Glænýr bóksölulisti: Auður Ava og Ragnar hástökkvarar vikunnar Jakob Bjarnar skrifar 20. desember 2018 11:56 Auður Ava og Ragnar Jónasarson eru spútnikkar þessarar jólabókavertíðar. Þá liggur fyrir síðasti bóksölulisti fyrir jólin. Ekki er að sjá miklar breytingar eins og spáð hafði verið fyrir viku: Arnaldur og Yrsa eru enn á toppnum. En, Þorpið hans Ragnars Jónassonar stekkur upp um eitt sæti og er komið í þriðja sæti aðallistans. „Þetta er stórstökk fyrir Ragnar sem sat á þessum tíma fyrir ári síðan í sjöunda sæti listans og árið 2016 var hann í átjánda sæti,“ segir Bryndís Loftsdóttir hjá Fíbút, sérfræðingur Vísis í bóksölunni. „Þá má jafnframt segja að Auður Ava sé í liði með Ragnari í hástökkvaradeildinni, bók hennar, Ungfrú Ísland, situr nú í fimmta sæti listans. En fyrir tveimur árum síðan, þegar Ör kom út, þá sat hún í sextánda sæti listans þessa síðustu viku fyrir jól.“Forlagið ber höfuð og herðar yfir keppinauta sína Nú, þegar staðan liggur að verulegu leyti fyrir hvað þessa jólabókatíð varðar er forvitnilegt að skoða dreifingu mest seldu bókanna á milli útgefenda. Þetta er ekki síst árlegt kapphlaup þeirra á milli. Vísir bað Bryndísi að líta sérstaklega til þessa.Glæpasagnahöfundarnir Arnaldur og Yrsa halda stöðu sinni á toppi bóksölulista.Í ljós kemur að Forlagið heldur stöðu sinni sem stærsti útgefandi og seljandi íslenskra bóka, þeir eiga 9 af 20 mest seldu titlunum núna síðustu vikuna fyrir jól. Bjartur Veröld fylgir svo á eftir með 5 titla, Sögur útgáfa með 2 og fjórir minni útgefendur með einn titil hver. „Það verður forvitnilegt að sjá hvort nýstaðfestar aðgerðir ríkisstjórnarinnar muni hafa áhrif á þessa stöðu að ári, en þær koma til framkvæmda nú eftir áramót og fela í sér 25 prósenta endurgreiðslu á framleiðslukostnaði til útgefenda, líkt og kvikmynda- og tónlistabransinn hefur þegar fengið. Þessar endurgreiðslur nýtast þó ekki fyrir jólabækurnar í ár,“ segir Bryndís.Bóksala nær hámarki nú um helgina En, heilt yfir segir Bryndís söluna dreifast ágætlega á fjölmarga titla og áhyggjur manna yfir því að bækur yrðu uppseldar sökum þess hversu margar eru prentaðar erlendis, virðast hafa verið óþarfar. „Jólabókasalan fór snemma af stað í ár en hún eykst jafnan stöðugt alveg fram að Þorláksmessu og nær væntanlega hámarki nú í kringum helgina. Mér hefur þó sýnst þróunin síðustu ár vera í þá átt að kaupendur séu almennt fyrr á ferð í gjafkaupum sínum, Þorláksmessa er ekki lengur sami risadagurinn og fyrir 15 - 20 árum, þó vitanlega sé dagurinn enn þá stærsti dagur ársins hjá íslensku verslunarfólki,“ segir Bryndís hjá Félagi bókaútgefenda. En, svona lítur sjóðheitur listinn út: Topplistinn - söluhæstu titlar Bóksölulistans 12.