Á sama stað á sama tíma að ári Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. janúar 2019 08:30 Lítið gengur hjá Marco Silva og félögum sem hafa aðeins unnið einn af síðustu átta leikjum sínum. Vísir/EPA Hjá Everton byrjaði árið 2019 eins og árið 2018 endaði; með tapi. Leicester City gerði góða ferð til Liverpool í gær og vann 0-1 útisigur á Everton. Jamie Vardy skoraði eina mark leiksins sem var jafnframt fyrsta mark ársins 2019 í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var fjórða tap Everton í síðustu fimm leikjum og uppskeran í síðustu átta leikjum er aðeins fimm stig. Eftir 21 leik er Everton með 27 stig, jafn mörg og á sama tíma á síðasta tímabili. Líkt og í fyrra hefur Everton unnið sjö leiki, gert sex jafntefli og tapað átta leikjum. Liðið er í 10. sæti deildarinnar og gæti hrapað enn lengra niður töfluna eftir leiki dagsins. Síðasta tímabil var skrautlegt hjá Everton. Eftir slaka byrjun var Ronald Koeman sagt upp og eftir langa leit var Sam Allardyce ráðinn í hans stað. Stóri Sam stýrði Everton-skútunni í örugga höfn en var afar óvinsæll hjá stuðningsmönnum félagsins og það kom því lítið á óvart að hann fékk ekki að halda áfram með liðið. Við tók Portúgalinn Marco Silva sem Everton reyndi að fá þegar Koeman var rekinn. Silva kom fyrst í enska boltann þegar hann tók við Hull City í erfiðri stöðu í janúar 2017. Liðið féll en spilamennska þess undir stjórn Silvas var nóg til að forráðamenn Watford leituðu til hans um sumarið. Watford byrjaði tímabilið af krafti en halla fór undan fæti um svipað leyti og Everton byrjaði að sýna Silva áhuga. Eftir að hafa aðeins fengið fimm stig úr tíu deildarleikjum var Silva rekinn frá Watford í janúar 2018. Forráðamenn Everton sáu fram á betri tíð með draumastjórann í brúnni en það hefur ekki gengið eftir. Allavega ekki enn. Everton er sókndjarfara en á síðasta tímabili og hefur skorað sex mörkum meira en á sama tíma í fyrra en vörnin er hriplek og Everton hefur aðeins haldið fjórum sinnum hreinu á tímabilinu. Everton fór rólega af stað en var komið á gott ról þegar það mætti Liverpool á Anfield 2. desember. Allt stefndi í markalaust jafntefli en þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Divock Origi sigurmark Liverpool eftir slæm mistök Jordans Pickford í marki Everton. Eftir þennan dramatíska grannaslag hefur allt loft farið úr Everton-blöðrunni og aðeins einn sigur komið í hús. Fíflagangurinn hjá enska landsliðsmarkverðinum virðist hafa slegið strákana hans Silva út af laginu. Nokkrir leikmenn Everton hafa átt gott tímabil (Gylfi Þór Sigurðsson, Richarlison og Lucas Digne) en árangur liðsins er ekki merkilegur og framfarirnar frá síðasta tímabili ekki nógu miklar. Silva hefur nú stýrt liðum í 63 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Tuttugu þeirra hafa unnist, 14 endað með jafntefli og 29 tapast. Markatalan er 84-111. Everton lagði mikið í að fá Silva en hann á enn eftir að standa undir þeim miklu væntingum sem til hans voru gerðar á Goodison Park. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira
Hjá Everton byrjaði árið 2019 eins og árið 2018 endaði; með tapi. Leicester City gerði góða ferð til Liverpool í gær og vann 0-1 útisigur á Everton. Jamie Vardy skoraði eina mark leiksins sem var jafnframt fyrsta mark ársins 2019 í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var fjórða tap Everton í síðustu fimm leikjum og uppskeran í síðustu átta leikjum er aðeins fimm stig. Eftir 21 leik er Everton með 27 stig, jafn mörg og á sama tíma á síðasta tímabili. Líkt og í fyrra hefur Everton unnið sjö leiki, gert sex jafntefli og tapað átta leikjum. Liðið er í 10. sæti deildarinnar og gæti hrapað enn lengra niður töfluna eftir leiki dagsins. Síðasta tímabil var skrautlegt hjá Everton. Eftir slaka byrjun var Ronald Koeman sagt upp og eftir langa leit var Sam Allardyce ráðinn í hans stað. Stóri Sam stýrði Everton-skútunni í örugga höfn en var afar óvinsæll hjá stuðningsmönnum félagsins og það kom því lítið á óvart að hann fékk ekki að halda áfram með liðið. Við tók Portúgalinn Marco Silva sem Everton reyndi að fá þegar Koeman var rekinn. Silva kom fyrst í enska boltann þegar hann tók við Hull City í erfiðri stöðu í janúar 2017. Liðið féll en spilamennska þess undir stjórn Silvas var nóg til að forráðamenn Watford leituðu til hans um sumarið. Watford byrjaði tímabilið af krafti en halla fór undan fæti um svipað leyti og Everton byrjaði að sýna Silva áhuga. Eftir að hafa aðeins fengið fimm stig úr tíu deildarleikjum var Silva rekinn frá Watford í janúar 2018. Forráðamenn Everton sáu fram á betri tíð með draumastjórann í brúnni en það hefur ekki gengið eftir. Allavega ekki enn. Everton er sókndjarfara en á síðasta tímabili og hefur skorað sex mörkum meira en á sama tíma í fyrra en vörnin er hriplek og Everton hefur aðeins haldið fjórum sinnum hreinu á tímabilinu. Everton fór rólega af stað en var komið á gott ról þegar það mætti Liverpool á Anfield 2. desember. Allt stefndi í markalaust jafntefli en þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Divock Origi sigurmark Liverpool eftir slæm mistök Jordans Pickford í marki Everton. Eftir þennan dramatíska grannaslag hefur allt loft farið úr Everton-blöðrunni og aðeins einn sigur komið í hús. Fíflagangurinn hjá enska landsliðsmarkverðinum virðist hafa slegið strákana hans Silva út af laginu. Nokkrir leikmenn Everton hafa átt gott tímabil (Gylfi Þór Sigurðsson, Richarlison og Lucas Digne) en árangur liðsins er ekki merkilegur og framfarirnar frá síðasta tímabili ekki nógu miklar. Silva hefur nú stýrt liðum í 63 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Tuttugu þeirra hafa unnist, 14 endað með jafntefli og 29 tapast. Markatalan er 84-111. Everton lagði mikið í að fá Silva en hann á enn eftir að standa undir þeim miklu væntingum sem til hans voru gerðar á Goodison Park.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira