Bayern kaupir manninn sem skoraði flottasta markið á HM 2018 í Rússlandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2019 17:30 Benjamin Pavard kyssir HM-bikarinn. Getty/Mehdi Taamallah Bayern München er búið að ná samkomulagi við Stuttgart um að franski bakvörðurinn Benjamin Pavard komi til Bæjara í sumar. Bayern mun borga 35 milljónir evra fyrir franska heimsmeistarann og Benjamin Pavard mun skrifa undir fimm ára samning við þýska félagið. Verðmiðinn er því um 4,8 milljarðar íslenskra króna.Neben @CorentinTolisso wird Sommer-Neuzugang Benjamin #Pavard der zweite amtierende Weltmeister im Kader des #FCBayern sein.https://t.co/wiB5kL9V3hpic.twitter.com/r5PbwLkil0 — FC Bayern München (@FCBayern) January 9, 2019 Benjamin Pavard er ennþá bara 22 ára gamall en var í stóru hlutverki hjá franska landsliðinu í úrslitakeppni HM í Rússlandi í fyrrasumar. Benjamin Pavard skoraði meðal annars að margra mati mark mótsins í sextán liða úrslitunum á móti Argentínu þegar hann tók boltann viðstöðulaust á lofti fyrir utan teig eins og sjá má hér fyrir neðan.Pavard is on his way to Bayern Munich. Let's watch the highlight of his summer pic.twitter.com/ngZH0il9vx — 888sport (@888sport) January 9, 2019Bayern liðið er nú við æfingar í Doha en þýska deildin kemur úr vetrarfríi 18. janúar næstkomandi. Bayern er í 2. sæti, sex stigum á eftir Borussia Dortmund og mætir síðan Liverpool í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Benjamin Pavard mun þó ekki hjálpa þeim í næstu leikjum því hann klárar tímabilið með Stuttgart þar sem hann hefur spilað frá árinu 2016. Pavard hefur leikið átján A-landsleiki fyrir Frakka þar af sex þeirra í úrslitakeppni HM síðasta sumar. Hann varð heimsmeistari í tólfta landsleiknum sínum en þann fyrsta spilaði hann 10. nóvember rúmu hálfu ári áður. Benjamin Pavard hefur aðeins skorað 1 mark í 48 leikjum með Stuttgart í þýsku deildinni og á enn eftir að skora á þessu tímabili. Eina markið hans í keppnisleik á árinu 2018 var einmitt markið á móti Argentínu, flottasta markið á HM í Rússlandi."Er ist ein junger Spieler, der Weltmeister ist. Wir sind sehr froh und stolz, dass wir einen solchen Spieler für den #FCBayern gewinnen konnten!" pic.twitter.com/XFkTCHSjKg — FC Bayern München (@FCBayern) January 9, 2019Benjamin Pavard will become the 8th French player to play for FC Bayern [Opta] pic.twitter.com/0Vmh5IbVJL — Bayern & Germany (@iMiaSanMia) January 9, 2019 Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Bayern München er búið að ná samkomulagi við Stuttgart um að franski bakvörðurinn Benjamin Pavard komi til Bæjara í sumar. Bayern mun borga 35 milljónir evra fyrir franska heimsmeistarann og Benjamin Pavard mun skrifa undir fimm ára samning við þýska félagið. Verðmiðinn er því um 4,8 milljarðar íslenskra króna.Neben @CorentinTolisso wird Sommer-Neuzugang Benjamin #Pavard der zweite amtierende Weltmeister im Kader des #FCBayern sein.https://t.co/wiB5kL9V3hpic.twitter.com/r5PbwLkil0 — FC Bayern München (@FCBayern) January 9, 2019 Benjamin Pavard er ennþá bara 22 ára gamall en var í stóru hlutverki hjá franska landsliðinu í úrslitakeppni HM í Rússlandi í fyrrasumar. Benjamin Pavard skoraði meðal annars að margra mati mark mótsins í sextán liða úrslitunum á móti Argentínu þegar hann tók boltann viðstöðulaust á lofti fyrir utan teig eins og sjá má hér fyrir neðan.Pavard is on his way to Bayern Munich. Let's watch the highlight of his summer pic.twitter.com/ngZH0il9vx — 888sport (@888sport) January 9, 2019Bayern liðið er nú við æfingar í Doha en þýska deildin kemur úr vetrarfríi 18. janúar næstkomandi. Bayern er í 2. sæti, sex stigum á eftir Borussia Dortmund og mætir síðan Liverpool í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Benjamin Pavard mun þó ekki hjálpa þeim í næstu leikjum því hann klárar tímabilið með Stuttgart þar sem hann hefur spilað frá árinu 2016. Pavard hefur leikið átján A-landsleiki fyrir Frakka þar af sex þeirra í úrslitakeppni HM síðasta sumar. Hann varð heimsmeistari í tólfta landsleiknum sínum en þann fyrsta spilaði hann 10. nóvember rúmu hálfu ári áður. Benjamin Pavard hefur aðeins skorað 1 mark í 48 leikjum með Stuttgart í þýsku deildinni og á enn eftir að skora á þessu tímabili. Eina markið hans í keppnisleik á árinu 2018 var einmitt markið á móti Argentínu, flottasta markið á HM í Rússlandi."Er ist ein junger Spieler, der Weltmeister ist. Wir sind sehr froh und stolz, dass wir einen solchen Spieler für den #FCBayern gewinnen konnten!" pic.twitter.com/XFkTCHSjKg — FC Bayern München (@FCBayern) January 9, 2019Benjamin Pavard will become the 8th French player to play for FC Bayern [Opta] pic.twitter.com/0Vmh5IbVJL — Bayern & Germany (@iMiaSanMia) January 9, 2019
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira