McDonald's ætlar að draga duglega úr notkun sýklalyfja Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. desember 2018 12:06 Hamborgararisinn ætlar sér að setja strangari viðmið um sýklalyfjanotkun. Getty/Tolga Akmen Hamborgarastórveldið McDonald's tilkynnti í gær að það ætli sér að leggja ríkar kvaðir á birgja sína um að þeir dragi úr notkun sýklalyfja við framleiðslu nautakjötsins sem þeir selja hamborgarakeðjunni. Á næstu tveimur árum segist fyrirtækið ætla að meta hversu duglega megi draga úr notkuninni og að í upphafi árs 2021 muni hið nýja sýklalyfjaviðmið taka gildi. Næstu misseri verði þannig nýtt til rannsókna og samningaviðræðna við stærstu birgja fyrirtækisins á tíu stærstu markaðssvæðum þess, þar með talið í Bandaríkjunum. McDonald's kaupir um 85% kjötsins sem það notar í hamborgara sína á umræddum markaðssvæðum. Greinendur telja að þessi yfirlýsing risans setji fordæmi í skyndibitaiðnaðinum og útiloka ekki að hún verði til þess að fleiri alþjóðlegar keðjur feti í fótspor McDonald's. „Frægð McDonald's og sú staðreynd að fyrirtækið er stærsti kaupandi nautakjöts í heiminum undirstrikar hversu mikil tíðindi þetta eru,“ hefur Reuters til að mynda eftir talsmanni samtaka sem berjast fyrir aukinni dýravelferð.Nautgripir flóknari en kjúklingar Þetta er ekki í fyrsta sinn sem McDonald's tekur ákvörðun sem þessa, því nokkur ár eru síðan að keðjan setti fram viðmið um notkun sýklalyfja í því kjúklingakjöti sem fyrirtækið reiðir sig á. Fjöldi annarra veitingastaða ákvað að gera slíkt hið sama skömmu síðar, sem að einhverju leyti má rekja beint til áhrifa hamborgararisans. Viðmælendur Reuters meta það þó hins vegar sem svo að McDonald's muni reynast erfiðara að keyra ný og strangari viðmið sín um sýklalyf í nautakjöti í gegn. Það skýrist að einhverju leyti af því að nautgripir lifa lengur en kjúklingar og eiga því á meiri hættu á að veikjast einhvern tímann á lífsleiðinni. Þar að auki séu ekki enn komnar fram viðunandi staðkvæmdarlausnir sem bændur geti reitt sig á í staðinn fyrir sýklalyf, veikist nautgripir þeirra. Þó örlar á því að bændur í Bandaríkjunum séu farnir að draga úr sýklalyfjanotkun. Bandaríska lyfjaeftirlitið greindi frá því í fyrra að sala og dreifing á sýklalyfjum sem notuð eru við matvælaframleiðslu vestanhafs hafi minnkað um 14 prósent á milli áranna 2015 og 2016. Kjúklingaiðnaðurinn er sagður nota um 6 prósent þessara sýklalyfja og nautgripaframleiðsla um 43 prósent. Landbúnaður Tengdar fréttir Ísland stóðst ekki mat McDonald's Ekkert er til í fréttum þess efnis að hamborgarkeðjan McDonald's hafi í hyggju að opna útibú hér á Íslandi. 12. nóvember 2018 10:44 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hamborgarastórveldið McDonald's tilkynnti í gær að það ætli sér að leggja ríkar kvaðir á birgja sína um að þeir dragi úr notkun sýklalyfja við framleiðslu nautakjötsins sem þeir selja hamborgarakeðjunni. Á næstu tveimur árum segist fyrirtækið ætla að meta hversu duglega megi draga úr notkuninni og að í upphafi árs 2021 muni hið nýja sýklalyfjaviðmið taka gildi. Næstu misseri verði þannig nýtt til rannsókna og samningaviðræðna við stærstu birgja fyrirtækisins á tíu stærstu markaðssvæðum þess, þar með talið í Bandaríkjunum. McDonald's kaupir um 85% kjötsins sem það notar í hamborgara sína á umræddum markaðssvæðum. Greinendur telja að þessi yfirlýsing risans setji fordæmi í skyndibitaiðnaðinum og útiloka ekki að hún verði til þess að fleiri alþjóðlegar keðjur feti í fótspor McDonald's. „Frægð McDonald's og sú staðreynd að fyrirtækið er stærsti kaupandi nautakjöts í heiminum undirstrikar hversu mikil tíðindi þetta eru,“ hefur Reuters til að mynda eftir talsmanni samtaka sem berjast fyrir aukinni dýravelferð.Nautgripir flóknari en kjúklingar Þetta er ekki í fyrsta sinn sem McDonald's tekur ákvörðun sem þessa, því nokkur ár eru síðan að keðjan setti fram viðmið um notkun sýklalyfja í því kjúklingakjöti sem fyrirtækið reiðir sig á. Fjöldi annarra veitingastaða ákvað að gera slíkt hið sama skömmu síðar, sem að einhverju leyti má rekja beint til áhrifa hamborgararisans. Viðmælendur Reuters meta það þó hins vegar sem svo að McDonald's muni reynast erfiðara að keyra ný og strangari viðmið sín um sýklalyf í nautakjöti í gegn. Það skýrist að einhverju leyti af því að nautgripir lifa lengur en kjúklingar og eiga því á meiri hættu á að veikjast einhvern tímann á lífsleiðinni. Þar að auki séu ekki enn komnar fram viðunandi staðkvæmdarlausnir sem bændur geti reitt sig á í staðinn fyrir sýklalyf, veikist nautgripir þeirra. Þó örlar á því að bændur í Bandaríkjunum séu farnir að draga úr sýklalyfjanotkun. Bandaríska lyfjaeftirlitið greindi frá því í fyrra að sala og dreifing á sýklalyfjum sem notuð eru við matvælaframleiðslu vestanhafs hafi minnkað um 14 prósent á milli áranna 2015 og 2016. Kjúklingaiðnaðurinn er sagður nota um 6 prósent þessara sýklalyfja og nautgripaframleiðsla um 43 prósent.
Landbúnaður Tengdar fréttir Ísland stóðst ekki mat McDonald's Ekkert er til í fréttum þess efnis að hamborgarkeðjan McDonald's hafi í hyggju að opna útibú hér á Íslandi. 12. nóvember 2018 10:44 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ísland stóðst ekki mat McDonald's Ekkert er til í fréttum þess efnis að hamborgarkeðjan McDonald's hafi í hyggju að opna útibú hér á Íslandi. 12. nóvember 2018 10:44