Liverpool getur sett átta fingur á titilinn í Manchester í kvöld Hjörvar Ólafsson skrifar 3. janúar 2019 07:45 Klopp og Guardiola ræðast við Vísir/Getty Stuðningsmenn Liverpool hafa beðið í tæp 29 ár eftir þeirri tilfinningu að fá að sjá leikmenn liðsins lyfta enska meistaratitlinum í knattspyrnu karla. Nú er liðið með sex stiga forystu á toppnum þegar 20 umferðir hafa verið leiknar. Liðið heimsækir ríkjandi meistara Manchester City á Etihad-leikvanginn í kvöld og getur komið sér í ansi þægilega stöðu í baráttu sinni um að verða enskur meistari í 19. skipti í sögu félagsins í vor. Síðan Liverpool varð meistari árið 1999 hefur það lið sem situr á toppi deildarinnar yfir jólahátíðina oftast nær staðið uppi sem sigurvegari vorið eftir. Þeir sem hafa stutt Liverpool í blíðu og stríðu minna sig hins vegar á það að liðið var í þeim sporum bæði tímabilin 2008-09 og 2013-14, en liðinu tókst ekki að enda biðina löngu þá. Þeir vilja því margir hverjir ekki fara á flug í að láta sig dreyma um að geta aftur kallað sig ríkjandi meistara, en láta sér nægja að gaspra um það í lokuðum hópum að nú hljóti að vera komið að stóru stundinni. Manchester City hóf leiktíðina af sama krafti og liðið endaði deildina síðasta vor. Eftir að hafa gert markalaust jafntefli við Liverpool í fyrri umferð deildarinnar á Anfield fylgdu sjö sigurleikir í deildinni í röð. Þá tapaði liðið þremur af næstu fjórum deildarleikjum sínum og liðið er fyrir þennan leik í þriðja sæti deildarinnar með 47 stig, stigi á eftir Tottenham Hotspur sem er í öðru sæti með 48 stig og sjö stigum á eftir andstæðingi sínum í kvöld. Margir telja að taphrinu Manchester City megi skýra með brotthvarfi Benjamins Mendy og svo því að Fernandinho, Sergio Agüero og Kevin De Bruyne hafi verið meiddir en þeir eru að skríða saman eftir meiðsli á þessum tímapunkti. Fernandinho var á sínum stað sem akkerið inni á miðsvæðinu hjá Manchester City þegar liðið komst aftur á sigurbraut með 3-1 sigri á Southampton í síðustu umferð og Agüero skoraði eitt marka liðsins í þeim leik. Óvíst er aftur á móti hvort Pep Guardiola geti teflt fram Kevin De Bruyne í kvöld. Belgíski sóknartengiliðurinn æfði með liðinu í gær og tekin verður ákvörðun í dag um hvort hann sé leikfær eður ei. Liverpool hefur hins vegar haft betur í síðustu átta leikjum sínum í öllum keppnum eða frá því að liðið laut í lægra haldi fyrir PSG í næstsíðustu umferð riðlakeppninnar í Meistaradeild Evrópu í lok nóvember. Liðið kom sér með þessum sigrum áfram í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar og í þægilegt forskot á toppi deildarinnar. Liverpool fór illa með Arsenal í síðustu umferð þar sem lokatölur urðu 5-1, en Roberto Firmino sem hafði haft hægt um sig í markaskorun fram að því skoraði þrennu í þeim leik. Jafntefli í leiknum í kvöld viðheldur þeirri stöðu sem liðið er í, en sigur myndi mögulega koma stuðningsmönnum Liverpool úr lokuðum hópum og fram í dagsljósið og á samfélagsmiðla þar sem básúnað verður að nú verði stuðningsmenn annarra liða að trúa því að liðið bæti 19. meistaratitlinum í safn sitt og minnki forskot Manchester United sem sigursælasta liðs í sögu ensku efstu deildarinnar í einn titil. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Fleiri fréttir Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Sjá meira
Stuðningsmenn Liverpool hafa beðið í tæp 29 ár eftir þeirri tilfinningu að fá að sjá leikmenn liðsins lyfta enska meistaratitlinum í knattspyrnu karla. Nú er liðið með sex stiga forystu á toppnum þegar 20 umferðir hafa verið leiknar. Liðið heimsækir ríkjandi meistara Manchester City á Etihad-leikvanginn í kvöld og getur komið sér í ansi þægilega stöðu í baráttu sinni um að verða enskur meistari í 19. skipti í sögu félagsins í vor. Síðan Liverpool varð meistari árið 1999 hefur það lið sem situr á toppi deildarinnar yfir jólahátíðina oftast nær staðið uppi sem sigurvegari vorið eftir. Þeir sem hafa stutt Liverpool í blíðu og stríðu minna sig hins vegar á það að liðið var í þeim sporum bæði tímabilin 2008-09 og 2013-14, en liðinu tókst ekki að enda biðina löngu þá. Þeir vilja því margir hverjir ekki fara á flug í að láta sig dreyma um að geta aftur kallað sig ríkjandi meistara, en láta sér nægja að gaspra um það í lokuðum hópum að nú hljóti að vera komið að stóru stundinni. Manchester City hóf leiktíðina af sama krafti og liðið endaði deildina síðasta vor. Eftir að hafa gert markalaust jafntefli við Liverpool í fyrri umferð deildarinnar á Anfield fylgdu sjö sigurleikir í deildinni í röð. Þá tapaði liðið þremur af næstu fjórum deildarleikjum sínum og liðið er fyrir þennan leik í þriðja sæti deildarinnar með 47 stig, stigi á eftir Tottenham Hotspur sem er í öðru sæti með 48 stig og sjö stigum á eftir andstæðingi sínum í kvöld. Margir telja að taphrinu Manchester City megi skýra með brotthvarfi Benjamins Mendy og svo því að Fernandinho, Sergio Agüero og Kevin De Bruyne hafi verið meiddir en þeir eru að skríða saman eftir meiðsli á þessum tímapunkti. Fernandinho var á sínum stað sem akkerið inni á miðsvæðinu hjá Manchester City þegar liðið komst aftur á sigurbraut með 3-1 sigri á Southampton í síðustu umferð og Agüero skoraði eitt marka liðsins í þeim leik. Óvíst er aftur á móti hvort Pep Guardiola geti teflt fram Kevin De Bruyne í kvöld. Belgíski sóknartengiliðurinn æfði með liðinu í gær og tekin verður ákvörðun í dag um hvort hann sé leikfær eður ei. Liverpool hefur hins vegar haft betur í síðustu átta leikjum sínum í öllum keppnum eða frá því að liðið laut í lægra haldi fyrir PSG í næstsíðustu umferð riðlakeppninnar í Meistaradeild Evrópu í lok nóvember. Liðið kom sér með þessum sigrum áfram í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar og í þægilegt forskot á toppi deildarinnar. Liverpool fór illa með Arsenal í síðustu umferð þar sem lokatölur urðu 5-1, en Roberto Firmino sem hafði haft hægt um sig í markaskorun fram að því skoraði þrennu í þeim leik. Jafntefli í leiknum í kvöld viðheldur þeirri stöðu sem liðið er í, en sigur myndi mögulega koma stuðningsmönnum Liverpool úr lokuðum hópum og fram í dagsljósið og á samfélagsmiðla þar sem básúnað verður að nú verði stuðningsmenn annarra liða að trúa því að liðið bæti 19. meistaratitlinum í safn sitt og minnki forskot Manchester United sem sigursælasta liðs í sögu ensku efstu deildarinnar í einn titil.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Fleiri fréttir Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Sjá meira