-18. desember Stúlkan hjá brúnni - Arnaldur Indriðason / Forlagið - Vaka Helgafell Brúðan - Yrsa Sigurðardóttir / Veröld Þorpið - Ragnar Jónasson / Veröld Siggi sítróna - Gunnar Helgason / Forlagið - Mál og menning Ungfrú Ísland - Auður Ava Ólafsdóttir / Benedikt bókaútgáfa Útkall - Þrekvirki í djúpinu - Óttar Sveinsson / ÚtkallÞitt eigið tímaferðalag - Ævar Þór Benediktsson / Forlagið - Mál og menning Hornauga - Ásdís Halla Bragadóttir / Veröld Sextíu kíló af sólskini - Hallgrímur Helgason / Forlagið - JPV Orri óstöðvandi - Bjarni Fritzson / Út fyrir kassann Krýsuvík - Stefán Máni / Sögur útgáfa Aron - sagan mín - Aron Einar Gunnarsson og Einar Lövdahl / Fullt tungl Skúli fógeti - Þórunn Jarla Valdimarsdóttir / Forlagið - JPVFíasól gefst aldrei upp -Kristín Helga Gunnarsdóttir / Forlagið - Mál og menning Flóra Íslands - Hörður Kristinsson, Jón Baldur Hlíðberg, Þóra Ellen Þórhallsdóttir / Forlagið - Vaka HelgafellBeint í ofninn - Nanna Rögnvaldardóttir / Forlagið - Iðunn Kaupthinking – Bankinn sem átti sig sjálfur - Þórður Snær Júlíusson / Veröld Henny Hermanns – Vertu stillt! - Margrét Blöndal / Bjartur Steindi í orlofi - Steinþór Hróar Steinþórsson / Sögur útgáfaVísindabók Villa - Truflaðar tilraunir - Vilhelm Anton Jónsson / Forlagið - JPV Íslensk skáldverk Stúlkan hjá brúnni - Arnaldur Indriðason Brúðan - Yrsa Sigurðardóttir Þorpið - Ragnar Jónasson Ungfrú Ísland - Auður Ava Ólafsdóttir Sextíu kíló af sólskini - Hallgrímur Helgason Krýsuvík - Stefán Máni Lifandilífslækur - Bergsveinn Birgisson Stormfuglar - Einar Kárason Svik - Lilja Sigurðardóttir Ástin, Texas - Guðrún Eva Mínervudóttir Þýdd skáldverk Dag einn í desember - Joise Silver Jól í Litla bakaríinu við Strandgötu -Jenny Colgan Alein - Mary Higgins Clark Sagnaseiður - Sally Magnusson Saga tveggja borga - Charles Dickens Lífið heldur áfram - Winne Li Galdra-Manga - Tapio Koivukari Þurrviðri - Peter Robinson Lífið heldur áfram - kilja - Winne Li Þorsti - Jo Nesbø Ljóð & leikrit Hjarta landsins - Ómar Ragnarsson Vammfirring - Þórarinn Eldjárn Sálumessa - Gerður Kristný Haustaugu - Hannes Pétursson Rof - Bubbi Morthens Ljóð muna ferð - Sigurður Pálsson Smáa letrið - Linda Vilhjálmsdóttir Því miður - Dagur Hjartarson Að ljóði muntu verða - Steinunn Sigurðardóttir Fiðrildi í rökkrinu - Magnús Skúlason Barnabækur - skáldverk Siggi sítróna - Gunnar Helgason Þitt eigið tímaferðalag - Ævar Þór Benediktsson Orri óstöðvandi - Bjarni Fritzson Fíasól gefst aldrei upp - Kristín Helga Gunnarsdóttir Hvolparnir bjarga jólunum - Hvolpasveitin Lára fer til læknis - Birgitta Haukdal Miðnæturgengið - David Walliams Jólasyrpa 2018 - Walt Disney Fallegu lögin okkar - Ýmsir - Jón Ólafsson Henri rænt í Rússlandi - Þorgrímur Þráinsson Barna- og ungmennafræði- og handbækur Steindi í orlofi - Steinþór Hróar Steinþórsson Vísindabók Villa - Truflaðar tilraunir -Vilhelm Anton Jónsson Stóra fótboltabókin með Gumma Ben -Guðmundur Benediktsson 13 þrautir jólasveinanna: Óþekktarormar - Huginn Þór Grétarsson Brandarar og gátur 3 - Huginn Þór Grétarsson Jólaföndur - Bókafélagið Fótboltaspurningar 2018 - Bjarni Þór Guðjónsson Leyndarmálin mín - Bókafélagið Norrænu goðin - Johan Egerkranz Svarthol - Sævar Helgi Bragason Ungmennabækur Ljónið - Hildur Knútsdóttir Rotturnar - Ragnheiður Eyjólfsdóttir Vítisvélar - Philip Reeve Pax- Níðstöngin - Åsa Larsson & Ingela Korsell Hyldýpið - Camilla Sten & Viveca Sten Bækur duftsins - Villimærin fagra - Philip Pullman Flókið líf Leu Ólivers - Catherine Girard-Audet Sölvasaga Daníelssonar - Arnar Már Arngrímsson Hvísl hrafnanna 2 - Malene Sølvsten Skjaldbökur alla leiðina niður - John Green Fræði og almennt efni Útkall - Þrekvirki í djúpinu - Óttar Sveinsson Flóra Íslands - Hörður Kristinsson, Jón Baldur Hlíðberg, Þóra Ellen Þórhallsdóttir Beint í ofninn - Nanna Rögnvaldardóttir Kaupthinking – Bankinn sem átti sig sjálfur - Þórður Snær JúlíussonHvað er í matinn? - Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir Ekki misskilja mig vitlaust! - Guðjón Ingi Eiríksson Hvítabirnir á Íslandi - Rósa Rut Þórisdóttir Stóra Disney uppskriftabókin - Vinsælustu uppskriftirnar- Tobba Marinós ritst. Prjónað af ást - Lene Holme Samsöe Kambsmálið - Jón Hjartarson Ævisögur Hornauga - Ásdís Halla Bragadóttir Aron - sagan mín - Aron Einar Gunnarsson og Einar Lövdahl Skúli fógeti - Þórunn Jarla Valdimarsdóttir Henny Hermanns – Vertu stillt! - Margrét Blöndal PQ-17 skipalestin - Kolbrún Albertsdóttir Hasim - Þóra Kristín Ásgeirsdóttir Níu líf Gísla Steingrímssonar - Sigmundur Ernir Rúnarsson Geðveikt með köflum - Sigursteinn Másson Nú brosir nóttin - æviminningar Guðmundar Einarssonar - Theódór Gunnlaugsson Ærumissir - Davíð Logi Sigurðsson Hljóðbækur Stúlkan hjá brúnni - Arnaldur Indriðason Hrakningar á heiðarvegum - Pálmi Hannesson Kapítóla - E.D.E.N. Southworht Nú - nú, óskráð saga - Steinþór Þórðarson segir frá Útkall - Þrekvirki í djúpinu - Óttar Sveinsson Uppsafnað frá áramótum - söluhæstu bækurnar frá 1. janúar 2018 Stúlkan hjá brúnni - Arnaldur Indriðason Brúðan - Yrsa Sigurðardóttir Útkall - Þrekvirki í djúpinu - Óttar Sveinsson Þorpið - Ragnar Jónasson Siggi sítróna - Gunnar Helgason Þitt eigið tímaferðalag - Ævar Þór Benediktsson Ungfrú Ísland - Auður Ava Ólafsdóttir Hornauga - Ásdís Halla Bragadóttir Sextíu kíló af sólskini - Hallgrímur Helgason Orri óstöðvandi - Bjarni Fritzson Bókmenntir Menning Tengdar fréttir Glænýr bóksölulisti: Arnaldur segir ekkert sérstaklega kalt á toppnum Ekkert fær haggað konungi íslensku glæpasögunnar af toppi bóksölulistans. 13. desember 2018 13:24 Birgitta styrkir stöðu sína á bóksölulistanum Glæpasagnaprinsinn Ragnar styrkir stöðu sína. 30. nóvember 2018 09:23 Nýr bóksölulisti: Birgitta með tvær bækur á aðallista Barnabækur einkennandi fyrir nýjan bóksölulista. 22. nóvember 2018 15:18 Steindi brýst inn á bóksölulista Fátt fær haggað þeim Arnaldi og Yrsu sem sitja sem fastast á toppi aðallistans. 6. desember 2018 10:50 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þá liggur fyrir síðasti bóksölulisti fyrir jólin. Ekki er að sjá miklar breytingar eins og spáð hafði verið fyrir viku: Arnaldur og Yrsa eru enn á toppnum. En, Þorpið hans Ragnars Jónassonar stekkur upp um eitt sæti og er komið í þriðja sæti aðallistans. „Þetta er stórstökk fyrir Ragnar sem sat á þessum tíma fyrir ári síðan í sjöunda sæti listans og árið 2016 var hann í átjánda sæti,“ segir Bryndís Loftsdóttir hjá Fíbút, sérfræðingur Vísis í bóksölunni. „Þá má jafnframt segja að Auður Ava sé í liði með Ragnari í hástökkvaradeildinni, bók hennar, Ungfrú Ísland, situr nú í fimmta sæti listans. En fyrir tveimur árum síðan, þegar Ör kom út, þá sat hún í sextánda sæti listans þessa síðustu viku fyrir jól.“Forlagið ber höfuð og herðar yfir keppinauta sína Nú, þegar staðan liggur að verulegu leyti fyrir hvað þessa jólabókatíð varðar er forvitnilegt að skoða dreifingu mest seldu bókanna á milli útgefenda. Þetta er ekki síst árlegt kapphlaup þeirra á milli. Vísir bað Bryndísi að líta sérstaklega til þessa.Glæpasagnahöfundarnir Arnaldur og Yrsa halda stöðu sinni á toppi bóksölulista.Í ljós kemur að Forlagið heldur stöðu sinni sem stærsti útgefandi og seljandi íslenskra bóka, þeir eiga 9 af 20 mest seldu titlunum núna síðustu vikuna fyrir jól. Bjartur Veröld fylgir svo á eftir með 5 titla, Sögur útgáfa með 2 og fjórir minni útgefendur með einn titil hver. „Það verður forvitnilegt að sjá hvort nýstaðfestar aðgerðir ríkisstjórnarinnar muni hafa áhrif á þessa stöðu að ári, en þær koma til framkvæmda nú eftir áramót og fela í sér 25 prósenta endurgreiðslu á framleiðslukostnaði til útgefenda, líkt og kvikmynda- og tónlistabransinn hefur þegar fengið. Þessar endurgreiðslur nýtast þó ekki fyrir jólabækurnar í ár,“ segir Bryndís.Bóksala nær hámarki nú um helgina En, heilt yfir segir Bryndís söluna dreifast ágætlega á fjölmarga titla og áhyggjur manna yfir því að bækur yrðu uppseldar sökum þess hversu margar eru prentaðar erlendis, virðast hafa verið óþarfar. „Jólabókasalan fór snemma af stað í ár en hún eykst jafnan stöðugt alveg fram að Þorláksmessu og nær væntanlega hámarki nú í kringum helgina. Mér hefur þó sýnst þróunin síðustu ár vera í þá átt að kaupendur séu almennt fyrr á ferð í gjafkaupum sínum, Þorláksmessa er ekki lengur sami risadagurinn og fyrir 15 - 20 árum, þó vitanlega sé dagurinn enn þá stærsti dagur ársins hjá íslensku verslunarfólki,“ segir Bryndís hjá Félagi bókaútgefenda. En, svona lítur sjóðheitur listinn út: Topplistinn - söluhæstu titlar Bóksölulistans 12.-18. desember Stúlkan hjá brúnni - Arnaldur Indriðason / Forlagið - Vaka Helgafell Brúðan - Yrsa Sigurðardóttir / Veröld Þorpið - Ragnar Jónasson / Veröld Siggi sítróna - Gunnar Helgason / Forlagið - Mál og menning Ungfrú Ísland - Auður Ava Ólafsdóttir / Benedikt bókaútgáfa Útkall - Þrekvirki í djúpinu - Óttar Sveinsson / ÚtkallÞitt eigið tímaferðalag - Ævar Þór Benediktsson / Forlagið - Mál og menning Hornauga - Ásdís Halla Bragadóttir / Veröld Sextíu kíló af sólskini - Hallgrímur Helgason / Forlagið - JPV Orri óstöðvandi - Bjarni Fritzson / Út fyrir kassann Krýsuvík - Stefán Máni / Sögur útgáfa Aron - sagan mín - Aron Einar Gunnarsson og Einar Lövdahl / Fullt tungl Skúli fógeti - Þórunn Jarla Valdimarsdóttir / Forlagið - JPVFíasól gefst aldrei upp -Kristín Helga Gunnarsdóttir / Forlagið - Mál og menning Flóra Íslands - Hörður Kristinsson, Jón Baldur Hlíðberg, Þóra Ellen Þórhallsdóttir / Forlagið - Vaka HelgafellBeint í ofninn - Nanna Rögnvaldardóttir / Forlagið - Iðunn Kaupthinking – Bankinn sem átti sig sjálfur - Þórður Snær Júlíusson / Veröld Henny Hermanns – Vertu stillt! - Margrét Blöndal / Bjartur Steindi í orlofi - Steinþór Hróar Steinþórsson / Sögur útgáfaVísindabók Villa - Truflaðar tilraunir - Vilhelm Anton Jónsson / Forlagið - JPV Íslensk skáldverk Stúlkan hjá brúnni - Arnaldur Indriðason Brúðan - Yrsa Sigurðardóttir Þorpið - Ragnar Jónasson Ungfrú Ísland - Auður Ava Ólafsdóttir Sextíu kíló af sólskini - Hallgrímur Helgason Krýsuvík - Stefán Máni Lifandilífslækur - Bergsveinn Birgisson Stormfuglar - Einar Kárason Svik - Lilja Sigurðardóttir Ástin, Texas - Guðrún Eva Mínervudóttir Þýdd skáldverk Dag einn í desember - Joise Silver Jól í Litla bakaríinu við Strandgötu -Jenny Colgan Alein - Mary Higgins Clark Sagnaseiður - Sally Magnusson Saga tveggja borga - Charles Dickens Lífið heldur áfram - Winne Li Galdra-Manga - Tapio Koivukari Þurrviðri - Peter Robinson Lífið heldur áfram - kilja - Winne Li Þorsti - Jo Nesbø Ljóð & leikrit Hjarta landsins - Ómar Ragnarsson Vammfirring - Þórarinn Eldjárn Sálumessa - Gerður Kristný Haustaugu - Hannes Pétursson Rof - Bubbi Morthens Ljóð muna ferð - Sigurður Pálsson Smáa letrið - Linda Vilhjálmsdóttir Því miður - Dagur Hjartarson Að ljóði muntu verða - Steinunn Sigurðardóttir Fiðrildi í rökkrinu - Magnús Skúlason Barnabækur - skáldverk Siggi sítróna - Gunnar Helgason Þitt eigið tímaferðalag - Ævar Þór Benediktsson Orri óstöðvandi - Bjarni Fritzson Fíasól gefst aldrei upp - Kristín Helga Gunnarsdóttir Hvolparnir bjarga jólunum - Hvolpasveitin Lára fer til læknis - Birgitta Haukdal Miðnæturgengið - David Walliams Jólasyrpa 2018 - Walt Disney Fallegu lögin okkar - Ýmsir - Jón Ólafsson Henri rænt í Rússlandi - Þorgrímur Þráinsson Barna- og ungmennafræði- og handbækur Steindi í orlofi - Steinþór Hróar Steinþórsson Vísindabók Villa - Truflaðar tilraunir -Vilhelm Anton Jónsson Stóra fótboltabókin með Gumma Ben -Guðmundur Benediktsson 13 þrautir jólasveinanna: Óþekktarormar - Huginn Þór Grétarsson Brandarar og gátur 3 - Huginn Þór Grétarsson Jólaföndur - Bókafélagið Fótboltaspurningar 2018 - Bjarni Þór Guðjónsson Leyndarmálin mín - Bókafélagið Norrænu goðin - Johan Egerkranz Svarthol - Sævar Helgi Bragason Ungmennabækur Ljónið - Hildur Knútsdóttir Rotturnar - Ragnheiður Eyjólfsdóttir Vítisvélar - Philip Reeve Pax- Níðstöngin - Åsa Larsson & Ingela Korsell Hyldýpið - Camilla Sten & Viveca Sten Bækur duftsins - Villimærin fagra - Philip Pullman Flókið líf Leu Ólivers - Catherine Girard-Audet Sölvasaga Daníelssonar - Arnar Már Arngrímsson Hvísl hrafnanna 2 - Malene Sølvsten