Samsung sér fram á hagnaðarhrun Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. janúar 2019 10:28 Galaxy-snjallsímarnir eru meðal flaggskipa Samsung. Hvers kyns flögur og kubbar í snjallsíma hafa malað fyrirtækinu gull á undanförnum árum. Getty/SOPA Dvínandi eftirspurn og hörð samkeppni eru sagðar ástæður þess að tæknirisinn Samsung taldi sig tilneyddan til að senda frá sér afkomuviðvörun í gær. Í fyrsta sinn í tvö ár sér fyrirtækið fram á það að ársfjórðungshagnaður dragist saman. Samsung áætlar að hagnaður síðasta fjórðungs ársins 2018 sé næstum 30 prósentum minni en á sama tímabili árið áður. Suður-Kóreski raftækjaframleiðandinn skilaði um 10,8 þúsund milljarða wona hagnaði, sem nemur um 1200 milljörðum króna, á umræddum ársfjórðungi. Er það töluvert undir væntingum greinenda, sem spáð höfðu hagnaði hjá Samsung upp á um 13,5 þúsund milljarða wona. Í yfirlýsingu fyrirtækisins segir að búast megi við því að yfirstandandi ársfjórðungur verði einnig lakari en sama tímabil í fyrra. Dregið hafi úr eftirspurn eftir íhlutum í síma, eins og minnisflögum, sem hafa malað fyrirtækinu gull á undanförnum árum og orðið til þess að Samsung hefur skilað gríðarlegum hagnaði síðustu misseri. Þá bæti hörð samkeppni ekki úr skák, þá ekki síst frá kínverskum fjarskiptarisum. Að sama skapi hafi eftirspurn eftir Samsung-vörum í Kína, fjölmennasta ríki heims, dregist saman. Kveður þar við sama tón og í afkomuviðvörun sem einn helsti keppinautur Samsung, Apple, sendi frá sér á dögunum. Samsung segir af þesssum sökum að gera megi ráð fyrir því að tekjur félagsins á yfirstandandi ársfjórðungi gætu dregist saman um allt að 11 prósent. Samsung er með um 20 prósent farsímamarkaðarins í heiminum en Huawei, kínverska fjarskiptafyrirtækið, er farið að anda duglega ofan í hálsmálið á þeim suður-kóresku. Samsung Tengdar fréttir Ekkert heyrnartólatengi á nýjasta síma Samsung Aðdáendur Apple ráða sér vart af kæti. 11. desember 2018 10:04 Stálu tækni frá Samsung Tækninni sem Samsung þróaði og nýtir í væntanlegan síma sinn til þess að hægt sé að brjóta hann sundur og saman hefur verið stolið og hún seld til tveggja kínverskra fyrirtækja. 1. desember 2018 09:30 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Dvínandi eftirspurn og hörð samkeppni eru sagðar ástæður þess að tæknirisinn Samsung taldi sig tilneyddan til að senda frá sér afkomuviðvörun í gær. Í fyrsta sinn í tvö ár sér fyrirtækið fram á það að ársfjórðungshagnaður dragist saman. Samsung áætlar að hagnaður síðasta fjórðungs ársins 2018 sé næstum 30 prósentum minni en á sama tímabili árið áður. Suður-Kóreski raftækjaframleiðandinn skilaði um 10,8 þúsund milljarða wona hagnaði, sem nemur um 1200 milljörðum króna, á umræddum ársfjórðungi. Er það töluvert undir væntingum greinenda, sem spáð höfðu hagnaði hjá Samsung upp á um 13,5 þúsund milljarða wona. Í yfirlýsingu fyrirtækisins segir að búast megi við því að yfirstandandi ársfjórðungur verði einnig lakari en sama tímabil í fyrra. Dregið hafi úr eftirspurn eftir íhlutum í síma, eins og minnisflögum, sem hafa malað fyrirtækinu gull á undanförnum árum og orðið til þess að Samsung hefur skilað gríðarlegum hagnaði síðustu misseri. Þá bæti hörð samkeppni ekki úr skák, þá ekki síst frá kínverskum fjarskiptarisum. Að sama skapi hafi eftirspurn eftir Samsung-vörum í Kína, fjölmennasta ríki heims, dregist saman. Kveður þar við sama tón og í afkomuviðvörun sem einn helsti keppinautur Samsung, Apple, sendi frá sér á dögunum. Samsung segir af þesssum sökum að gera megi ráð fyrir því að tekjur félagsins á yfirstandandi ársfjórðungi gætu dregist saman um allt að 11 prósent. Samsung er með um 20 prósent farsímamarkaðarins í heiminum en Huawei, kínverska fjarskiptafyrirtækið, er farið að anda duglega ofan í hálsmálið á þeim suður-kóresku.
Samsung Tengdar fréttir Ekkert heyrnartólatengi á nýjasta síma Samsung Aðdáendur Apple ráða sér vart af kæti. 11. desember 2018 10:04 Stálu tækni frá Samsung Tækninni sem Samsung þróaði og nýtir í væntanlegan síma sinn til þess að hægt sé að brjóta hann sundur og saman hefur verið stolið og hún seld til tveggja kínverskra fyrirtækja. 1. desember 2018 09:30 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ekkert heyrnartólatengi á nýjasta síma Samsung Aðdáendur Apple ráða sér vart af kæti. 11. desember 2018 10:04
Stálu tækni frá Samsung Tækninni sem Samsung þróaði og nýtir í væntanlegan síma sinn til þess að hægt sé að brjóta hann sundur og saman hefur verið stolið og hún seld til tveggja kínverskra fyrirtækja. 1. desember 2018 09:30