Framleiðandi Marlboro veðjar á veip Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. desember 2018 14:31 Rafrettur Juul Labs líkjast USB-kubbi. Getty/Gabby Jones Fyrirtækið Altria, sem framleiðir Marlboro-sígaretturnar, er í þann mund að kaup 35 prósent hlut í rafrettuframleiðandanm Juul Labs. Talið er að hluturinn sé metinn á um 12,8 milljarða bandaríkjadala, sem gera um 1500 milljarða króna. Viðskiptin eru sögð til marks um vaxandi vinsældir rafretta á síðustu árum. Í yfirlýsingu frá sígarettuframleiðandanum segir meðal annars að kaupin séu í takti við framtíðarsýn sem gerir ráð fyrir að fullorðnir muni í auknum mæli færa sig frá hefðbundnum sígarettur yfir í rafrettur. Þó svo að Juul Labs sé ekki nema þriggja ára gamalt er fyrirtækið engu að síður orðið stórtækasti framleiðandi rafretta vestanhafs. Áætlað er að Juul Labs sé nú með um 75 prósent markaðshlutdeild á bandaríska rafrettumarkaðnum. Fyrirtækið var verðmetið á um 16 milljarða dala fyrir hálfu ári - en í ljósi þess að 35 prósent hlutur er nú metinn á 12,8 milljarða dala er heildarvirði þess í dag nær því að vera um 36,5 milljarðar dala.Breska ríkisútvarpið segist ekki sjá annað en áframhaldandi vöxt í kortunum hjá Juul Labs. Vörur fyrirtækisins munu njóta góðs af víðfemu söluneti Altria, auk þess sem síðarnefnda fyrirtækið hefur mikla reynslu af því að hafa áhrif á lagasetningu í Bandaríkjunum. Vindlingabransinn hefur átt í vök að verjast vestanhafs og fyrir vikið hefur Altria öðlast yfirgripsmikla þekkingu á því hvernig best er að þrýsta á þarlenda stjórnmálamenn. Það muni eflaust koma sér vel ef og þegar sjónum verður beint að rafrettunum en nú þegar eru uppi háværar efasemdir um heilnæmi þeirra. Í því samhengi er bent á að Juul Labs hafi varið um 890 þúsund dölum í hvers kyns lobbíisma á þessu ári - samanborið við þá rúmlega 7 milljónir dala sem Altria hefur notað í baráttu sína í ár. Rafrettur Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Fyrirtækið Altria, sem framleiðir Marlboro-sígaretturnar, er í þann mund að kaup 35 prósent hlut í rafrettuframleiðandanm Juul Labs. Talið er að hluturinn sé metinn á um 12,8 milljarða bandaríkjadala, sem gera um 1500 milljarða króna. Viðskiptin eru sögð til marks um vaxandi vinsældir rafretta á síðustu árum. Í yfirlýsingu frá sígarettuframleiðandanum segir meðal annars að kaupin séu í takti við framtíðarsýn sem gerir ráð fyrir að fullorðnir muni í auknum mæli færa sig frá hefðbundnum sígarettur yfir í rafrettur. Þó svo að Juul Labs sé ekki nema þriggja ára gamalt er fyrirtækið engu að síður orðið stórtækasti framleiðandi rafretta vestanhafs. Áætlað er að Juul Labs sé nú með um 75 prósent markaðshlutdeild á bandaríska rafrettumarkaðnum. Fyrirtækið var verðmetið á um 16 milljarða dala fyrir hálfu ári - en í ljósi þess að 35 prósent hlutur er nú metinn á 12,8 milljarða dala er heildarvirði þess í dag nær því að vera um 36,5 milljarðar dala.Breska ríkisútvarpið segist ekki sjá annað en áframhaldandi vöxt í kortunum hjá Juul Labs. Vörur fyrirtækisins munu njóta góðs af víðfemu söluneti Altria, auk þess sem síðarnefnda fyrirtækið hefur mikla reynslu af því að hafa áhrif á lagasetningu í Bandaríkjunum. Vindlingabransinn hefur átt í vök að verjast vestanhafs og fyrir vikið hefur Altria öðlast yfirgripsmikla þekkingu á því hvernig best er að þrýsta á þarlenda stjórnmálamenn. Það muni eflaust koma sér vel ef og þegar sjónum verður beint að rafrettunum en nú þegar eru uppi háværar efasemdir um heilnæmi þeirra. Í því samhengi er bent á að Juul Labs hafi varið um 890 þúsund dölum í hvers kyns lobbíisma á þessu ári - samanborið við þá rúmlega 7 milljónir dala sem Altria hefur notað í baráttu sína í ár.
Rafrettur Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira