Meirihluti Íslendinga vill breyta reglum um sölu flugelda Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. desember 2018 14:37 Flugeldar hafa verið ómissandi hluti af áramótum margra. Fréttablaðið/ernir Á bilinu 45-46 prósent Íslendinga vilja óbreytt fyrirkomulag á sölu flugelda. Tæplega 7 prósent vilja banna þá alfarið og tæplega 48% vilja hefta söluna að einhverju leyti. Þetta má lesa úr svörum þeirra 817 manns sem svöruðu spurningum sem Maskína lagði fyrir fyrr í þessum mánuði. Niðurstöðurnar gefa einnig til kynna að karlar vilji frekar halda í óbreytt fyrirkomulag en konur. Hlutfall karla sem vilja núverandi sölufyrirkomulag er 53,3 prósent en 37,3 prósent kvenna. Þá eru konur hlynntari því að leyfa sölu eingöngu til flugeldasýninga (33,8 prósent) en karlar (22,6 prósent). Fólk á aldursbilinu 40-49 ára er líklegast til þess að vilja óbreytt fyrirkomulag á sölu flugelda. Könnunin gefur jafnframt til kynna að Reykvíkingar séu ólíklegastir til að vilja óbreytt fyrirkomulag, eða á bilinu 35-36 prósent. Þeir eru einnig líklegastir til þess að vilja hefta sölu á flugeldum á einn eða annan hátt. Norðlendingar eru líklegastir til þess að vilja hafa óbreytt fyrirkomulag á sölu flugelda, eða um 60 prósent. Þá er einnig töluverður munur á afstöðu fólks eftir menntun og stjórnmálaskoðunum. Þeir sem eru meira menntaðir eru hlynntari því að vilja breytt sölufyrirkomulag og kjósendur Pírata eru líklegastir til að vilja banna flugelda alfarið.Skýrsluna í PDF-formi má nálgast með því að smella hér. Flugeldar Tengdar fréttir Svíar þurfa sérstakt leyfi til að skjóta upp rakettum á næsta ári Komandi gamlárskvöld verður það síðasta þar sem almenningi í Svíþjóð gefst færi á að fagna nýju ári með því að skjóta upp rakettum án þess að fá til þess sérstakt leyfi. 28. desember 2018 10:35 Landsbjörg býður tré í stað flugelda Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í áramótaskógi. 26. desember 2018 20:00 Landsbjargarmenn segjast engir varðhundar flugeldasölu Hálf öld síðan flugeldasala hófst á Íslandi en nú eru blikur á lofti. 28. desember 2018 13:01 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
Á bilinu 45-46 prósent Íslendinga vilja óbreytt fyrirkomulag á sölu flugelda. Tæplega 7 prósent vilja banna þá alfarið og tæplega 48% vilja hefta söluna að einhverju leyti. Þetta má lesa úr svörum þeirra 817 manns sem svöruðu spurningum sem Maskína lagði fyrir fyrr í þessum mánuði. Niðurstöðurnar gefa einnig til kynna að karlar vilji frekar halda í óbreytt fyrirkomulag en konur. Hlutfall karla sem vilja núverandi sölufyrirkomulag er 53,3 prósent en 37,3 prósent kvenna. Þá eru konur hlynntari því að leyfa sölu eingöngu til flugeldasýninga (33,8 prósent) en karlar (22,6 prósent). Fólk á aldursbilinu 40-49 ára er líklegast til þess að vilja óbreytt fyrirkomulag á sölu flugelda. Könnunin gefur jafnframt til kynna að Reykvíkingar séu ólíklegastir til að vilja óbreytt fyrirkomulag, eða á bilinu 35-36 prósent. Þeir eru einnig líklegastir til þess að vilja hefta sölu á flugeldum á einn eða annan hátt. Norðlendingar eru líklegastir til þess að vilja hafa óbreytt fyrirkomulag á sölu flugelda, eða um 60 prósent. Þá er einnig töluverður munur á afstöðu fólks eftir menntun og stjórnmálaskoðunum. Þeir sem eru meira menntaðir eru hlynntari því að vilja breytt sölufyrirkomulag og kjósendur Pírata eru líklegastir til að vilja banna flugelda alfarið.Skýrsluna í PDF-formi má nálgast með því að smella hér.
Flugeldar Tengdar fréttir Svíar þurfa sérstakt leyfi til að skjóta upp rakettum á næsta ári Komandi gamlárskvöld verður það síðasta þar sem almenningi í Svíþjóð gefst færi á að fagna nýju ári með því að skjóta upp rakettum án þess að fá til þess sérstakt leyfi. 28. desember 2018 10:35 Landsbjörg býður tré í stað flugelda Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í áramótaskógi. 26. desember 2018 20:00 Landsbjargarmenn segjast engir varðhundar flugeldasölu Hálf öld síðan flugeldasala hófst á Íslandi en nú eru blikur á lofti. 28. desember 2018 13:01 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
Svíar þurfa sérstakt leyfi til að skjóta upp rakettum á næsta ári Komandi gamlárskvöld verður það síðasta þar sem almenningi í Svíþjóð gefst færi á að fagna nýju ári með því að skjóta upp rakettum án þess að fá til þess sérstakt leyfi. 28. desember 2018 10:35
Landsbjörg býður tré í stað flugelda Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í áramótaskógi. 26. desember 2018 20:00
Landsbjargarmenn segjast engir varðhundar flugeldasölu Hálf öld síðan flugeldasala hófst á Íslandi en nú eru blikur á lofti. 28. desember 2018 13:01