Leyfum klukkunni að segja satt Þórlindur Kjartansson skrifar 4. janúar 2019 07:15 Eins og allir vita þá hafa Íslendingar lögbundið gang klukkunnar þannig að hádegi á því svæði þar sem meira en 80% landsmanna búa, er ekki klukkan tólf á hádegi, heldur í kringum hálf tvö síðdegis. Eins og alkunna er þá er þetta vegna þess að Alþingi ákvað árið 1968 að festa íslenskan klukkugang við það sem áður var kallaður íslenskur sumartími og tekur mið af því hvenær sólin er hæst á lofti yfir Greenwich í höfuðborg Bretlands—en hefur bara óbeint með það að gera hvenær hún er á hápunkti yfir höfuðborg Íslands. Þetta tengdist þeirri jákvæðu breytingu að hringli með klukkuna var hætt og sami tími festur allt árið um kring. En þetta þýðir auðvitað að nú eftir jólafrí, þegar allir hafa snúið sólarhringnum í átt til náttúrulegrar tilhneigingar—þá eru börn og fullorðnir rifnir upp af sínum lífsnauðsynlega og endurnærandi svefni í kolniðamyrkri; þurfa að fara á fætur þegar íslenska klukkan segir 7:00 þótt það þýði í raun 5:30 ef líkaminn sjálfur væri spurður.Kvöldsprækir og kvöldþreyttir Nú þegar rúm hálf öld er liðin síðan hætt var að miða íslenska klukku við gang sólarinnar dúkkar öðru hverju upp umræða um hvort sú ákvörðun hafi verið heppileg. Um þetta hefur verið rifist á þingi þar sem ýmsar skoðanir hafa verið reifaðar, þvert á alla flokka—nema þá ef vera skyldi að flokkslínurnar hafi verið milli þeirra sem eru kvöldsprækir og hinna sem eru kvöldþreyttir. Hinir kvöldþreyttu hafa haft vinninginn hingað til og gjarnan náð að snúa umræðunni í þann fáránlega farveg að þeir sem vilji að klukkan sé stillt eftir gangi sólar séu bara svo latir að fara á fætur á morgnana og vilji sofa lengur. Svo segja þeir reyndar stundum að það sé nú ekkert sem banni mönnum að sofa lengur á morgnana ef þeir þurfi, þótt það sé auðvitað algjör þvæla og gildi bara um alþingismenn en ekki skólabörn og annað vinnandi fólk.Snýst hún samt? Einar Oddur Kristjánsson var einn af þeim mönnum sem áttuðu sig á því að pólitísk slagsmál við himintunglin væru líkleg til þess að tapast. Þegar lögð var fram tillaga á þingi árið 2000 um að skekkja enn frekar klukkuna á Íslandi, með því að taka upp sumartíma ofan á sumartíma, þá sagði Einar Oddur í svari til flokksbróður síns Vilhjálms Einarssonar: „Ég verð að viðurkenna að ég hef í gegnum tíðina verið með efasemdir um að alvara væri á bak við þennan málflutning en nú kemur háttvirtur þingmaður og fullyrðir að hann segi þetta allt í alvöru og ég hlýt að taka því þannig. En ég vildi spyrja hann hvort það séu einhverjar efasemdir í heiminum um það að klukkan fari eftir lengdarbaugum. Jörðin er örugglega hnöttótt og hún snýst. Eru nokkrar deilur um þetta svona almennt í heiminum? Er ekki nokkurn veginn um þetta sátt? Menn hafa gengið út frá þessari sólarklukku svo lengi sem við vitum.“ Og bætti við: „…en við erum að færa klukkuna í öfuga átt ef við ætlum að hafa rétta sólklukku, við mundum færa hana aftur á bak en ekki áfram.“Afdráttarlaus niðurstaða Þótt það hafi ekki verið ný vísindi árið 2000 að jörðin snúist og að sólin læðist yfir jörðina frá austri til vesturs þannig að sums staðar er bjart á meðan annars staðar er dimmt þá hefur ýmislegt nýtt komið í ljós sem styrkir mjög rökin fyrir því að lagfæra klukkuskekkjuna íslensku. Mikið væri nú gaman ef stjórnvöld hefðu á einhverjum tímapunkti kannað þetta nánar. Og viti menn. Það hafa þau einmitt gert. Óttarr Proppé, þáverandi heilbrigðisráðherra, skipaði í nóvember 2017 starfshóp sérfræðinga til þess að „kanna ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna hér á landi til samræmis við gang sólar“. Í hópnum var meðal annars lektor í læknisfræði og sérfræðingar í svefnheilsu. Niðurstaða hópsins, sem var birt í janúar á síðasta ári, var hnitmiðuð og afdráttarlaus: „Við mælum með því að klukkan verði færð aftur um eina klukkustund og fest þar allt árið um kring,“ voru niðurstöðuorð hópsins. Helstu rökin eru meðal annars þau að í ljós hafi komið að Íslendingar sofi skemur en aðrar þjóðir, einkum unglingar. Þetta er að hluta til einmitt vegna þess hversu vitlaust klukkan er stillt miðað við gang sólarinnar. Og hvaða máli skiptir það þótt fólk sofi of lítið? Jú, það eykur líkur á offitu, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum, þunglyndi og ýmsum geðrænum vandamálum—auk þess sem það hefur neikvæð áhrif á námsárangur og einbeitingu. Semsagt, það er slæmt.GMT-2 Sérfræðingarnir benda á að morgunbirtan sé ákaflega mikilvæg til þess að stilla af líkamsstarfsemi okkar—og að þetta sé mikilvægara að vetri hér á landi en víðast annars staðar. Áhrifin af klukkuruglinu eru því mögnuð upp: „Vegna legu landsins á norðurhveli jarðar verða óheppilegar afleiðingar þessa misræmis mun meira áberandi að vetrarlagi en á sumrin,“ segja höfundarnir. Þess vegna mætti alveg eins færa rök fyrir því að færa klukkuna aftur um tvo klukkutíma eins og einn. Það er jafnmikil skekkja að hafa hádegi klukkan 12.30 og að hafa það klukkan 11.30. Munurinn væri hins vegar sá að í dag, 4. janúar, væri farið að birta í Reykjavík upp úr klukkan átta að morgni, allar frímínútur barnanna væru í birtu—og þeir sem ætla að horfa á leik Toronto Raptors og San Antonio Spurs í NBA-deildinni gætu byrjað að horfa klukkan 23 í kvöld, en ekki klukkan eitt í nótt. Forsætisráðherra hefur nú mál þetta, og afdráttarlausa niðurstöðu sérfræðinganna, á sínu borði. Öll lýðheilsurök benda í sömu átt—er eftir einhverju að bíða? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Eins og allir vita þá hafa Íslendingar lögbundið gang klukkunnar þannig að hádegi á því svæði þar sem meira en 80% landsmanna búa, er ekki klukkan tólf á hádegi, heldur í kringum hálf tvö síðdegis. Eins og alkunna er þá er þetta vegna þess að Alþingi ákvað árið 1968 að festa íslenskan klukkugang við það sem áður var kallaður íslenskur sumartími og tekur mið af því hvenær sólin er hæst á lofti yfir Greenwich í höfuðborg Bretlands—en hefur bara óbeint með það að gera hvenær hún er á hápunkti yfir höfuðborg Íslands. Þetta tengdist þeirri jákvæðu breytingu að hringli með klukkuna var hætt og sami tími festur allt árið um kring. En þetta þýðir auðvitað að nú eftir jólafrí, þegar allir hafa snúið sólarhringnum í átt til náttúrulegrar tilhneigingar—þá eru börn og fullorðnir rifnir upp af sínum lífsnauðsynlega og endurnærandi svefni í kolniðamyrkri; þurfa að fara á fætur þegar íslenska klukkan segir 7:00 þótt það þýði í raun 5:30 ef líkaminn sjálfur væri spurður.Kvöldsprækir og kvöldþreyttir Nú þegar rúm hálf öld er liðin síðan hætt var að miða íslenska klukku við gang sólarinnar dúkkar öðru hverju upp umræða um hvort sú ákvörðun hafi verið heppileg. Um þetta hefur verið rifist á þingi þar sem ýmsar skoðanir hafa verið reifaðar, þvert á alla flokka—nema þá ef vera skyldi að flokkslínurnar hafi verið milli þeirra sem eru kvöldsprækir og hinna sem eru kvöldþreyttir. Hinir kvöldþreyttu hafa haft vinninginn hingað til og gjarnan náð að snúa umræðunni í þann fáránlega farveg að þeir sem vilji að klukkan sé stillt eftir gangi sólar séu bara svo latir að fara á fætur á morgnana og vilji sofa lengur. Svo segja þeir reyndar stundum að það sé nú ekkert sem banni mönnum að sofa lengur á morgnana ef þeir þurfi, þótt það sé auðvitað algjör þvæla og gildi bara um