Um 90 prósent nemenda segjast líða vel í skóla Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2019 10:14 Um 10 prósent nemenda segjast ekki líða vel í skólanum en 2,7-4,2 prósent nemenda líður mjög illa. vísir/hanna Um 90 prósent nemenda i 6., 8. og 10. bekk grunnskóla á Íslandi segjast líða þokkalega eða mjög vel í skólanum. Um 10 prósent nemenda segjast ekki líða vel í skólanum en 2,7-4,2 prósent nemenda líður mjög illa. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum Rannsóknarstofu í tómstundafræðum Háskóla Íslands, Heilsa og lífskjör skólanema, sem unnin var að tilstuðlan Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Í frétt á vef menntamálaráðuneytisins segir að flestir nemendur telji að kennurum sé annt um sig eða um 81 prósent nemenda í 6. bekk og 65 prósent í 10. Bekk. Sé það jákvæð niðurstaða og rími vel við almenna vellíðan nemenda í skólum landsins. Langflestir treysti kennara sínum vel og virðist það eiga við nemendur í öllum landshlutum. Niðurstöður rannsóknarinnar byggja á svörum rúmlega sjö þúsund nemenda á landinu öllu sem þátt tóku í rannsókninni á síðasta ári. Rannsóknin er lögð fyrir á fjögurra ára fresti fyrir nemendur í 6., 8. og 10. bekk.Lilja Alfreðsdóttir er menntamálaráðherra.Vísir/VilhelmTraust til kennara Haft er eftir Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra að niðurstöður rannsóknarinnar séu bæði gagnlegar og forvitnilegar. Það sé virkilega ánægjulegt að sjá hversu mikið traust nemendur virðast bera til kennara sinna. „Ég tel það skipta miklu fyrir vellíðan og árangur í skólakerfinu. Það sýnir sig einnig í öðrum gögnum, svo sem frá OECD, þar sem fram kemur að einn meginstyrkleiki íslenska menntakerfisins séu góð samskipti nemenda og kennara,“ segir Lilja. Í tilkynningunni segir að spurt hafi verið um líkamsrækt og hreyfingu í rannsókninni og hafi verið litið til landsins í heild. Komi í ljós að flestir nemendur í öllum aldurshópum hreyfi sig reglulega. „Athygli vekur hve margir nemendur hreyfa sig a.m.k. 60 mínútur fjóra daga í viku eða oftar í öllum aldurshópum sem verður að teljast mjög jákvæð niðurstaða. Nokkuð dregur úr hreyfingu með hækkandi aldri og í 10. bekk svöruðu 8,2% nemenda því til að þau hefðu ekki hreyft sig undanfarna sjö daga. Matarvenjur nemenda virðast einnig vera nokkuð góðar en ávaxta- og grænmetisneysla er mjög almenn meðal nemenda og mjög lítill hluti þeirra segist aldrei neyta slíkra vara. Samkvæmt skýrslunni virðist vera aukning á neyslu orkudrykkja með hækkandi aldri á milli kannana,“ segir um niðurstöðu rannsóknarinnar.Einelti og áfengis- og vímuefnaneysla Nokkur breytileiki virðist vera milli landshluta á tíðni þolenda eineltis sem almennt sé frekar lítið. Dregst tíðni saman eftir því sem ungmenni eldast og megi því segja að vel hafi tekist til í eineltisforvörnum í íslenskum skólum. „Áfengis- og vímuefnaneysla ungmenna á Íslandi er almennt lítil og um 70% nemenda hafa aldrei smakkað áfengi. Hins vegar reykja 5% nemenda í 10. bekk að staðaldri og 25% nemenda í 10. bekk hafa prófað rafrettur og er það hlutfall nokkuð misjafnt milli landshluta. Niðurstöður kannana Rannsókna og greiningar hafa einnig sýnt fram á góðan árangur í forvörnum á undanförnum áratugum. Eigi að síður þarf að viðhalda þeim árangri með áframhaldandi forvarnarstarfi þar sem nýjar áskoranir verða ávallt til staðar,“ segir í tilkynningunni. Skóla - og menntamál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Um 90 prósent nemenda i 6., 8. og 10. bekk grunnskóla á Íslandi segjast líða þokkalega eða mjög vel í skólanum. Um 10 prósent nemenda segjast ekki líða vel í skólanum en 2,7-4,2 prósent nemenda líður mjög illa. