Lögbrot í skjóli hins opinbera Árni Finnsson skrifar 20. desember 2018 07:00 Meira en hálft ár er nú liðið frá því laxeldisfyrirtækið Arnarlax hóf meðvitað að brjóta gegn skilyrðum starfsleyfis fyrir sjókvíaeldi sem það starfrækir í Arnarfirði. Þær stofnanir sem eiga að hafa eftirlit með starfseminni vita af brotinu en aðhafast þó ekki af ástæðum sem ekki hafa verið skýrðar. Samkvæmt þeim skilyrðum sem sett voru í starfsleyfi fyrir Arnarlax ber að hvíla eldissvæði við Hringdal í Arnarfirði í að lágmarki sex til átta mánuði áður en ný kynslóð af eldislaxi er sett út í sjókvíar á svæðinu. Með hvíldinni fengi umhverfið tíma til að ná jafnvægi áður en næsti skammtur af botnfalli og annarri mengun frá hundruðum þúsunda fiska bætist við það sem fyrir er. Arnarlax hafði þessi skilyrði að engu og setti út fisk í kvíar á svæðinu í byrjun júní, aðeins þremur mánuðum eftir að slátrað hafði verið fiski upp úr kvíum þar. Rétt er að taka fram að starfsleyfi fyrirtækisins er gefið út meðal annars á forsendum umhverfismats sem það lét sjálft gera, en þar kemur fram að hvíla þurfi eldissvæði í umræddan tíma. Umhverfisstofnun staðfesti þann 19. júní sl. að um frávik væri að ræða og krafði Arnarlax um úrbætur. Fyrirtækið hafði þá kröfu hins vegar að engu. Þann 16. júlí boðaði Umhverfisstofnun því að það yrði áminnt. Viðbrögð Arnalax voru þá að óska eftir undanþágu til umhverfisráðuneytisins. Síðan hefur ekkert gerst nema hvað Umhverfisstofnun sendi umsögn til ráðuneytisins í september þar sem lagst er gegn því að Arnarlax fái undanþágu. Afar sérstakt er að Umhverfisstofnun aðhafist ekki á meðan undanþágubeiðnin er til meðhöndlunar því ekkert í lögum um mat á umhverfisáhrifum segir að ráðuneytinu sé heimilt að veita hana. Vinnubrögð ráðuneytisins eru að sama skapi illskiljanleg en undanþágubeiðnin hefur nú legið þar óafgreidd í fimm mánuði. Á meðan geldur umhverfið fyrir. Furðu vekur að þessi starfsemi virði ekki þau skilyrði sem henni eru sett í starfsleyfi. Enn furðulegra er að Umhverfisstofnun og ráðuneyti málaflokksins skuli ekki tryggja að þau skilyrði séu virt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Finnsson Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Meira en hálft ár er nú liðið frá því laxeldisfyrirtækið Arnarlax hóf meðvitað að brjóta gegn skilyrðum starfsleyfis fyrir sjókvíaeldi sem það starfrækir í Arnarfirði. Þær stofnanir sem eiga að hafa eftirlit með starfseminni vita af brotinu en aðhafast þó ekki af ástæðum sem ekki hafa verið skýrðar. Samkvæmt þeim skilyrðum sem sett voru í starfsleyfi fyrir Arnarlax ber að hvíla eldissvæði við Hringdal í Arnarfirði í að lágmarki sex til átta mánuði áður en ný kynslóð af eldislaxi er sett út í sjókvíar á svæðinu. Með hvíldinni fengi umhverfið tíma til að ná jafnvægi áður en næsti skammtur af botnfalli og annarri mengun frá hundruðum þúsunda fiska bætist við það sem fyrir er. Arnarlax hafði þessi skilyrði að engu og setti út fisk í kvíar á svæðinu í byrjun júní, aðeins þremur mánuðum eftir að slátrað hafði verið fiski upp úr kvíum þar. Rétt er að taka fram að starfsleyfi fyrirtækisins er gefið út meðal annars á forsendum umhverfismats sem það lét sjálft gera, en þar kemur fram að hvíla þurfi eldissvæði í umræddan tíma. Umhverfisstofnun staðfesti þann 19. júní sl. að um frávik væri að ræða og krafði Arnarlax um úrbætur. Fyrirtækið hafði þá kröfu hins vegar að engu. Þann 16. júlí boðaði Umhverfisstofnun því að það yrði áminnt. Viðbrögð Arnalax voru þá að óska eftir undanþágu til umhverfisráðuneytisins. Síðan hefur ekkert gerst nema hvað Umhverfisstofnun sendi umsögn til ráðuneytisins í september þar sem lagst er gegn því að Arnarlax fái undanþágu. Afar sérstakt er að Umhverfisstofnun aðhafist ekki á meðan undanþágubeiðnin er til meðhöndlunar því ekkert í lögum um mat á umhverfisáhrifum segir að ráðuneytinu sé heimilt að veita hana. Vinnubrögð ráðuneytisins eru að sama skapi illskiljanleg en undanþágubeiðnin hefur nú legið þar óafgreidd í fimm mánuði. Á meðan geldur umhverfið fyrir. Furðu vekur að þessi starfsemi virði ekki þau skilyrði sem henni eru sett í starfsleyfi. Enn furðulegra er að Umhverfisstofnun og ráðuneyti málaflokksins skuli ekki tryggja að þau skilyrði séu virt.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun