Endurskipulagning Marorku gengur vel Helgi Vífill Júlíusson skrifar 16. janúar 2019 07:45 Darri Gunnarsson, framkvæmdastjóri Marorku Endurskipulagning rekstrar Marorku, sem selur orkustjórnunarkerfi og hugbúnað í stór skip, hefur gengið vel og framlegð var jákvæð á árinu 2018 þrátt fyrir að rekstrarkostnaður fyrstu fimm mánuði ársins hafi verið í hlutfalli við fyrri umsvif. Það er mat stjórnenda þegar litið er til þeirra þátta sem áunnust á árinu 2018 að framtíðarhorfur félagsins séu jákvæðar. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2017. Upplýst var í mars á liðnu ári að lykilstarfsmenn Marorku hefðu fest kaup á íslenskri starfsemi fyrirtækisins og dótturfélagi í Singapúr til að tryggja rekstrarhæfi þess. Seljandinn var þrotabú móðurfélags Marorku. Fyrirtækið var danskt og bar nafnið Marorka International A/S. Það var aftur í eigu þýska fjárfestingarsjóðsins Mayfair. Við kaupin áttu nýir eigendur eftir að semja við starfsmenn, kröfuhafa og fjárfesta um næstu skref. Við gjaldþrot móðurfélagsins lokaði Mayfair á frekari fjármögnun til Marorku á Íslandi. Fram að því hafði sjóðurinn fjármagnað rekstur fyrirtækisins með lánum og hlutafjárframlögum. Marorka tapaði 2,1 milljón evra, jafnvirði 292 milljóna króna, árið 2017 samanborið við 2,6 milljóna evra tap árið áður. Endurskoðendur félagsins benda á að skammtímaskuldir séu hærri en veltufjármunir sem nemur 4,3 milljónum evra. Tekjurnar jukust úr 2,5 milljónum evra í 3,4 milljónir. Við kaup lykilstjórnendanna voru skuldir Marorku við móðurfélagið Marorka International A/S og systurfélagið Marorka A/S afskrifaðar. „Starfsfólki var fækkað og samið var við fráfarandi starfsmenn um starfslok. Rekstur félagsins var endurskipulagður, samið var við lánardrottna um eftirgjöf hluta krafna og greiðslufresti eftirstöðva. Samið var við leigusala um fyrirvaralausa uppsögn leigusamnings samhliða gerð nýs samnings um hagstæðari húsnæðiskost,“ segir í ársreikningi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Sjá meira
Endurskipulagning rekstrar Marorku, sem selur orkustjórnunarkerfi og hugbúnað í stór skip, hefur gengið vel og framlegð var jákvæð á árinu 2018 þrátt fyrir að rekstrarkostnaður fyrstu fimm mánuði ársins hafi verið í hlutfalli við fyrri umsvif. Það er mat stjórnenda þegar litið er til þeirra þátta sem áunnust á árinu 2018 að framtíðarhorfur félagsins séu jákvæðar. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2017. Upplýst var í mars á liðnu ári að lykilstarfsmenn Marorku hefðu fest kaup á íslenskri starfsemi fyrirtækisins og dótturfélagi í Singapúr til að tryggja rekstrarhæfi þess. Seljandinn var þrotabú móðurfélags Marorku. Fyrirtækið var danskt og bar nafnið Marorka International A/S. Það var aftur í eigu þýska fjárfestingarsjóðsins Mayfair. Við kaupin áttu nýir eigendur eftir að semja við starfsmenn, kröfuhafa og fjárfesta um næstu skref. Við gjaldþrot móðurfélagsins lokaði Mayfair á frekari fjármögnun til Marorku á Íslandi. Fram að því hafði sjóðurinn fjármagnað rekstur fyrirtækisins með lánum og hlutafjárframlögum. Marorka tapaði 2,1 milljón evra, jafnvirði 292 milljóna króna, árið 2017 samanborið við 2,6 milljóna evra tap árið áður. Endurskoðendur félagsins benda á að skammtímaskuldir séu hærri en veltufjármunir sem nemur 4,3 milljónum evra. Tekjurnar jukust úr 2,5 milljónum evra í 3,4 milljónir. Við kaup lykilstjórnendanna voru skuldir Marorku við móðurfélagið Marorka International A/S og systurfélagið Marorka A/S afskrifaðar. „Starfsfólki var fækkað og samið var við fráfarandi starfsmenn um starfslok. Rekstur félagsins var endurskipulagður, samið var við lánardrottna um eftirgjöf hluta krafna og greiðslufresti eftirstöðva. Samið var við leigusala um fyrirvaralausa uppsögn leigusamnings samhliða gerð nýs samnings um hagstæðari húsnæðiskost,“ segir í ársreikningi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Sjá meira