Lagafrumvarp um vegtolla lagt fram í mars Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. desember 2018 13:37 Jón Gunnarsson er starfandi formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Stöð 2/Bjarni Einarsson. Jón Gunnarsson formaður umhverfis-og samgöngunefndar er bjartsýnn á að tímaáætlun samgönguáætlunar standist og lagafrumvarp um flýtiframkvæmdir og gjaldtöku verði lagt fram í mars á næsta ári. Nefndin kynnir tillögur um mögulegar fjármögnunarleiðir og gjaldtöku í vegakerfinu í janúar. Nú í desember voru kynntar breytingartillögur við samgönguáætlun á Alþingi þar sem kom meðal annars fram að veggjöld verða tekin upp á öllum stofnbrautum út frá Reykjavík en einnig um allt land þar á meðal jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar. Nokkrir þingmenn úr stjórnarandstöðuflokkum gerðu alvarlegar athugasemdir við það að svo stórar grundvallarbreytingar væru lagðar fram þegar aðeins nokkrir dagar væru eftir af þingstörfum en stefnt var að samþykkt samgönguáætlunar fyrir áramót. Afgreiðslu samgönguáætlunar var frestað nokkrum dögum síðar til 1. febrúar á næsta ári. Jón segir að búist sé við að nefndin skili tillögum um veggjöldin í janúar. „Umhverfis og samgöngunefnd mun síðan hittast aftur um miðjan janúar og ljúka sinni umfjöllun um þetta mál og þá er reiknað með að ljúka afgreiðslu þess í þinginu um mánaðamótin janúar og febrúar.“ Starf nefndarinnar gangi samkvæmt áætlun. „Umhverfis-og samgöngunefnd hefur verið að útfæra þær forsendur sem meirihlutinn þar vill að þetta snúist um, það er að segja, þessar breytingar á samgönguáætlun og þá útfærslu á þessum veggjaldahugmyndum,“ segir Jón. Samkvæmt áætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að samgönguáætlun verði afgreitt frá Alþingi í febrúar og í mars verði lagt fram lagafrumvarp um flýtiframkvæmdir og gjaldtöku. Jón telur að það náist. „Við stefnum að því að ljúka þessu núna á vordögum þannig að ef um þetta næst sátt þá held ég að það sé ástæða til að vera bjartsýnn með það,“ segir Jón. Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir FÍB vill að ráðamenn skili bílasköttum til vegagerðar Félag íslenskra bifreiðaeigenda óttast að innheimtukerfi vegtolla verði of dýr lausn fyrir örríki eins og Ísland og hvetur ráðamenn frekar til að láta þá skatta, sem þegar eru teknir af bíleigendum, renna til vegagerðar. 17. desember 2018 20:30 Vegtollum ætlað að fara í sérfélag um flýtiverkefnin Tekjur af veggjöldum eiga ekki að renna í ríkissjóð heldur inn í sérfélag sem hafi það eina hlutverk að greiða tiltekin verkefni og þegar þau eru uppgreidd verður innheimtu hætt. 15. desember 2018 14:00 Samgönguáætlun sögð stríðshanski inn í þingið Áform stjórnarflokkanna um að ná vegtollum inn í samgönguáætlun fyrir jólahlé Alþingis eru í uppnámi eftir að stjórnarandstæðingar hótuðu málþófi. 11. desember 2018 22:00 Bubbi vill ekki tolla Rokkkóngurinn segir að þetta muni kosta heimili sitt 72 þúsund krónur á ári. 20. desember 2018 11:08 Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira
Jón Gunnarsson formaður umhverfis-og samgöngunefndar er bjartsýnn á að tímaáætlun samgönguáætlunar standist og lagafrumvarp um flýtiframkvæmdir og gjaldtöku verði lagt fram í mars á næsta ári. Nefndin kynnir tillögur um mögulegar fjármögnunarleiðir og gjaldtöku í vegakerfinu í janúar. Nú í desember voru kynntar breytingartillögur við samgönguáætlun á Alþingi þar sem kom meðal annars fram að veggjöld verða tekin upp á öllum stofnbrautum út frá Reykjavík en einnig um allt land þar á meðal jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar. Nokkrir þingmenn úr stjórnarandstöðuflokkum gerðu alvarlegar athugasemdir við það að svo stórar grundvallarbreytingar væru lagðar fram þegar aðeins nokkrir dagar væru eftir af þingstörfum en stefnt var að samþykkt samgönguáætlunar fyrir áramót. Afgreiðslu samgönguáætlunar var frestað nokkrum dögum síðar til 1. febrúar á næsta ári. Jón segir að búist sé við að nefndin skili tillögum um veggjöldin í janúar. „Umhverfis og samgöngunefnd mun síðan hittast aftur um miðjan janúar og ljúka sinni umfjöllun um þetta mál og þá er reiknað með að ljúka afgreiðslu þess í þinginu um mánaðamótin janúar og febrúar.“ Starf nefndarinnar gangi samkvæmt áætlun. „Umhverfis-og samgöngunefnd hefur verið að útfæra þær forsendur sem meirihlutinn þar vill að þetta snúist um, það er að segja, þessar breytingar á samgönguáætlun og þá útfærslu á þessum veggjaldahugmyndum,“ segir Jón. Samkvæmt áætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að samgönguáætlun verði afgreitt frá Alþingi í febrúar og í mars verði lagt fram lagafrumvarp um flýtiframkvæmdir og gjaldtöku. Jón telur að það náist. „Við stefnum að því að ljúka þessu núna á vordögum þannig að ef um þetta næst sátt þá held ég að það sé ástæða til að vera bjartsýnn með það,“ segir Jón.
Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir FÍB vill að ráðamenn skili bílasköttum til vegagerðar Félag íslenskra bifreiðaeigenda óttast að innheimtukerfi vegtolla verði of dýr lausn fyrir örríki eins og Ísland og hvetur ráðamenn frekar til að láta þá skatta, sem þegar eru teknir af bíleigendum, renna til vegagerðar. 17. desember 2018 20:30 Vegtollum ætlað að fara í sérfélag um flýtiverkefnin Tekjur af veggjöldum eiga ekki að renna í ríkissjóð heldur inn í sérfélag sem hafi það eina hlutverk að greiða tiltekin verkefni og þegar þau eru uppgreidd verður innheimtu hætt. 15. desember 2018 14:00 Samgönguáætlun sögð stríðshanski inn í þingið Áform stjórnarflokkanna um að ná vegtollum inn í samgönguáætlun fyrir jólahlé Alþingis eru í uppnámi eftir að stjórnarandstæðingar hótuðu málþófi. 11. desember 2018 22:00 Bubbi vill ekki tolla Rokkkóngurinn segir að þetta muni kosta heimili sitt 72 þúsund krónur á ári. 20. desember 2018 11:08 Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira
FÍB vill að ráðamenn skili bílasköttum til vegagerðar Félag íslenskra bifreiðaeigenda óttast að innheimtukerfi vegtolla verði of dýr lausn fyrir örríki eins og Ísland og hvetur ráðamenn frekar til að láta þá skatta, sem þegar eru teknir af bíleigendum, renna til vegagerðar. 17. desember 2018 20:30
Vegtollum ætlað að fara í sérfélag um flýtiverkefnin Tekjur af veggjöldum eiga ekki að renna í ríkissjóð heldur inn í sérfélag sem hafi það eina hlutverk að greiða tiltekin verkefni og þegar þau eru uppgreidd verður innheimtu hætt. 15. desember 2018 14:00
Samgönguáætlun sögð stríðshanski inn í þingið Áform stjórnarflokkanna um að ná vegtollum inn í samgönguáætlun fyrir jólahlé Alþingis eru í uppnámi eftir að stjórnarandstæðingar hótuðu málþófi. 11. desember 2018 22:00
Bubbi vill ekki tolla Rokkkóngurinn segir að þetta muni kosta heimili sitt 72 þúsund krónur á ári. 20. desember 2018 11:08
Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15