Fékk 118 milljóna bónusgreiðslu fyrir sigurinn í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2019 23:45 Nick Foles er meira en hundrað milljónum ríkari eftir leikinn í gær. Getty/Brett Carlsen Nick Foles er annað árið í röð kominn með lið Philadelphia Eagles á fleygiferð í úrslitakeppni NFL-deildarinnar og aftur á tímabili þegar hann átti bara að vera varamaður. Annnað tímabilið í röð meiddist nefnilega aðalleikstjórnandi Philadelphia Eagles, Carson Wentz, rétt fyrir úrslitakeppni og aftur treystu Ernirnir á hinn 29 ára gamla leikstjórnanda sinn. Í fyrra fór Nick Foles alla leið með liðið í úrslitaleikinn og Philadelphia Eagles varð þá Super Bowl meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Foles var jafnframt kosinn besti leikmaður úrslitaleiksins. Í ár rétt skreið Philadelphia Eagles inn í úrslitakeppnina en vann síðan óvæntan en um leið nauman og dramatískan útisigur á Chicago Bears í nótt. Nick Foles leiddi lokasókn Eagles og átti snertimarkssendingu sem kom liðinu yfir í 16-15. Chicago Bears fékk tækifæri til að tryggja sér sigur á vallarmarki fimm sekúndum fyrir leikslok en sparkari Chicago Bears skaut í stöng og út. Former Eagles kicker Cody Parkey's blocked FG earned Nick Foles a cool $1M bonushttps://t.co/x8JXdn4EVUpic.twitter.com/PCrPUS7rpI — Yahoo Sports (@YahooSports) January 7, 2019 Það er ekki á hverju ári sem besti leikmaður Super Bowl árið á undan sættir sig við að vera varamaður en það gerði Nick Foles engu að síður í vetur. Foles samdi hinsvegar vel síðasta sumar og það voru fyrir vikið margir ríflegir bónusar í boði fyrir hann á þessu tímabili. Tveir af þessum bónusum komu í hús með sigrinum á Chicago Bears á Soldier Field. Sigurinn þýddi eina milljón dollara bónusgreiðslur fyrir Foles eða 118 milljónir íslenskra króna. Nick Foles fékk 500 þúsund fyrir að spila 33 prósent af sóknum í leik í úrslitakeppni og aðra 500 þúsund dollara fyrir að vinna leik í úrslitakeppni. Annar 500 þúsund dollara bónus er líka í boði fyrir Foles takist Philadelphia Eagles að vinna New Orleans Saints í næstu umferð úrslitakeppninnar um komandi helgi. Saints er eitt allra besta lið deildarinnar og miklu sigurstranglegra en það er víst aldrei hægt að afskrifa Nick Foles. NFL Ofurskálin Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Sjá meira
Nick Foles er annað árið í röð kominn með lið Philadelphia Eagles á fleygiferð í úrslitakeppni NFL-deildarinnar og aftur á tímabili þegar hann átti bara að vera varamaður. Annnað tímabilið í röð meiddist nefnilega aðalleikstjórnandi Philadelphia Eagles, Carson Wentz, rétt fyrir úrslitakeppni og aftur treystu Ernirnir á hinn 29 ára gamla leikstjórnanda sinn. Í fyrra fór Nick Foles alla leið með liðið í úrslitaleikinn og Philadelphia Eagles varð þá Super Bowl meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Foles var jafnframt kosinn besti leikmaður úrslitaleiksins. Í ár rétt skreið Philadelphia Eagles inn í úrslitakeppnina en vann síðan óvæntan en um leið nauman og dramatískan útisigur á Chicago Bears í nótt. Nick Foles leiddi lokasókn Eagles og átti snertimarkssendingu sem kom liðinu yfir í 16-15. Chicago Bears fékk tækifæri til að tryggja sér sigur á vallarmarki fimm sekúndum fyrir leikslok en sparkari Chicago Bears skaut í stöng og út. Former Eagles kicker Cody Parkey's blocked FG earned Nick Foles a cool $1M bonushttps://t.co/x8JXdn4EVUpic.twitter.com/PCrPUS7rpI — Yahoo Sports (@YahooSports) January 7, 2019 Það er ekki á hverju ári sem besti leikmaður Super Bowl árið á undan sættir sig við að vera varamaður en það gerði Nick Foles engu að síður í vetur. Foles samdi hinsvegar vel síðasta sumar og það voru fyrir vikið margir ríflegir bónusar í boði fyrir hann á þessu tímabili. Tveir af þessum bónusum komu í hús með sigrinum á Chicago Bears á Soldier Field. Sigurinn þýddi eina milljón dollara bónusgreiðslur fyrir Foles eða 118 milljónir íslenskra króna. Nick Foles fékk 500 þúsund fyrir að spila 33 prósent af sóknum í leik í úrslitakeppni og aðra 500 þúsund dollara fyrir að vinna leik í úrslitakeppni. Annar 500 þúsund dollara bónus er líka í boði fyrir Foles takist Philadelphia Eagles að vinna New Orleans Saints í næstu umferð úrslitakeppninnar um komandi helgi. Saints er eitt allra besta lið deildarinnar og miklu sigurstranglegra en það er víst aldrei hægt að afskrifa Nick Foles.
NFL Ofurskálin Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Sjá meira