Skjaldbökur alla leiðina niður - John Green Fræði og almennt efni Útkall - Þrekvirki í djúpinu - Óttar Sveinsson Flóra Íslands - Hörður Kristinsson, Jón Baldur Hlíðberg, Þóra Ellen Þórhallsdóttir Beint í ofninn - Nanna Rögnvaldardóttir Kaupthinking – Bankinn sem átti sig sjálfur - Þórður Snær JúlíussonHvað er í matinn? - Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir Ekki misskilja mig vitlaust! - Guðjón Ingi Eiríksson Hvítabirnir á Íslandi - Rósa Rut Þórisdóttir Stóra Disney uppskriftabókin - Vinsælustu uppskriftirnar- Tobba Marinós ritst. Prjónað af ást - Lene Holme Samsöe Kambsmálið - Jón Hjartarson Ævisögur Hornauga - Ásdís Halla Bragadóttir Aron - sagan mín - Aron Einar Gunnarsson og Einar Lövdahl Skúli fógeti - Þórunn Jarla Valdimarsdóttir Henny Hermanns – Vertu stillt! - Margrét Blöndal PQ-17 skipalestin - Kolbrún Albertsdóttir Hasim - Þóra Kristín Ásgeirsdóttir Níu líf Gísla Steingrímssonar - Sigmundur Ernir Rúnarsson Geðveikt með köflum - Sigursteinn Másson Nú brosir nóttin - æviminningar Guðmundar Einarssonar - Theódór Gunnlaugsson Ærumissir - Davíð Logi Sigurðsson Hljóðbækur Stúlkan hjá brúnni - Arnaldur Indriðason Hrakningar á heiðarvegum - Pálmi Hannesson Kapítóla - E.D.E.N. Southworht Nú - nú, óskráð saga - Steinþór Þórðarson segir frá Útkall - Þrekvirki í djúpinu - Óttar Sveinsson Uppsafnað frá áramótum - söluhæstu bækurnar frá 1. janúar 2018 Stúlkan hjá brúnni - Arnaldur Indriðason Brúðan - Yrsa Sigurðardóttir Útkall - Þrekvirki í djúpinu - Óttar Sveinsson Þorpið - Ragnar Jónasson Siggi sítróna - Gunnar Helgason Þitt eigið tímaferðalag - Ævar Þór Benediktsson Ungfrú Ísland - Auður Ava Ólafsdóttir Hornauga - Ásdís Halla Bragadóttir Sextíu kíló af sólskini - Hallgrímur Helgason Orri óstöðvandi - Bjarni Fritzson
Bókmenntir Menning Tengdar fréttir Glænýr bóksölulisti: Arnaldur segir ekkert sérstaklega kalt á toppnum Ekkert fær haggað konungi íslensku glæpasögunnar af toppi bóksölulistans. 13. desember 2018 13:24 Birgitta styrkir stöðu sína á bóksölulistanum Glæpasagnaprinsinn Ragnar styrkir stöðu sína. 30. nóvember 2018 09:23 Nýr bóksölulisti: Birgitta með tvær bækur á aðallista Barnabækur einkennandi fyrir nýjan bóksölulista. 22. nóvember 2018 15:18 Steindi brýst inn á bóksölulista Fátt fær haggað þeim Arnaldi og Yrsu sem sitja sem fastast á toppi aðallistans. 6. desember 2018 10:50 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Glænýr bóksölulisti: Arnaldur segir ekkert sérstaklega kalt á toppnum Ekkert fær haggað konungi íslensku glæpasögunnar af toppi bóksölulistans. 13. desember 2018 13:24
Birgitta styrkir stöðu sína á bóksölulistanum Glæpasagnaprinsinn Ragnar styrkir stöðu sína. 30. nóvember 2018 09:23
Nýr bóksölulisti: Birgitta með tvær bækur á aðallista Barnabækur einkennandi fyrir nýjan bóksölulista. 22. nóvember 2018 15:18
Steindi brýst inn á bóksölulista Fátt fær haggað þeim Arnaldi og Yrsu sem sitja sem fastast á toppi aðallistans. 6. desember 2018 10:50