Suðaustur-Asíu. Þá rataði flugfélagið í fréttirnar í september síðastliðnum þegar það neyddist til að senda eina vélina sína aftur í sprautun. Ástæðan var innsláttarvilla í nafni félagsins, fyrir vikið stóð „Cathay Paciic“ á vélinni. Mánuði síðar var gerð tölvuárás á höfuðstöðvar flugfélagsins og náðu tölvuþrjótar að stela persónuupplýsingum næstum 9,4 milljón viðskiptavina Cathay Pacific.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Nældu sér í hræódýra miða á fyrsta farrými vegna mistaka flugfélagsins Flugfélagið Cathay Pacific segist ekki ætla að fara fram á að viðskiptavinir, sem nældu sér í flugmiða á fyrsta farrými á spottprís, greiði fullt verð fyrir miðana. 2. janúar 2019 10:19 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Nældu sér í hræódýra miða á fyrsta farrými vegna mistaka flugfélagsins Flugfélagið Cathay Pacific segist ekki ætla að fara fram á að viðskiptavinir, sem nældu sér í flugmiða á fyrsta farrými á spottprís, greiði fullt verð fyrir miðana. 2. janúar 2019 10:19