Björgvin þriðji en Sara sjötta eftir fyrsta daginn í Dúbaí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2018 09:39 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir eftir grein númer tvö. Skjámynd/Youtube/Dubai CrossFit Championship Fyrsti keppnisdagurinn á Crossfit mótinu í Dúbaí, Dubai CrossFit Championship, er nú búinn en tvær greinar fóru fram í dag. Ragnheiður Sara vann fyrstu greinina en datt niður töfluna í grein tvö. Í boði er meðal annars sæti á heimsleikunum í ágúst. Björgvin Karl Guðmundsson er í þriðja sæti eftir fyrstu tvær greinarnar á mótinu. Hann er með 170 stig og einu stigi á undan margfalda Crossfit meistaranum Mathew Frasier. Þeir Alex Kotoulas frá Grikkkland og Matt Mcleod frá Ástralíu eru efstir og jafnir eftir tvær greinar með 190 stig af 200 mögulegum. Alex Kotoulas vann aðra greina en varð þriðji í hinni en Matt Mcleod náði öðru sæti í báðum greinum. Björgvin Karl varð fjórði í báðum greinum og fékk því 85 stig fyrir þær báðar. Hann er 20 stigum á eftir þessum efstu tveimur. Í fyrstu greininni var unnið með tvær lyftingaæfingar með ketilbjöllur og svo 350 metra sjósund í framhaldi af þeim en grein númer tvö var sambland af 800 metra hlaupi á hlaupabretti og 350 metra sjósundi. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir vann fyrstu greinina og fékk því hundrað stig en það gekk ekki alveg eins vel hjá henni í grein tvö. Sara endaði þar í sextánda sæti sem skilaði henni 55 stigum. Sara er þar með komin með 155 stig eftir tvær og er í sjötta sæti, fimm stigum á eftir hinni ungversku Lauru Horvath. Oddrún Eik Gylfadóttir er í 11. sæti eftir tvær greinar með 128 stig. Eik varð í 15. sæti í fyrstu grein og í áttunda sæti í annarri grein. Samantha Briggs hefur byrjað mótið frábærlega og er þegar komin með 190 stig. Hún varð önnur í báðum hreinum. Harriet Roberts frá Ástralíu vann aðra greinina og er fimm stigum á eftir Briggs. Hér fyrir neðan má sjá hvernig keppnin gekk fyrir sig í morgun. CrossFit Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Bein útsending: Stelpurnar okkar sem mæta Sviss og Frakklandi Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Sjá meira
Fyrsti keppnisdagurinn á Crossfit mótinu í Dúbaí, Dubai CrossFit Championship, er nú búinn en tvær greinar fóru fram í dag. Ragnheiður Sara vann fyrstu greinina en datt niður töfluna í grein tvö. Í boði er meðal annars sæti á heimsleikunum í ágúst. Björgvin Karl Guðmundsson er í þriðja sæti eftir fyrstu tvær greinarnar á mótinu. Hann er með 170 stig og einu stigi á undan margfalda Crossfit meistaranum Mathew Frasier. Þeir Alex Kotoulas frá Grikkkland og Matt Mcleod frá Ástralíu eru efstir og jafnir eftir tvær greinar með 190 stig af 200 mögulegum. Alex Kotoulas vann aðra greina en varð þriðji í hinni en Matt Mcleod náði öðru sæti í báðum greinum. Björgvin Karl varð fjórði í báðum greinum og fékk því 85 stig fyrir þær báðar. Hann er 20 stigum á eftir þessum efstu tveimur. Í fyrstu greininni var unnið með tvær lyftingaæfingar með ketilbjöllur og svo 350 metra sjósund í framhaldi af þeim en grein númer tvö var sambland af 800 metra hlaupi á hlaupabretti og 350 metra sjósundi. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir vann fyrstu greinina og fékk því hundrað stig en það gekk ekki alveg eins vel hjá henni í grein tvö. Sara endaði þar í sextánda sæti sem skilaði henni 55 stigum. Sara er þar með komin með 155 stig eftir tvær og er í sjötta sæti, fimm stigum á eftir hinni ungversku Lauru Horvath. Oddrún Eik Gylfadóttir er í 11. sæti eftir tvær greinar með 128 stig. Eik varð í 15. sæti í fyrstu grein og í áttunda sæti í annarri grein. Samantha Briggs hefur byrjað mótið frábærlega og er þegar komin með 190 stig. Hún varð önnur í báðum hreinum. Harriet Roberts frá Ástralíu vann aðra greinina og er fimm stigum á eftir Briggs. Hér fyrir neðan má sjá hvernig keppnin gekk fyrir sig í morgun.
CrossFit Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Bein útsending: Stelpurnar okkar sem mæta Sviss og Frakklandi Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Sjá meira