Hræðileg aðkoma og afar erfiðar aðstæður á vettvangi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. desember 2018 16:18 Frá vettvangi slyssins í dag. vísir/jói k. Aðstæður á slysstað við Núpsvötn í dag voru afar erfiðar og aðkoman hræðileg. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Herdísi Gunnarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU), sem hún sendi fjölmiðlum laust fyrir klukkan 16. Þrír létust í umferðarslysinu, tveir fullorðnir og ungt barn. Fjórir aðrir slösuðust alvarlega, tveir fullorðnir og börn á aldrinum sjö til níu ára. Sex þeirra sem voru í bílnum eru breskir ríkisborgarar, búsettir í Bretlandi, en unga barni sem lést í slysinu var ekki með staðfestan ríkisborgararétt. Í tilkynningu forstjórans segir að lögreglumaður frá Kirkjubæjarklaustri hafi verið fyrstur á vettvang. Rétt á eftir honum kom hjúkrunarfræðingur frá heilsugæslustöðinni á Kirkjubæjarklaustri og því næst allir tiltækir sjúkraflutningamenn frá HSU á Klaustri. „Aðstæður voru afar erfiðar á vettvangi. Aðkoman var hræðileg að þessu slysi að sögn sjúkraflutningamanna, hjúkrunarfræðinga og lækna hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Fáliðað var um tíma á vettvangi en fljótlega bættist í bjargir á slysstað þegar bættist í hóp lögreglumanna, heilbrigðisstarfsmanna, sjúkraflutningamanna og björgunarsveitarfólks ásamt slökkviliði með tækjabúnað. Tveir voru fyrir utan bíl þegar komið var að slysstað og fljótlega náðist að losa tvo einstaklinga til viðbótar úr bílnum, en einn þeirra var látinn. Aðrir farþegar í jeppanum vorum rígfastir og mjög illa slasaðir inni í bílnum,“ segir í tilkynningu forstjórans.Eins og sést á þessari mynd er brúin yfir Núpsvötn afar há og löng.aðgerðastjórnTók töluverðan tíma að koma búnaði að vettvangi slyssins Þar segir jafnframt að sjúkraflutningamenn, hjúkrunarfræðingar og læknar hafi komið á vettvang frá Vík, Höfn og Hvolsvelli. Þá komu sjúkraflutningamenn frá HSU á Selfossi á vettvang með þyrlu Landhelgisgæslunnar. „Töluverðan tíma tók að koma búnaði að slysavettvangi að sögn lögreglu vegna árbakkanna. Fjórir voru alvarlega slasaðir og náðist um hádegisbil að flytja þau með þyrlu á Landspítala. Það tók því umtalsverðan tíma að ná hinum slösuðu út úr jeppanum sem var afar illa farinn. Meðal þeirra sem flutt voru á Landspítala voru bæði börn og fullorðnir. Þau voru með áverka á kvið, höfði og stoðkerfi. Þrír létust í slysinu og er eitt barn þeirra á meðal. Tveir karlmenn og tvö börn voru flutt með þyrlu á Landspítala. Fyrir réttu ári síðan, á þriðja degi jóla, var alvarlegt rútuslys í heilbrigðisumdæmi Suðurlands í Eldhrauni vestan við Kirkjubæjarklaustur. Enn á ný kemur í ljós hve gott og faglegt samstarf milli heilbrigðisstarfsmanna og sjúkrafluntinga HSU, lögreglu og björgunarsveita á Suðurlandi skilar framúrskarandi björgunarstarfi við afar erfiðar aðstæður. Ljóst er að aðkoman að slysinu við brúna yfir Núpsvötn var afar erfið. Verulega tók á alla hlutaðeigandi björgunaraðila að sjá hversu illa fólkið var slasað. Viðrunarfundur, með aðkomu sálfræðings, verður haldinn í dag á Vík í Mýrdal með þeim aðilum sem komu hinum slösuðu til bjargar. Nauðsynlegt er að skoða hvernig má styrkja bjargir á þessu svæði með sívaxandi umferð ferðamanna og fara yfir búnað og bjargir á fjölsóttasta ferðamannasvæði á Íslandi. Þess má geta að samhliða þessu erfiða útkalli vegna slyssins voru fjögur önnur erfið bráðaútköll hjá sjúkraflutningum á sama tíma í umdæmi Suðurlands í dag. Því má lítið út af bregða til að mikið álag skapist hjá viðbragðsaðilum í framlínunni hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Öllum hlutaðeigandi eru færðar þakkir fyrir fumlaus og fagleg vinnubrögð.“ segir í tilkynningu forstjóra HSU.Fréttin hefur verið uppfærð með uppfærðri tilkynningu forstjórans. Banaslys við Núpsvötn Skaftárhreppur Tengdar fréttir Barn á meðal þeirra látnu Allir breskir ríkisborgarar sem voru í bílnum. 27. desember 2018 13:35 Erlendir fjölmiðlar fjalla um banaslysið við Núpsvötn Á meðal fyrstu frétta hjá stærstu miðlunum. 27. desember 2018 14:26 Vinnu að ljúka á slysstað við Núpsvötn Verið er að opna Suðurlandsveg á ný. 27. desember 2018 15:36 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Sjá meira
Aðstæður á slysstað við Núpsvötn í dag voru afar erfiðar og aðkoman hræðileg. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Herdísi Gunnarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU), sem hún sendi fjölmiðlum laust fyrir klukkan 16. Þrír létust í umferðarslysinu, tveir fullorðnir og ungt barn. Fjórir aðrir slösuðust alvarlega, tveir fullorðnir og börn á aldrinum sjö til níu ára. Sex þeirra sem voru í bílnum eru breskir ríkisborgarar, búsettir í Bretlandi, en unga barni sem lést í slysinu var ekki með staðfestan ríkisborgararétt. Í tilkynningu forstjórans segir að lögreglumaður frá Kirkjubæjarklaustri hafi verið fyrstur á vettvang. Rétt á eftir honum kom hjúkrunarfræðingur frá heilsugæslustöðinni á Kirkjubæjarklaustri og því næst allir tiltækir sjúkraflutningamenn frá HSU á Klaustri. „Aðstæður voru afar erfiðar á vettvangi. Aðkoman var hræðileg að þessu slysi að sögn sjúkraflutningamanna, hjúkrunarfræðinga og lækna hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Fáliðað var um tíma á vettvangi en fljótlega bættist í bjargir á slysstað þegar bættist í hóp lögreglumanna, heilbrigðisstarfsmanna, sjúkraflutningamanna og björgunarsveitarfólks ásamt slökkviliði með tækjabúnað. Tveir voru fyrir utan bíl þegar komið var að slysstað og fljótlega náðist að losa tvo einstaklinga til viðbótar úr bílnum, en einn þeirra var látinn. Aðrir farþegar í jeppanum vorum rígfastir og mjög illa slasaðir inni í bílnum,“ segir í tilkynningu forstjórans.Eins og sést á þessari mynd er brúin yfir Núpsvötn afar há og löng.aðgerðastjórnTók töluverðan tíma að koma búnaði að vettvangi slyssins Þar segir jafnframt að sjúkraflutningamenn, hjúkrunarfræðingar og læknar hafi komið á vettvang frá Vík, Höfn og Hvolsvelli. Þá komu sjúkraflutningamenn frá HSU á Selfossi á vettvang með þyrlu Landhelgisgæslunnar. „Töluverðan tíma tók að koma búnaði að slysavettvangi að sögn lögreglu vegna árbakkanna. Fjórir voru alvarlega slasaðir og náðist um hádegisbil að flytja þau með þyrlu á Landspítala. Það tók því umtalsverðan tíma að ná hinum slösuðu út úr jeppanum sem var afar illa farinn. Meðal þeirra sem flutt voru á Landspítala voru bæði börn og fullorðnir. Þau voru með áverka á kvið, höfði og stoðkerfi. Þrír létust í slysinu og er eitt barn þeirra á meðal. Tveir karlmenn og tvö börn voru flutt með þyrlu á Landspítala. Fyrir réttu ári síðan, á þriðja degi jóla, var alvarlegt rútuslys í heilbrigðisumdæmi Suðurlands í Eldhrauni vestan við Kirkjubæjarklaustur. Enn á ný kemur í ljós hve gott og faglegt samstarf milli heilbrigðisstarfsmanna og sjúkrafluntinga HSU, lögreglu og björgunarsveita á Suðurlandi skilar framúrskarandi björgunarstarfi við afar erfiðar aðstæður. Ljóst er að aðkoman að slysinu við brúna yfir Núpsvötn var afar erfið. Verulega tók á alla hlutaðeigandi björgunaraðila að sjá hversu illa fólkið var slasað. Viðrunarfundur, með aðkomu sálfræðings, verður haldinn í dag á Vík í Mýrdal með þeim aðilum sem komu hinum slösuðu til bjargar. Nauðsynlegt er að skoða hvernig má styrkja bjargir á þessu svæði með sívaxandi umferð ferðamanna og fara yfir búnað og bjargir á fjölsóttasta ferðamannasvæði á Íslandi. Þess má geta að samhliða þessu erfiða útkalli vegna slyssins voru fjögur önnur erfið bráðaútköll hjá sjúkraflutningum á sama tíma í umdæmi Suðurlands í dag. Því má lítið út af bregða til að mikið álag skapist hjá viðbragðsaðilum í framlínunni hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Öllum hlutaðeigandi eru færðar þakkir fyrir fumlaus og fagleg vinnubrögð.“ segir í tilkynningu forstjóra HSU.Fréttin hefur verið uppfærð með uppfærðri tilkynningu forstjórans.
Banaslys við Núpsvötn Skaftárhreppur Tengdar fréttir Barn á meðal þeirra látnu Allir breskir ríkisborgarar sem voru í bílnum. 27. desember 2018 13:35 Erlendir fjölmiðlar fjalla um banaslysið við Núpsvötn Á meðal fyrstu frétta hjá stærstu miðlunum. 27. desember 2018 14:26 Vinnu að ljúka á slysstað við Núpsvötn Verið er að opna Suðurlandsveg á ný. 27. desember 2018 15:36 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar fjalla um banaslysið við Núpsvötn Á meðal fyrstu frétta hjá stærstu miðlunum. 27. desember 2018 14:26