alþingismenn en ekki skólabörn og annað vinnandi fólk.Snýst hún samt? Einar Oddur Kristjánsson var einn af þeim mönnum sem áttuðu sig á því að pólitísk slagsmál við himintunglin væru líkleg til þess að tapast. Þegar lögð var fram tillaga á þingi árið 2000 um að skekkja enn frekar klukkuna á Íslandi, með því að taka upp sumartíma ofan á sumartíma, þá sagði Einar Oddur í svari til flokksbróður síns Vilhjálms Einarssonar: „Ég verð að viðurkenna að ég hef í gegnum tíðina verið með efasemdir um að alvara væri á bak við þennan málflutning en nú kemur háttvirtur þingmaður og fullyrðir að hann segi þetta allt í alvöru og ég hlýt að taka því þannig. En ég vildi spyrja hann hvort það séu einhverjar efasemdir í heiminum um það að klukkan fari eftir lengdarbaugum. Jörðin er örugglega hnöttótt og hún snýst. Eru nokkrar deilur um þetta svona almennt í heiminum? Er ekki nokkurn veginn um þetta sátt? Menn hafa gengið út frá þessari sólarklukku svo lengi sem við vitum.“ Og bætti við: „…en við erum að færa klukkuna í öfuga átt ef við ætlum að hafa rétta sólklukku, við mundum færa hana aftur á bak en ekki áfram.“Afdráttarlaus niðurstaða Þótt það hafi ekki verið ný vísindi árið 2000 að jörðin snúist og að sólin læðist yfir jörðina frá austri til vesturs þannig að sums staðar er bjart á meðan annars staðar er dimmt þá hefur ýmislegt nýtt komið í ljós sem styrkir mjög rökin fyrir því að lagfæra klukkuskekkjuna íslensku. Mikið væri nú gaman ef stjórnvöld hefðu á einhverjum tímapunkti kannað þetta nánar. Og viti menn. Það hafa þau einmitt gert. Óttarr Proppé, þáverandi heilbrigðisráðherra, skipaði í nóvember 2017 starfshóp sérfræðinga til þess að „kanna ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna hér á landi til samræmis við gang sólar“. Í hópnum var meðal annars lektor í læknisfræði og sérfræðingar í svefnheilsu. Niðurstaða hópsins, sem var birt í janúar á síðasta ári, var hnitmiðuð og afdráttarlaus: „Við mælum með því að klukkan verði færð aftur um eina klukkustund og fest þar allt árið um kring,“ voru niðurstöðuorð hópsins. Helstu rökin eru meðal annars þau að í ljós hafi komið að Íslendingar sofi skemur en aðrar þjóðir, einkum unglingar. Þetta er að hluta til einmitt vegna þess hversu vitlaust klukkan er stillt miðað við gang sólarinnar. Og hvaða máli skiptir það þótt fólk sofi of lítið? Jú, það eykur líkur á offitu, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum, þunglyndi og ýmsum geðrænum vandamálum—auk þess sem það hefur neikvæð áhrif á námsárangur og einbeitingu. Semsagt, það er slæmt.GMT-2 Sérfræðingarnir benda á að morgunbirtan sé ákaflega mikilvæg til þess að stilla af líkamsstarfsemi okkar—og að þetta sé mikilvægara að vetri hér á landi en víðast annars staðar. Áhrifin af klukkuruglinu eru því mögnuð upp: „Vegna legu landsins á norðurhveli jarðar verða óheppilegar afleiðingar þessa misræmis mun meira áberandi að vetrarlagi en á sumrin,“ segja höfundarnir. Þess vegna mætti alveg eins færa rök fyrir því að færa klukkuna aftur um tvo klukkutíma eins og einn. Það er jafnmikil skekkja að hafa hádegi klukkan 12.30 og að hafa það klukkan 11.30. Munurinn væri hins vegar sá að í dag, 4. janúar, væri farið að birta í Reykjavík upp úr klukkan átta að morgni, allar frímínútur barnanna væru í birtu—og þeir sem ætla að horfa á leik Toronto Raptors og San Antonio Spurs í NBA-deildinni gætu byrjað að horfa klukkan 23 í kvöld, en ekki klukkan eitt í nótt. Forsætisráðherra hefur nú mál þetta, og afdráttarlausa niðurstöðu sérfræðinganna, á sínu borði. Öll lýðheilsurök benda í sömu átt—er eftir einhverju að bíða?
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar