Dönsku meistarrnir í FC Midtjylland tilkynntu í gær á heimasíðu sinni að þeir hefðu skrifað undir samning við hinn sautján ára gamla Nikola Djuric.
Nikola kemur frá Breiðabliki en hann er sautján ára framsækinn leikmaður sem hentar vel inn í formúlu Midtjylland, segir stjórnandi akademíu félagisns Flemming Broe.
Nikola mun æfa með U19-ára liði félagsins og Flemming segir í viðtali við heimasíðu Midtjylland að Nikola sé duglegur markaskorarari með góða tækini.
Hann mun ekki bara spila fótbolta í Danmörku því í akademíu félagsins er mikil áhersla lögð á að yngri leikmenn liðsins gangi í skóla.
Nikola Dejan Djuric, eins og hann heitir fullu nafni, hefur verið í yngri landsliðum Íslands og hefur spilað fjóra leiki fyrir U17 ára landsliðið þó án þess að skora.
