Ekki öruggt að stærstu stjörnurnar keppi á Crossfit-mótinu í Reykjavík Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. desember 2018 14:00 Frá blaðamannafundinum í dag. Vísir Á blaðamannafundi í dag var kynnt alþjóðlegt Crossfit-mót sem fer fram á Íslandi dagana 3.-5. maí næstkomandi. Um er að ræða eitt af sextán alþjóðlegum mótum þar sem í boði er farseðill á heimsleikana í ár. Fjórar stærstu Crossfit-stjörnur Íslands sátu fyrir svörum á fundinum - þau Björgvin Karl Guðmundsson, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Annie Mist Þórisdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Fyrsta mótið af þeim sextán fór fram í Dúbæ í desember og þar varð Björgvin Karl í öðru sæti í karlaflokki og Sara í þriðja sæti í kvennaflokki. Aðeins sigurvegari hvers móts kemst á heimsleikana sjálfa en einnig verður hægt að komast inn á mótið í gegnum „The Open“ sem fer fram í febrúar og mars. „Miðað við þann árangur sem við höfum náð í íþróttinni finnst mér ótrúlegt að við höfum ekki fengið að halda mót fyrr,“ sagði Björgvin Karl við Vísi í dag. „Nú sjáum við fram á að geta haldið mót með fullt af áhorfendum og sterkum keppendum víðs vegar að úr heiminum.“ Katrín Tanja er tvöfaldur heimsmeistari íþróttinni og segir að það sé mikill heiður að svo sterkt mót verði haldið hér á landi. „Útlendingum finnst Ísland ótrúlega spennandi og ég er oft spurð að því hvað sé í vatninu hjá okkur og af hverju við höfum náð þessum árangri,“ sagði hún. „Ég held að þetta verði vinsælt mót hjá keppendum enda í lok tímabilsins þar sem fólk verður í kapphlaupi við að tryggja sig inn á heimsleikana.“ Óvíst er um þátttöku þeirra fjögurra sem voru á fundinum í dag en það mun ráðast af því hvort að þau verða komin með keppnisrétt á heimsleikunum þegar kemur að mótinu á Íslandi. „Ég get ekki staðfest strax að ég muni keppa á þessu móti en það kemur í ljós þegar líður á tímabilið. Það eina sem ég hef planað er mót í Afríku í lok janúar og mitt markmið er að koma mér strax á heimsleikana þar. Svo sér maður til hvar maður kepppir enda væri erfitt að hafa ekkert að stafni í hálft ár [þar til heimsleikarnir byrja]. Þannig að ég verð að sjá hvernig spilast úr þessu hjá mér,“ sagði Katrín. Björgvin Karl sagði 99 prósent öruggt að hann myndi keppa á mótinu í maí en nánar verður rætt við þau í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld klukkan 19.10. CrossFit Tengdar fréttir Alþjóðlegt CrossFit mót haldið á Íslandi í maí CrossFit Reykjavík heldur alþjóðlegt mót í CrossFit í byrjun maí næstkomandi þar sem sigurverðlaunin er þátttökuréttur á heimsleikunum næsta sumar. 18. desember 2018 08:30 Sara: Gott að vera komin aftur Íslenska CrossFit stjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stimplaði sig aftur inn meðal þeirra bestu með því að ná þriðja sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti í Dúbaí um helgina. 17. desember 2018 09:00 Björgvin Karl: Við víkingarnir stöndum saman "Ég er aldrei ánægður með annað sætið en geri undantekningu á því núna,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson inn á Instagram síðu sína eftir frábæra frammistöðu sína um helgina. 17. desember 2018 10:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Sjá meira
Á blaðamannafundi í dag var kynnt alþjóðlegt Crossfit-mót sem fer fram á Íslandi dagana 3.-5. maí næstkomandi. Um er að ræða eitt af sextán alþjóðlegum mótum þar sem í boði er farseðill á heimsleikana í ár. Fjórar stærstu Crossfit-stjörnur Íslands sátu fyrir svörum á fundinum - þau Björgvin Karl Guðmundsson, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Annie Mist Þórisdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Fyrsta mótið af þeim sextán fór fram í Dúbæ í desember og þar varð Björgvin Karl í öðru sæti í karlaflokki og Sara í þriðja sæti í kvennaflokki. Aðeins sigurvegari hvers móts kemst á heimsleikana sjálfa en einnig verður hægt að komast inn á mótið í gegnum „The Open“ sem fer fram í febrúar og mars. „Miðað við þann árangur sem við höfum náð í íþróttinni finnst mér ótrúlegt að við höfum ekki fengið að halda mót fyrr,“ sagði Björgvin Karl við Vísi í dag. „Nú sjáum við fram á að geta haldið mót með fullt af áhorfendum og sterkum keppendum víðs vegar að úr heiminum.“ Katrín Tanja er tvöfaldur heimsmeistari íþróttinni og segir að það sé mikill heiður að svo sterkt mót verði haldið hér á landi. „Útlendingum finnst Ísland ótrúlega spennandi og ég er oft spurð að því hvað sé í vatninu hjá okkur og af hverju við höfum náð þessum árangri,“ sagði hún. „Ég held að þetta verði vinsælt mót hjá keppendum enda í lok tímabilsins þar sem fólk verður í kapphlaupi við að tryggja sig inn á heimsleikana.“ Óvíst er um þátttöku þeirra fjögurra sem voru á fundinum í dag en það mun ráðast af því hvort að þau verða komin með keppnisrétt á heimsleikunum þegar kemur að mótinu á Íslandi. „Ég get ekki staðfest strax að ég muni keppa á þessu móti en það kemur í ljós þegar líður á tímabilið. Það eina sem ég hef planað er mót í Afríku í lok janúar og mitt markmið er að koma mér strax á heimsleikana þar. Svo sér maður til hvar maður kepppir enda væri erfitt að hafa ekkert að stafni í hálft ár [þar til heimsleikarnir byrja]. Þannig að ég verð að sjá hvernig spilast úr þessu hjá mér,“ sagði Katrín. Björgvin Karl sagði 99 prósent öruggt að hann myndi keppa á mótinu í maí en nánar verður rætt við þau í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld klukkan 19.10.
CrossFit Tengdar fréttir Alþjóðlegt CrossFit mót haldið á Íslandi í maí CrossFit Reykjavík heldur alþjóðlegt mót í CrossFit í byrjun maí næstkomandi þar sem sigurverðlaunin er þátttökuréttur á heimsleikunum næsta sumar. 18. desember 2018 08:30 Sara: Gott að vera komin aftur Íslenska CrossFit stjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stimplaði sig aftur inn meðal þeirra bestu með því að ná þriðja sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti í Dúbaí um helgina. 17. desember 2018 09:00 Björgvin Karl: Við víkingarnir stöndum saman "Ég er aldrei ánægður með annað sætið en geri undantekningu á því núna,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson inn á Instagram síðu sína eftir frábæra frammistöðu sína um helgina. 17. desember 2018 10:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Sjá meira
Alþjóðlegt CrossFit mót haldið á Íslandi í maí CrossFit Reykjavík heldur alþjóðlegt mót í CrossFit í byrjun maí næstkomandi þar sem sigurverðlaunin er þátttökuréttur á heimsleikunum næsta sumar. 18. desember 2018 08:30
Sara: Gott að vera komin aftur Íslenska CrossFit stjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stimplaði sig aftur inn meðal þeirra bestu með því að ná þriðja sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti í Dúbaí um helgina. 17. desember 2018 09:00
Björgvin Karl: Við víkingarnir stöndum saman "Ég er aldrei ánægður með annað sætið en geri undantekningu á því núna,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson inn á Instagram síðu sína eftir frábæra frammistöðu sína um helgina. 17. desember 2018 10:30