Laus við lyfjakokteilinn eftir að hún missti fimmtíu kíló Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. janúar 2019 21:45 Sólveig léttist um fimmtíu kíló en hún segir vegferðina ekki hafa verið auðvelda. Skjáskot/Stöð 2 Fyrir fimm árum var Sólveig Sigurðardóttir offitusjúklingur og öryrki sem þurfti að taka inn stóran lyfjakokteil á hverjum degi. Viðtal sem sýnt var í Íslandi í dag árið 2012 vakti hana til lífsins og í dag er hún fimmtíu kílóum léttari og laus við lyfin. Rætt var við Sólveigu í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. Hún segir að umrætt viðtal, sem fjallaði um líkamsrækt og heilbrigt líferni, hafi verið það sem þurfti til að koma henni af stað. „En þetta var ekki svo auðvelt samt, að koma sér að verki.“Segir stjúpafa hafa brotið á sér í æsku Sólveig rekur upphaf erfiðleikanna til kynferðisofbeldis sem hún var beitt í æsku. Hún segir stjúpafa sinn hafa ítrekað brotið á sér þegar hún var um tíu ára. „Það er eitthvað sem kemur svo síðarmeir. Þegar ég fór að hugsa sko, af því að þetta var leyndarmál sem ég átti svo lengi alein, og sá sem braut á mér var farinn til himnaríkis og ég sat ein uppi með skömmina.“Hér má sjá Sólveigu áður en hún léttist (t.v.) en myndirnar voru sýndar í þættinum í kvöld.Skjáskot/Stöð 2Sólveig var 25 ára þegar hún sagði fyrst frá ofbeldinu. Hún hélt þó áfram að bæla tilfinningar sínar niður og notaði mat sem deyfilyf. „Ég notaði matinn til að hefna mín á sjálfri mér og líka til að gleðjast. Þannig að það var alltaf svo stór partur að vera að borða.“Kílóin bara aukaverkun Þá var Sólveig greind með MS-sjúkdóminn og henni tjáð að hún myndi fljótlega þurfa að nota hjólastól. Hún fékk einnig vefjagigt og rósaroða og á tímabili tók hún inn fjölbreyttan lyfjakokteil á degi hverjum. Þannig hafi hún þurft að sprauta sig einu sinni í viku með MS-lyfjum sem framkölluðu mikla þreytu. Hún tók lyf til að vinna bug á þreytunni, svefntöflur til að sofna á kvöldin, sterk verkjalyf og tuggði tuggutöflur á næturna vegna bakflæðis. Í dag er hún hins vegar alveg lyfjalaus.Úr þætti kvöldsins. Sólveig greiddi sjálf 700 þúsund krónur fyrir aðgerð á kvið, sem hún segir hafa lafað niður á mið læri eftir að hún léttist.Skjáskot/Stöð 2„Þetta var algjör vítahringur. Það er það sem ég segi í dag þegar fólk spyr: Hvað ertu búin að missa mörg kíló? Ég segi alltaf: Heilsan er svo allt önnur. Kílóin voru bara einhver aukaverkun sem fóru, að eignast aftur heilbrigt líf er kraftaverk. Og í dag er það eina sem ég tek, lyfjalega séð, D-vítamín.“ Sólveig tekur þó fram að hún sé ekki læknuð heldur nái hún að halda sjúkdómunum niðri. „Í dag er ég í líkamsrækt fimm sinnum í viku. Ég reyni að borða eins hollan og góðan mat og ég get, reyni að elda minn mat frá grunni og ég ber allt öðruvísi virðingu fyrir mat í dag, og sjálfri mér.“Horfa má á viðtalið við Sólveigu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Ísland í dag Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Fyrir fimm árum var Sólveig Sigurðardóttir offitusjúklingur og öryrki sem þurfti að taka inn stóran lyfjakokteil á hverjum degi. Viðtal sem sýnt var í Íslandi í dag árið 2012 vakti hana til lífsins og í dag er hún fimmtíu kílóum léttari og laus við lyfin. Rætt var við Sólveigu í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. Hún segir að umrætt viðtal, sem fjallaði um líkamsrækt og heilbrigt líferni, hafi verið það sem þurfti til að koma henni af stað. „En þetta var ekki svo auðvelt samt, að koma sér að verki.“Segir stjúpafa hafa brotið á sér í æsku Sólveig rekur upphaf erfiðleikanna til kynferðisofbeldis sem hún var beitt í æsku. Hún segir stjúpafa sinn hafa ítrekað brotið á sér þegar hún var um tíu ára. „Það er eitthvað sem kemur svo síðarmeir. Þegar ég fór að hugsa sko, af því að þetta var leyndarmál sem ég átti svo lengi alein, og sá sem braut á mér var farinn til himnaríkis og ég sat ein uppi með skömmina.“Hér má sjá Sólveigu áður en hún léttist (t.v.) en myndirnar voru sýndar í þættinum í kvöld.Skjáskot/Stöð 2Sólveig var 25 ára þegar hún sagði fyrst frá ofbeldinu. Hún hélt þó áfram að bæla tilfinningar sínar niður og notaði mat sem deyfilyf. „Ég notaði matinn til að hefna mín á sjálfri mér og líka til að gleðjast. Þannig að það var alltaf svo stór partur að vera að borða.“Kílóin bara aukaverkun Þá var Sólveig greind með MS-sjúkdóminn og henni tjáð að hún myndi fljótlega þurfa að nota hjólastól. Hún fékk einnig vefjagigt og rósaroða og á tímabili tók hún inn fjölbreyttan lyfjakokteil á degi hverjum. Þannig hafi hún þurft að sprauta sig einu sinni í viku með MS-lyfjum sem framkölluðu mikla þreytu. Hún tók lyf til að vinna bug á þreytunni, svefntöflur til að sofna á kvöldin, sterk verkjalyf og tuggði tuggutöflur á næturna vegna bakflæðis. Í dag er hún hins vegar alveg lyfjalaus.Úr þætti kvöldsins. Sólveig greiddi sjálf 700 þúsund krónur fyrir aðgerð á kvið, sem hún segir hafa lafað niður á mið læri eftir að hún léttist.Skjáskot/Stöð 2„Þetta var algjör vítahringur. Það er það sem ég segi í dag þegar fólk spyr: Hvað ertu búin að missa mörg kíló? Ég segi alltaf: Heilsan er svo allt önnur. Kílóin voru bara einhver aukaverkun sem fóru, að eignast aftur heilbrigt líf er kraftaverk. Og í dag er það eina sem ég tek, lyfjalega séð, D-vítamín.“ Sólveig tekur þó fram að hún sé ekki læknuð heldur nái hún að halda sjúkdómunum niðri. „Í dag er ég í líkamsrækt fimm sinnum í viku. Ég reyni að borða eins hollan og góðan mat og ég get, reyni að elda minn mat frá grunni og ég ber allt öðruvísi virðingu fyrir mat í dag, og sjálfri mér.“Horfa má á viðtalið við Sólveigu í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Ísland í dag Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira