Skoða í dag hvort hægt verði að taka skýrslu af ökumanninum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. janúar 2019 10:46 Frá vettvangi slyssins á fimmtudag. Adolf Ingi Erlingsson Ekki hefur enn verið hægt að taka skýrslu af ökumanni bílsins sem fór út af brúnni við Núpsvötn síðastliðinn fimmtudag með þeim afleiðingum að þrír létust og fjórir slösuðust alvarlega. Lögreglan mun skoða hvort hægt verði að taka skýrslu af honum í dag að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi. Ökumaðurinn var einn þeirra og liggur hann enn á sjúkrahúsi ásamt bróður sínum og tveimur börnum sem einnig slösuðust alvarlega. Oddur segir fólkið á batavegi eftir því sem hann best viti. Eiginkonur bræðranna létust í slysinu sem og 11 mánaða gömul dóttir annarra hjónanna. Fólkið er allt frá Bretlandi og var á ferðalagi hér á landi. Rannsókn lögreglu á slysinu er enn í gangi. Oddur segir að verið sé að vinna úr þeim gögnum sem aflað var og þá fer fram krufning á þeim sem létust.Þrír breskir ferðamenn, tveir fullorðnir og eitt barn, létu lífið þegar bílaleigubíll þeirra fór fram af brúnni og féll um sex metra niður af henni.Vísir/JóhannTilkynnt um ísingu bæði austan og vestan við brúna Aðspurður hvort eitthvað hafi komið út úr þeim hluta rannsóknarinnar sem snýr að notkun öryggisbelta í bílnum og svo aðstæðum á brúnni þegar slysið varð, hvort þar hafi verið hálka eða ísing, segir Oddur það enn til skoðunar. „Eins og kom fram í fréttatilkynningu frá okkur þá er notkun öryggisbúnaðar eitt af því sem er til rannsóknar, meðal annars við rannsókn á ökutæki. Þetta kemur líka inn þegar það er verið að taka framburð af ökumanni og farþega og það er eitthvað sem kemur í ljós líka við krufningu hvort það séu áverkamerki eftir öryggisbelti á þeim látnu,“ segir Oddur. Þá segir að hann þeir sem hafi farið á vettvang slyssins hafi tilkynnt um ísingu bæði austan og vestan við vettvanginn. „En það er ekki hægt að segja með fullri vissu hvort það hafi verið ísing á þeim stað þar sem slysið verður eða ekki,“ segir Oddur.Allt að ár í lokaskýrslu rannsóknarnefndarinnar Spurður út í umfang rannsóknarinnar og hversu langur tími sé eftir af henni segir Oddur að rannsóknir á banaslysum í umferðinni taki venjulega um mánuð. Þær upplýsingar fengust hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa að enn sé verið að safna gögnum vegna slyssins. Það geti tekið allt upp í ár þar til niðurstöður nefndarinnar verði gerðar opinberar en ef nefndin telur ástæðu til að ráðast í úrbætur vegna þá verði gefin út bráðabirgðaskýrsla. Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Stúlkan sem lést ekki orðin eins árs Tilkynning frá lögreglunni á Suðurlandi vegna banaslyssins við Núpsvötn. 28. desember 2018 11:24 Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35 Börnin tvö á batavegi Börnin tvö sem slösuðust þegar bifreið fór út af brúnni yfir Núpsvötn eru á batavegi, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni´á Suðurlandi. 29. desember 2018 14:18 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Sjá meira
Ekki hefur enn verið hægt að taka skýrslu af ökumanni bílsins sem fór út af brúnni við Núpsvötn síðastliðinn fimmtudag með þeim afleiðingum að þrír létust og fjórir slösuðust alvarlega. Lögreglan mun skoða hvort hægt verði að taka skýrslu af honum í dag að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi. Ökumaðurinn var einn þeirra og liggur hann enn á sjúkrahúsi ásamt bróður sínum og tveimur börnum sem einnig slösuðust alvarlega. Oddur segir fólkið á batavegi eftir því sem hann best viti. Eiginkonur bræðranna létust í slysinu sem og 11 mánaða gömul dóttir annarra hjónanna. Fólkið er allt frá Bretlandi og var á ferðalagi hér á landi. Rannsókn lögreglu á slysinu er enn í gangi. Oddur segir að verið sé að vinna úr þeim gögnum sem aflað var og þá fer fram krufning á þeim sem létust.Þrír breskir ferðamenn, tveir fullorðnir og eitt barn, létu lífið þegar bílaleigubíll þeirra fór fram af brúnni og féll um sex metra niður af henni.Vísir/JóhannTilkynnt um ísingu bæði austan og vestan við brúna Aðspurður hvort eitthvað hafi komið út úr þeim hluta rannsóknarinnar sem snýr að notkun öryggisbelta í bílnum og svo aðstæðum á brúnni þegar slysið varð, hvort þar hafi verið hálka eða ísing, segir Oddur það enn til skoðunar. „Eins og kom fram í fréttatilkynningu frá okkur þá er notkun öryggisbúnaðar eitt af því sem er til rannsóknar, meðal annars við rannsókn á ökutæki. Þetta kemur líka inn þegar það er verið að taka framburð af ökumanni og farþega og það er eitthvað sem kemur í ljós líka við krufningu hvort það séu áverkamerki eftir öryggisbelti á þeim látnu,“ segir Oddur. Þá segir að hann þeir sem hafi farið á vettvang slyssins hafi tilkynnt um ísingu bæði austan og vestan við vettvanginn. „En það er ekki hægt að segja með fullri vissu hvort það hafi verið ísing á þeim stað þar sem slysið verður eða ekki,“ segir Oddur.Allt að ár í lokaskýrslu rannsóknarnefndarinnar Spurður út í umfang rannsóknarinnar og hversu langur tími sé eftir af henni segir Oddur að rannsóknir á banaslysum í umferðinni taki venjulega um mánuð. Þær upplýsingar fengust hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa að enn sé verið að safna gögnum vegna slyssins. Það geti tekið allt upp í ár þar til niðurstöður nefndarinnar verði gerðar opinberar en ef nefndin telur ástæðu til að ráðast í úrbætur vegna þá verði gefin út bráðabirgðaskýrsla.
Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Stúlkan sem lést ekki orðin eins árs Tilkynning frá lögreglunni á Suðurlandi vegna banaslyssins við Núpsvötn. 28. desember 2018 11:24 Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35 Börnin tvö á batavegi Börnin tvö sem slösuðust þegar bifreið fór út af brúnni yfir Núpsvötn eru á batavegi, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni´á Suðurlandi. 29. desember 2018 14:18 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Sjá meira
Stúlkan sem lést ekki orðin eins árs Tilkynning frá lögreglunni á Suðurlandi vegna banaslyssins við Núpsvötn. 28. desember 2018 11:24
Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35
Börnin tvö á batavegi Börnin tvö sem slösuðust þegar bifreið fór út af brúnni yfir Núpsvötn eru á batavegi, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni´á Suðurlandi. 29. desember 2018 14:18