Hefði viljað að varað væri við ofbeldisfullu efni í Skaupinu Lovísa Arnardóttir skrifar 7. janúar 2019 07:00 Anna Bentína Hermansen, starfskona Stígamóta, segir að framleiðendur Skaupsins hefðu getað varað við ofbeldi í Skaupinu. Fréttablaðið/daniel Starfskona Stígamóta segir mikilvægt að tekið sé tillit til brotaþola og hvaða áhrif efni sem sýnir ofbeldi geti haft á þau. Einfalt sé að birta viðvörun áður en efnið er sýnt í sjónvarpi. „Mér fannst skaupið ótrúlega beitt og var mjög sátt við það. Sátt við hversu mikið var einblínt á gerendur, en ekki þolendur. Það er mjög jákvætt. En ég hef heyrt út undan mér að þetta hafi „triggerað“ fólk því þetta var mjög bein ádeila,“ segir Anna Bentína Hermansen, starfskona Stígamóta, í samtali við Fréttablaðið. Talað er um [e. trigger warning] váhrif, eða kveikjur sem kveikja á endurminningum brotaþola um það ofbeldi sem þeir hafa verið beittir. Í áramótaskaupinu var mikil áhersla á kynferðisbrot og „ár perrans“ en ekki var neins staðar varað við efninu sem þar var sýnt. Anna segir að það sé mikilvægt að umræða fari af stað um slíkar kveikjur. Hún segir að hún fylgist vel með hópum þar sem brotaþolar ræða saman og bæði þar og á Twitter hafi hún séð umræðu um að skaupið hafi „triggerað“ brotaþola. „Þetta var óþægilegt fyrir marga og mér finnst alveg að það eigi að taka tillit til þess, skoða það og vilja gera betur,“ segir Anna. Hún segir að áhrif slíks efnis hafi ólík áhrif á hvern og einn og það sem „triggeri“ einn geti öðrum þótt lítið mál, og öfugt. „Það er líka annað með „triggeringar“ að þegar þú ert með áfallastreitu þá reynirðu að forðast allt sem minnir á viðburðinn, en það er hins vegar ekki gott að gera það endalaust. Það má alveg hafa í huga að við getum ekki farið þannig út í lífið. Það er alltaf eitthvað sem getur „triggerað“ okkur,“ segir Anna Bentína. Hún segir að ef til vill hefðu höfundar Áramótaskaupsins getað verið meðvitaðri og varað við. „Það hefði alveg mátt vera tilkynning að í skaupinu væru atriði sem innihéldu kynferðislegt ofbeldi eða frásagnir eða eitthvað slíkt. Það er mín skoðun,“ segir Anna Bentína. Hún segir að henni sjálfri finnist sjálfsagt að vara við slíku efni en segir að eflaust sé það ekki alltaf gert einfaldlega vegna þess að fólk er ekki nægilega meðvitað um áhrifin sem það geti haft á brotaþola. „En mér fannst þetta ótrúlega beitt skaup því það lýsti veruleikanum, því miður. Hvert einasta ár hefur verið ár perrans hingað til. Þeir fá að vaða uppi endalaust og ekkert gert. En núna er verið að afhjúpa þá og það er kannski bara sem betur fer,“ segir Anna Bentína að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Væri hægt að sýna annálinn þegar Skaupið á að vera“ Upptökur af samtali þingmanna á Klaustur Bar koma á óheppilegum tíma fyrir handritshöfunda Skaupsins en stefnt var að því að klára tökur í næstu viku. 30. nóvember 2018 21:26 Veruleikinn þurfti að víkja fyrir skáldskap á Klaustur bar Þetta var skemmtilegt hvernig veruleikinn þurfti að víkja fyrir fyrir skáldskapnum, Skaupinu, segir Jón Bjarki Magnússon blaðamaður. 7. desember 2018 22:00 Krísufundur hjá handritshöfundum Skaupsins Atburðarrás síðustu daga mun að öllum líkindum rata í Skaup allra landsmanna í ár. 30. nóvember 2018 17:50 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Starfskona Stígamóta segir mikilvægt að tekið sé tillit til brotaþola og hvaða áhrif efni sem sýnir ofbeldi geti haft á þau. Einfalt sé að birta viðvörun áður en efnið er sýnt í sjónvarpi. „Mér fannst skaupið ótrúlega beitt og var mjög sátt við það. Sátt við hversu mikið var einblínt á gerendur, en ekki þolendur. Það er mjög jákvætt. En ég hef heyrt út undan mér að þetta hafi „triggerað“ fólk því þetta var mjög bein ádeila,“ segir Anna Bentína Hermansen, starfskona Stígamóta, í samtali við Fréttablaðið. Talað er um [e. trigger warning] váhrif, eða kveikjur sem kveikja á endurminningum brotaþola um það ofbeldi sem þeir hafa verið beittir. Í áramótaskaupinu var mikil áhersla á kynferðisbrot og „ár perrans“ en ekki var neins staðar varað við efninu sem þar var sýnt. Anna segir að það sé mikilvægt að umræða fari af stað um slíkar kveikjur. Hún segir að hún fylgist vel með hópum þar sem brotaþolar ræða saman og bæði þar og á Twitter hafi hún séð umræðu um að skaupið hafi „triggerað“ brotaþola. „Þetta var óþægilegt fyrir marga og mér finnst alveg að það eigi að taka tillit til þess, skoða það og vilja gera betur,“ segir Anna. Hún segir að áhrif slíks efnis hafi ólík áhrif á hvern og einn og það sem „triggeri“ einn geti öðrum þótt lítið mál, og öfugt. „Það er líka annað með „triggeringar“ að þegar þú ert með áfallastreitu þá reynirðu að forðast allt sem minnir á viðburðinn, en það er hins vegar ekki gott að gera það endalaust. Það má alveg hafa í huga að við getum ekki farið þannig út í lífið. Það er alltaf eitthvað sem getur „triggerað“ okkur,“ segir Anna Bentína. Hún segir að ef til vill hefðu höfundar Áramótaskaupsins getað verið meðvitaðri og varað við. „Það hefði alveg mátt vera tilkynning að í skaupinu væru atriði sem innihéldu kynferðislegt ofbeldi eða frásagnir eða eitthvað slíkt. Það er mín skoðun,“ segir Anna Bentína. Hún segir að henni sjálfri finnist sjálfsagt að vara við slíku efni en segir að eflaust sé það ekki alltaf gert einfaldlega vegna þess að fólk er ekki nægilega meðvitað um áhrifin sem það geti haft á brotaþola. „En mér fannst þetta ótrúlega beitt skaup því það lýsti veruleikanum, því miður. Hvert einasta ár hefur verið ár perrans hingað til. Þeir fá að vaða uppi endalaust og ekkert gert. En núna er verið að afhjúpa þá og það er kannski bara sem betur fer,“ segir Anna Bentína að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Væri hægt að sýna annálinn þegar Skaupið á að vera“ Upptökur af samtali þingmanna á Klaustur Bar koma á óheppilegum tíma fyrir handritshöfunda Skaupsins en stefnt var að því að klára tökur í næstu viku. 30. nóvember 2018 21:26 Veruleikinn þurfti að víkja fyrir skáldskap á Klaustur bar Þetta var skemmtilegt hvernig veruleikinn þurfti að víkja fyrir fyrir skáldskapnum, Skaupinu, segir Jón Bjarki Magnússon blaðamaður. 7. desember 2018 22:00 Krísufundur hjá handritshöfundum Skaupsins Atburðarrás síðustu daga mun að öllum líkindum rata í Skaup allra landsmanna í ár. 30. nóvember 2018 17:50 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
„Væri hægt að sýna annálinn þegar Skaupið á að vera“ Upptökur af samtali þingmanna á Klaustur Bar koma á óheppilegum tíma fyrir handritshöfunda Skaupsins en stefnt var að því að klára tökur í næstu viku. 30. nóvember 2018 21:26
Veruleikinn þurfti að víkja fyrir skáldskap á Klaustur bar Þetta var skemmtilegt hvernig veruleikinn þurfti að víkja fyrir fyrir skáldskapnum, Skaupinu, segir Jón Bjarki Magnússon blaðamaður. 7. desember 2018 22:00
Krísufundur hjá handritshöfundum Skaupsins Atburðarrás síðustu daga mun að öllum líkindum rata í Skaup allra landsmanna í ár. 30. nóvember 2018 17:50