Gamlir liðsfélagar Tómasar Inga í AGF söfnuðu einni milljón króna Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. desember 2018 10:59 Tómas Ingi Tómasson glímir við erfið veikindi. vísir Gamlir liðsfélagar Tómasar Inga Tómassonar hjá danska úrvalsdeildarliðinu AGF söfnuðu 58.000 dönskum krónum eða ríflega einni milljón íslenskra króna til að styðja sinn gamla félaga í baráttunni sem hann háir við veikindi sín.Tómas Ingi var við dauðans dyr eftir misheppnaðar aðgerðir á mjöðm en hann hefur legið inn á spítala 200 daga síðan í apríl og vonast nú til að fá bót meina sinna í Þýskalandi í byrjun næsta árs. Veikindin hafa kostað sitt og hafa velunnarar Tómasar hér á landi verið með söfnun honum til stuðnings en hún náði hámarki síðastliðinn sunnudag þegar að Tommadagurinn var haldinn í Egilshöll. Þar mættust stjörnum prýdd lið Rúnars Kristinssonar og Eyjólfs Sverrissonar en tilgangurinn var að safna fjármunum fyrir Tómas Inga því kostnaðurinn við þessi veikindi hefur verið gríðarlegur.Í frétt á vef AGF segir að móttökurnar við söfnunni þar ytra hafi verið rosalegar og söfnuðust 58.000 danskar krónur á aðeins 48 tímum. Þar segir að það styttist í að heildartakmarkinu sé náð en það mun vera tíu milljónir króna. Danirnir hjálpuðu mikið til við það. „Stuðningurinn hefur verið ótrúlegur og Tómas Ingi bað mig um að þakka öllum hjá AGF fyrir hjálpina,“ segir Lars Thomsen, fyrrverandi samherji Tómasar hjá AGF sem er hluti af „Old boys“-liði Árósafélagsins í dag. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tómas Ingi: Var við dauðans dyr Guðjón Guðmundsson hitti Tómas Inga Tómasson í dag og ræddi við hann um Tommadaginn á sunnudaginn kemur og hrikalegt erfið fjögur ár sem hafa verið einstaklega erfið líkamlega og andlega fyrir hann og fjölskyldu hans. 7. desember 2018 19:15 AGF með söfnun fyrir Tómas Inga í Danmörku Styrktarleikur fyrir Tómas Inga Tómasson og fjölskyldu hans, fer fram á sunnudaginn í Egilshöllinni en þar ætla vinir hans og félagar úr fótboltanum að safna fyrir Tómas Inga. Tómas Ingi á einnig góða að í Danmörku. 7. desember 2018 14:00 Eiður Smári fór illa með Hjörvar í Tommaleiknum Í gær fór fram góðgerðaleikur milli landsliðs Eyjólfs Sverrissonar og pressuliðs Rúnars Kristinssonar en liðin mættust í Egilshöllinni. 10. desember 2018 23:15 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Gamlir liðsfélagar Tómasar Inga Tómassonar hjá danska úrvalsdeildarliðinu AGF söfnuðu 58.000 dönskum krónum eða ríflega einni milljón íslenskra króna til að styðja sinn gamla félaga í baráttunni sem hann háir við veikindi sín.Tómas Ingi var við dauðans dyr eftir misheppnaðar aðgerðir á mjöðm en hann hefur legið inn á spítala 200 daga síðan í apríl og vonast nú til að fá bót meina sinna í Þýskalandi í byrjun næsta árs. Veikindin hafa kostað sitt og hafa velunnarar Tómasar hér á landi verið með söfnun honum til stuðnings en hún náði hámarki síðastliðinn sunnudag þegar að Tommadagurinn var haldinn í Egilshöll. Þar mættust stjörnum prýdd lið Rúnars Kristinssonar og Eyjólfs Sverrissonar en tilgangurinn var að safna fjármunum fyrir Tómas Inga því kostnaðurinn við þessi veikindi hefur verið gríðarlegur.Í frétt á vef AGF segir að móttökurnar við söfnunni þar ytra hafi verið rosalegar og söfnuðust 58.000 danskar krónur á aðeins 48 tímum. Þar segir að það styttist í að heildartakmarkinu sé náð en það mun vera tíu milljónir króna. Danirnir hjálpuðu mikið til við það. „Stuðningurinn hefur verið ótrúlegur og Tómas Ingi bað mig um að þakka öllum hjá AGF fyrir hjálpina,“ segir Lars Thomsen, fyrrverandi samherji Tómasar hjá AGF sem er hluti af „Old boys“-liði Árósafélagsins í dag.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tómas Ingi: Var við dauðans dyr Guðjón Guðmundsson hitti Tómas Inga Tómasson í dag og ræddi við hann um Tommadaginn á sunnudaginn kemur og hrikalegt erfið fjögur ár sem hafa verið einstaklega erfið líkamlega og andlega fyrir hann og fjölskyldu hans. 7. desember 2018 19:15 AGF með söfnun fyrir Tómas Inga í Danmörku Styrktarleikur fyrir Tómas Inga Tómasson og fjölskyldu hans, fer fram á sunnudaginn í Egilshöllinni en þar ætla vinir hans og félagar úr fótboltanum að safna fyrir Tómas Inga. Tómas Ingi á einnig góða að í Danmörku. 7. desember 2018 14:00 Eiður Smári fór illa með Hjörvar í Tommaleiknum Í gær fór fram góðgerðaleikur milli landsliðs Eyjólfs Sverrissonar og pressuliðs Rúnars Kristinssonar en liðin mættust í Egilshöllinni. 10. desember 2018 23:15 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Tómas Ingi: Var við dauðans dyr Guðjón Guðmundsson hitti Tómas Inga Tómasson í dag og ræddi við hann um Tommadaginn á sunnudaginn kemur og hrikalegt erfið fjögur ár sem hafa verið einstaklega erfið líkamlega og andlega fyrir hann og fjölskyldu hans. 7. desember 2018 19:15
AGF með söfnun fyrir Tómas Inga í Danmörku Styrktarleikur fyrir Tómas Inga Tómasson og fjölskyldu hans, fer fram á sunnudaginn í Egilshöllinni en þar ætla vinir hans og félagar úr fótboltanum að safna fyrir Tómas Inga. Tómas Ingi á einnig góða að í Danmörku. 7. desember 2018 14:00
Eiður Smári fór illa með Hjörvar í Tommaleiknum Í gær fór fram góðgerðaleikur milli landsliðs Eyjólfs Sverrissonar og pressuliðs Rúnars Kristinssonar en liðin mættust í Egilshöllinni. 10. desember 2018 23:15