„Þeir sem veita aðstoð þurfa að ráðast í nýtt, skipulegt, kerfisbundið og samræmt átak til þess að aðlaga orðræðu sína, stjórnarhætti og fjármögnun í því skyni að hámarka bæði eigin árangur og sameiginlegan árangur allra,“ segir í skýrslunni.
Í myndbandinu fjallar Ángel Gurría framkvæmdastjóri OECD um skýrsluna.
Spurningunni um það hvað skuldbindingin um að skiljan engan eftir snúist um í raun er svarað á þennan hátt: „Í skýrslunni er viðurkennt að ekkert einhlítt svar sé til við þeirri spurningu en veitt alhliða yfirsýn yfir málið og vísað til þess að sérhvert aðildarríki Sameinuðu þjóðanna beri ábyrgð á framkvæmd aðgerðaráætlunarinnar til 2030 og viðleitninni til þess að ná markmiðunum um sjálfbæra þróun.“
Þá er staðhæft að skuldbindingin um að skilja engan eftir feli í sér grundvallarbreytingu á allri umfjöllun um sjálfbæra þróun í öllum löndum, líta beri til þess fólks sem ekki nær að njóta góðs af framförum af ýmsum ástæðum, og ná til þess fólks með sanngjarnri og sjálfbærri þróun sem taki til allra í þróunarríkjunum.
Úrdráttur skýrslunnar er birtur á íslensku á vef OECD.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.