Hlutabréf í Apple féllu um tíu prósent Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. janúar 2019 23:00 Erfiðir dagar hjá Apple. Vísir/Getty Hlutabréf í bandaríska tæknirisanum Apple féllu um nærri tíu prósent í dag, daginn eftir að félagið gaf út afkomuviðvörun vegna verri sölu en reiknað var með á síðasta ársfjórðungi síðasta árs. BBC greinir frá. Í gær gaf Apple út að gert væri ráð fyrir að tekjur á síðasta ársfjórðungi ársins 2018 yrðu 84 milljarðar dala en gert hafði verið ráð fyrir tekjum upp á 89-93 milljörðum Bandaríkjadala. Afkomuviðvörðunin er talin valda sérstökum vonbrigðum þar sem síðasti ársfjórðungur ársins er yfirleitt sá sterkasti hjá fyrirtækjum á borð við Apple, enda nær hann yfir hátíðirnar þar sem sala er yfirleitt mikil. Gangi hin nýja spá Apple eftir þýðir það að tekjur félagsins á síðasta ársfjórðungi féllu um fimm prósent á milli ára en í bréfi til fjárfesta í gær sagði Tim Cook, forstjóri Apple, að rekja mætti vandræðin á síðasta árs til minnkandi sölu í Kína, Hong Kong og Taívan. Afkomuviðvörunin er sú fyrsta sem Apple sendir frá sér síðan árið 2002 og sú fyrsta sem fyrirtækið gefur út á snjallsímaöld, þ.e. frá því að fyrsti iPhone-inn var kynntur til sögunnar árið 2007. Apple Tengdar fréttir Apple sendir frá sér fyrstu afkomuviðvörun sína á snjallsímaöld Í bréfi sem Tim Cook forstjóri fyrirtækisins sendi hluthöfum í dag segir að stöðuna megi rekja til samdráttar á kínverskum mörkuðum. 2. janúar 2019 23:47 Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Hlutabréf í bandaríska tæknirisanum Apple féllu um nærri tíu prósent í dag, daginn eftir að félagið gaf út afkomuviðvörun vegna verri sölu en reiknað var með á síðasta ársfjórðungi síðasta árs. BBC greinir frá. Í gær gaf Apple út að gert væri ráð fyrir að tekjur á síðasta ársfjórðungi ársins 2018 yrðu 84 milljarðar dala en gert hafði verið ráð fyrir tekjum upp á 89-93 milljörðum Bandaríkjadala. Afkomuviðvörðunin er talin valda sérstökum vonbrigðum þar sem síðasti ársfjórðungur ársins er yfirleitt sá sterkasti hjá fyrirtækjum á borð við Apple, enda nær hann yfir hátíðirnar þar sem sala er yfirleitt mikil. Gangi hin nýja spá Apple eftir þýðir það að tekjur félagsins á síðasta ársfjórðungi féllu um fimm prósent á milli ára en í bréfi til fjárfesta í gær sagði Tim Cook, forstjóri Apple, að rekja mætti vandræðin á síðasta árs til minnkandi sölu í Kína, Hong Kong og Taívan. Afkomuviðvörunin er sú fyrsta sem Apple sendir frá sér síðan árið 2002 og sú fyrsta sem fyrirtækið gefur út á snjallsímaöld, þ.e. frá því að fyrsti iPhone-inn var kynntur til sögunnar árið 2007.
Apple Tengdar fréttir Apple sendir frá sér fyrstu afkomuviðvörun sína á snjallsímaöld Í bréfi sem Tim Cook forstjóri fyrirtækisins sendi hluthöfum í dag segir að stöðuna megi rekja til samdráttar á kínverskum mörkuðum. 2. janúar 2019 23:47 Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Apple sendir frá sér fyrstu afkomuviðvörun sína á snjallsímaöld Í bréfi sem Tim Cook forstjóri fyrirtækisins sendi hluthöfum í dag segir að stöðuna megi rekja til samdráttar á kínverskum mörkuðum. 2. janúar 2019 23:47