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum Rannsóknarstofu í tómstundafræðum Háskóla Íslands, Heilsa og lífskjör skólanema, sem unnin var að tilstuðlan Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Í frétt á vef menntamálaráðuneytisins segir að flestir nemendur telji að kennurum sé annt um sig eða um 81 prósent nemenda í 6. bekk og 65 prósent í 10. Bekk. Sé það jákvæð niðurstaða og rími vel við almenna vellíðan nemenda í skólum landsins. Langflestir treysti kennara sínum vel og virðist það eiga við nemendur í öllum landshlutum. Niðurstöður rannsóknarinnar byggja á svörum rúmlega sjö þúsund nemenda á landinu öllu sem þátt tóku í rannsókninni á síðasta ári. Rannsóknin er lögð fyrir á fjögurra ára fresti fyrir nemendur í 6., 8. og 10. bekk.Lilja Alfreðsdóttir er menntamálaráðherra.Vísir/VilhelmTraust til kennara Haft er eftir Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra að niðurstöður rannsóknarinnar séu bæði gagnlegar og forvitnilegar. Það sé virkilega ánægjulegt að sjá hversu mikið traust nemendur virðast bera til kennara sinna. „Ég tel það skipta miklu fyrir vellíðan og árangur í skólakerfinu. Það sýnir sig einnig í öðrum gögnum, svo sem frá OECD, þar sem fram kemur að einn meginstyrkleiki íslenska menntakerfisins séu góð samskipti nemenda og kennara,“ segir Lilja. Í tilkynningunni segir að spurt hafi verið um líkamsrækt og hreyfingu í rannsókninni og hafi verið litið til landsins í heild. Komi í ljós að flestir nemendur í öllum aldurshópum hreyfi sig reglulega. „Athygli vekur hve margir nemendur hreyfa sig a.m.k. 60 mínútur fjóra daga í viku eða oftar í öllum aldurshópum sem verður að teljast mjög jákvæð niðurstaða. Nokkuð dregur úr hreyfingu með hækkandi aldri og í 10. bekk svöruðu 8,2% nemenda því til að þau hefðu ekki hreyft sig undanfarna sjö daga. Matarvenjur nemenda virðast einnig vera nokkuð góðar en ávaxta- og grænmetisneysla er mjög almenn meðal nemenda og mjög lítill hluti þeirra segist aldrei neyta slíkra vara. Samkvæmt skýrslunni virðist vera aukning á neyslu orkudrykkja með hækkandi aldri á milli kannana,“ segir um niðurstöðu rannsóknarinnar.Einelti og áfengis- og vímuefnaneysla Nokkur breytileiki virðist vera milli landshluta á tíðni þolenda eineltis sem almennt sé frekar lítið. Dregst tíðni saman eftir því sem ungmenni eldast og megi því segja að vel hafi tekist til í eineltisforvörnum í íslenskum skólum. „Áfengis- og vímuefnaneysla ungmenna á Íslandi er almennt lítil og um 70% nemenda hafa aldrei smakkað áfengi. Hins vegar reykja 5% nemenda í 10. bekk að staðaldri og 25% nemenda í 10. bekk hafa prófað rafrettur og er það hlutfall nokkuð misjafnt milli landshluta. Niðurstöður kannana Rannsókna og greiningar hafa einnig sýnt fram á góðan árangur í forvörnum á undanförnum áratugum. Eigi að síður þarf að viðhalda þeim árangri með áframhaldandi forvarnarstarfi þar sem nýjar áskoranir verða ávallt til staðar,“ segir í tilkynningunni.
Skóla - og menntamál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent