Krytur um Kryddsíld Jakob Bjarnar skrifar 3. janúar 2019 18:41 Ólöf Skaftadóttir, einn ritstjóra Fréttablaðsins, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV. Vísir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri innlendrar dagskrárgerðar hjá Ríkissjónvarpinu, segir enga beiðni hafa borist um að ávarp forsætisráðherra yrði fært til að liðka fyrir því að ráðherra kæmist á réttum tíma í Kryddsíldina, áramótaþátt Stöðvar 2. Meintur yfirgangur Ríkissjónvarpsins Skarphéðinn fettir fingur út í leiðaraskrif Ólafar Skaftadóttur, annars ritstjóra Fréttablaðsins sem áður tilheyrði fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, þar sem hún telur RÚVara orðna firrta í ódrengilegri samkeppni á viðkvæmum markaði. „Þrátt fyrir ítrekaðar umleitanir af hálfu einkamiðilsins sér Ríkisútvarpið sér ekki fært að taka upp ávarpið, sem ekki er sýnt í beinni útsendingu, á neinum öðrum tíma en þeim tveimur klukkustundum sem Kryddsíldin er í loftinu. Þetta er einungis lítið dæmi um yfirgang Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði, en segir hins vegar heilmikla sögu,“ segir meðal annars í pistli Ólafar. Skarphéðinn segir þetta af og frá og hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna skrifanna undir yfirskriftinni: „Staðreyndir vegna upptöku á áramótaávarpi forsætisráðherra“ Þar segir hann að um árabil hafi upptaka á áramótaávarpi forsætisráðherra verið með sambærilegum hætti. „Hefðin sem skapaðist réðst fyrst og fremst af óskum og dagskrá ráðherra og því hefur ávarpið ætíð verið tekið upp strax í kjölfar ríkisráðsfundar sem haldinn er að morgni gamlársdags.“ Áramótaávarp forsætisráðherra er tekið upp á gamlársdag. Engin beiðni hafi borist um breytingar á fyrirkomulagi Dagskrárstjórinn segir jafnframt að í Kryddsíld Stöðvar 2 á gamlársdag og í leiðara Fréttablaðsins í dag sé því ranglega haldið fram að ítrekað hefði verið óskað eftir því við RÚV að þessu fyrirkomulagi yrði breytt og ávarp forsætisráðherra væri tekið upp á öðrum tíma. „Þetta er ekki rétt. Engar beiðnir eða fyrirspurnir, hvorki formlegar né óformlegar, hafa borist RÚV um breytingar á þessu fyrirkomulagi, a.m.k. ekki síðustu ár. Sjálfsagt mál hefði verið að verða við þeirri beiðni að því gefnu að slíkar breytingar féllu að dagskrá ráðherra og að mögulegt væri eftir sem áður að ljúka vinnslu ávarpsins í tæka tíð fyrir birtingu ávarpsins að kvöldi gamlársdags,“ segir í yfirlýsingunni. Skarphéðinn segir jafnframt það hafa verið stefnu RÚV að eiga í góðu og uppbyggilegu samstarfi við aðra fjölmiðla eftir því sem við á hverju sinni og kostur gefst til. Eftir því hafi verið unnið og verði áfram gert. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.vísir/gva Jóhanna bað um breytt fyrirkomulag Eitthvað virðist þetta fara á milli mála því Heimir Már Pétursson sjónvarpsmaður, sem hefur verið umsjónarmaður Kryddsíldarinnar lengi, segir að oft hafi, í gegnum tíðina, þess verið farið á leit við RÚV að þeir fyndu annan tíma til upptöku á ávarpi forsætisráðherra. „Öllum er ljóst, eftir að Kryddsíld er búin að vera á dagskrá í 28 ár, að þetta er ekki hentugt. Öllum má ljóst vera að þetta fyrirkomulag á upptöku ávarps hentar hvorki forsætisráðherra hverju sinni né Kryddsíldinni. Þetta kom til tals í forsætisráðherratíð Jóhönnu Sigurðardóttur og mig rekur minni til þess að í minnsta kosti eitt skipti hafi hún óskað eftir því við Ríkisútvarpið að þessum upptökutíma yrði breytt og því var mætt með sinnuleysi,“ segir Heimir Már. Kristín Þorsteinsdóttir, útgefandi Fréttablaðsins. Kristín segir Skarphéðinn fara með rangt mál Kristín Þorsteinsdóttir útgefandi Fréttablaðsins, sem á árunum 2014 til upphafs árs 2018 var aðalritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, eða allt þar til Fjarskipti, nú Sýn, keypti sjónvarpsstöðina í fyrra og rekur nú undir merkjum Sýnar, vísar staðhæfingum Skarphéðins alfarið á bug. Kristín segist sjálf hafa hringt ítrekað í Ríkissjónvarpið; „öll fjögur árin og fór þess á leit að upptökunum yrði hliðrað til svo forsætisráðherrann gæti komist í hina árlegu Kryddsíld ásamt öðrum kollegum sínum úr stjórnmálunum. Orð dagskrárstjórans dæma sig sjálf og eru ekki sannleikanum samkvæmt. Það er hryggilegt að forsvarsmönnum sjálfs Ríkisútvarpsins finnist svona framkoma boðleg,“ segir Kristín og bætir því við að leiðari Ólafar standi.Fréttablaðið, hvar leiðari Ólafar Skaftadóttur birtist og Kristín Þorsteinsdóttir er aðalútgefandi, var hluti af sameinaðri fréttastofu Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis þangað til 1. desember 2017. Fjölmiðlar Kryddsíld Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri innlendrar dagskrárgerðar hjá Ríkissjónvarpinu, segir enga beiðni hafa borist um að ávarp forsætisráðherra yrði fært til að liðka fyrir því að ráðherra kæmist á réttum tíma í Kryddsíldina, áramótaþátt Stöðvar 2. Meintur yfirgangur Ríkissjónvarpsins Skarphéðinn fettir fingur út í leiðaraskrif Ólafar Skaftadóttur, annars ritstjóra Fréttablaðsins sem áður tilheyrði fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, þar sem hún telur RÚVara orðna firrta í ódrengilegri samkeppni á viðkvæmum markaði. „Þrátt fyrir ítrekaðar umleitanir af hálfu einkamiðilsins sér Ríkisútvarpið sér ekki fært að taka upp ávarpið, sem ekki er sýnt í beinni útsendingu, á neinum öðrum tíma en þeim tveimur klukkustundum sem Kryddsíldin er í loftinu. Þetta er einungis lítið dæmi um yfirgang Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði, en segir hins vegar heilmikla sögu,“ segir meðal annars í pistli Ólafar. Skarphéðinn segir þetta af og frá og hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna skrifanna undir yfirskriftinni: „Staðreyndir vegna upptöku á áramótaávarpi forsætisráðherra“ Þar segir hann að um árabil hafi upptaka á áramótaávarpi forsætisráðherra verið með sambærilegum hætti. „Hefðin sem skapaðist réðst fyrst og fremst af óskum og dagskrá ráðherra og því hefur ávarpið ætíð verið tekið upp strax í kjölfar ríkisráðsfundar sem haldinn er að morgni gamlársdags.“ Áramótaávarp forsætisráðherra er tekið upp á gamlársdag. Engin beiðni hafi borist um breytingar á fyrirkomulagi Dagskrárstjórinn segir jafnframt að í Kryddsíld Stöðvar 2 á gamlársdag og í leiðara Fréttablaðsins í dag sé því ranglega haldið fram að ítrekað hefði verið óskað eftir því við RÚV að þessu fyrirkomulagi yrði breytt og ávarp forsætisráðherra væri tekið upp á öðrum tíma. „Þetta er ekki rétt. Engar beiðnir eða fyrirspurnir, hvorki formlegar né óformlegar, hafa borist RÚV um breytingar á þessu fyrirkomulagi, a.m.k. ekki síðustu ár. Sjálfsagt mál hefði verið að verða við þeirri beiðni að því gefnu að slíkar breytingar féllu að dagskrá ráðherra og að mögulegt væri eftir sem áður að ljúka vinnslu ávarpsins í tæka tíð fyrir birtingu ávarpsins að kvöldi gamlársdags,“ segir í yfirlýsingunni. Skarphéðinn segir jafnframt það hafa verið stefnu RÚV að eiga í góðu og uppbyggilegu samstarfi við aðra fjölmiðla eftir því sem við á hverju sinni og kostur gefst til. Eftir því hafi verið unnið og verði áfram gert. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.vísir/gva Jóhanna bað um breytt fyrirkomulag Eitthvað virðist þetta fara á milli mála því Heimir Már Pétursson sjónvarpsmaður, sem hefur verið umsjónarmaður Kryddsíldarinnar lengi, segir að oft hafi, í gegnum tíðina, þess verið farið á leit við RÚV að þeir fyndu annan tíma til upptöku á ávarpi forsætisráðherra. „Öllum er ljóst, eftir að Kryddsíld er búin að vera á dagskrá í 28 ár, að þetta er ekki hentugt. Öllum má ljóst vera að þetta fyrirkomulag á upptöku ávarps hentar hvorki forsætisráðherra hverju sinni né Kryddsíldinni. Þetta kom til tals í forsætisráðherratíð Jóhönnu Sigurðardóttur og mig rekur minni til þess að í minnsta kosti eitt skipti hafi hún óskað eftir því við Ríkisútvarpið að þessum upptökutíma yrði breytt og því var mætt með sinnuleysi,“ segir Heimir Már. Kristín Þorsteinsdóttir, útgefandi Fréttablaðsins. Kristín segir Skarphéðinn fara með rangt mál Kristín Þorsteinsdóttir útgefandi Fréttablaðsins, sem á árunum 2014 til upphafs árs 2018 var aðalritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, eða allt þar til Fjarskipti, nú Sýn, keypti sjónvarpsstöðina í fyrra og rekur nú undir merkjum Sýnar, vísar staðhæfingum Skarphéðins alfarið á bug. Kristín segist sjálf hafa hringt ítrekað í Ríkissjónvarpið; „öll fjögur árin og fór þess á leit að upptökunum yrði hliðrað til svo forsætisráðherrann gæti komist í hina árlegu Kryddsíld ásamt öðrum kollegum sínum úr stjórnmálunum. Orð dagskrárstjórans dæma sig sjálf og eru ekki sannleikanum samkvæmt. Það er hryggilegt að forsvarsmönnum sjálfs Ríkisútvarpsins finnist svona framkoma boðleg,“ segir Kristín og bætir því við að leiðari Ólafar standi.Fréttablaðið, hvar leiðari Ólafar Skaftadóttur birtist og Kristín Þorsteinsdóttir er aðalútgefandi, var hluti af sameinaðri fréttastofu Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis þangað til 1. desember 2017.
Fjölmiðlar Kryddsíld Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda