Sagður hafa játað morð á sextán ára skólasystur og ófæddu barni þeirra Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. desember 2018 15:30 Óvíst er hvort Aaron Trejo og Breana Rouhselang hafi verið í sambandi. Ap/St. Joseph County Jail 16 ára leikmaður ruðningsliðs Mishawaka-grunnskólans í Indiana í Bandaríkjunum hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt sautján ára skólasystur sína og ófætt barn þeirra. Er hann sagður hafa játað morðið í yfirheyrslum hjá lögreglu.„Ég greip til aðgerða, ég drap hana,“ er Aaron Trejo sagður hafa sagt í yfirheyrslum hjá lögreglu eftir að hann var handtekinn vegna málsins. Þetta kemur fram í dómskjölum sem Indianapolis Star fjallar um.Lík hinnar sautján ára gömlu Breana Rouhselang fannst á sunnudag og Trejo var ákærður vegna morðsins á henni og ófæddu barni þeirra á mánudaginn. Lík hennar fannst í ruslagámi bak við veitingastað í grennd við heimili hennar í Mishawaja í Indiana-ríki Bandaríkjanna. Breana Rouhselang var sautján ára gömul.Mynd/FacebookSkilaði sér ekki heim eftir að hafa sagst ætla að hitta Trejo Foreldrar Roushelang höfðu samband við lögreglu á sunnudagsmorgun eftir að hún hafði ekki skilað sér heim. Móðir hennar sagði lögreglu að dóttir hennar hafi ætlað sér að tala við barnsföður sinn kvöldið áður.Móðir hennar fór því að heimili Trejo til þess að grennslast fyrir um hvort hann vissi um dóttur hennar. Trejo sagði henni hins vegar að hann hafi farið til móts við hana í grennd við heimili hennar til þess að hitta hana, en hún hafi ekki mætt.Lögregla fór á staðinn sem þau ætluðu að hittast á og fundu þar gleraugu og húfu, tvo hluti sem móðir Roushelang sagði að væru í eigu dóttur hennar. Svo virtist sem að blóð væri á húfunni.Eftir frekari leit á svæðinu fannst lík hennar í ruslagámi. Svörtum ruslapoka hafði verið komið fyrir yfir efri hluta líkama hennar, að því er fram kemur í dómsskjölum vegna málsins. Íbúar í bænum hafa minnst Roushelang.AP/South Bend TribuneSagður ósáttur við hvað hún beið lengi að segja honum frá óléttunni Í dómsskjölunum kemur fram að í fyrstu hafi Trejo haldið sig við þær skýringar að Roushelang hafi aldrei komið til fundar við hann. Þegar hann var spurður um barnið sem von var á viðurkenndi hann hins vegar að þau hafi verið ósátt vegna óléttunnar. Vildi hann meina að hún hefði beðið of lengi með að segja honum frá því að hún ætti von á sér, svo lengi að ómögulegt var fyrir hann að fá hana til þess að fara í fóstureyðingu. Við yfirheyrslur er Trejo sagður hafa viðurkennt að hafa farið til fundar við Roushelang með hníf. Stakk hann hana í hjartað og kom líkinu fyrir í ruslagáminum, að því er segir að komi fram í dómsskjölum málsins. Krufning á líki hennar hefur leitt í ljós að fjölmörg stungusár drógu hana til dauða auk þess sem að svo virðist sem að Trejo hafi einnig reynt að kyrkja hana.Í frétt Washington Post um máliðsegir að samfélagið í Mishawaka sé í sárum vegna málsins, ekki síst allir þeir sem komi að ruðningsliði skólans sem þau sóttu. Eins og fyrr segir var Trejo í ruðningsliði skólans en Rouhselang var liðstjóri liðsins. Sama sunnudag og lík hennar fannst var árshátíð liðsins á dagskrá.„Fjölskyldurnar ætluðu að koma saman til þess að fagna en í staðinn fáum við bara þessar hræðilegu fregnir,“ sagði Dean Speicher, yfirmaður skólamála í bænum. Bandaríkin Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira
16 ára leikmaður ruðningsliðs Mishawaka-grunnskólans í Indiana í Bandaríkjunum hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt sautján ára skólasystur sína og ófætt barn þeirra. Er hann sagður hafa játað morðið í yfirheyrslum hjá lögreglu.„Ég greip til aðgerða, ég drap hana,“ er Aaron Trejo sagður hafa sagt í yfirheyrslum hjá lögreglu eftir að hann var handtekinn vegna málsins. Þetta kemur fram í dómskjölum sem Indianapolis Star fjallar um.Lík hinnar sautján ára gömlu Breana Rouhselang fannst á sunnudag og Trejo var ákærður vegna morðsins á henni og ófæddu barni þeirra á mánudaginn. Lík hennar fannst í ruslagámi bak við veitingastað í grennd við heimili hennar í Mishawaja í Indiana-ríki Bandaríkjanna. Breana Rouhselang var sautján ára gömul.Mynd/FacebookSkilaði sér ekki heim eftir að hafa sagst ætla að hitta Trejo Foreldrar Roushelang höfðu samband við lögreglu á sunnudagsmorgun eftir að hún hafði ekki skilað sér heim. Móðir hennar sagði lögreglu að dóttir hennar hafi ætlað sér að tala við barnsföður sinn kvöldið áður.Móðir hennar fór því að heimili Trejo til þess að grennslast fyrir um hvort hann vissi um dóttur hennar. Trejo sagði henni hins vegar að hann hafi farið til móts við hana í grennd við heimili hennar til þess að hitta hana, en hún hafi ekki mætt.Lögregla fór á staðinn sem þau ætluðu að hittast á og fundu þar gleraugu og húfu, tvo hluti sem móðir Roushelang sagði að væru í eigu dóttur hennar. Svo virtist sem að blóð væri á húfunni.Eftir frekari leit á svæðinu fannst lík hennar í ruslagámi. Svörtum ruslapoka hafði verið komið fyrir yfir efri hluta líkama hennar, að því er fram kemur í dómsskjölum vegna málsins. Íbúar í bænum hafa minnst Roushelang.AP/South Bend TribuneSagður ósáttur við hvað hún beið lengi að segja honum frá óléttunni Í dómsskjölunum kemur fram að í fyrstu hafi Trejo haldið sig við þær skýringar að Roushelang hafi aldrei komið til fundar við hann. Þegar hann var spurður um barnið sem von var á viðurkenndi hann hins vegar að þau hafi verið ósátt vegna óléttunnar. Vildi hann meina að hún hefði beðið of lengi með að segja honum frá því að hún ætti von á sér, svo lengi að ómögulegt var fyrir hann að fá hana til þess að fara í fóstureyðingu. Við yfirheyrslur er Trejo sagður hafa viðurkennt að hafa farið til fundar við Roushelang með hníf. Stakk hann hana í hjartað og kom líkinu fyrir í ruslagáminum, að því er segir að komi fram í dómsskjölum málsins. Krufning á líki hennar hefur leitt í ljós að fjölmörg stungusár drógu hana til dauða auk þess sem að svo virðist sem að Trejo hafi einnig reynt að kyrkja hana.Í frétt Washington Post um máliðsegir að samfélagið í Mishawaka sé í sárum vegna málsins, ekki síst allir þeir sem komi að ruðningsliði skólans sem þau sóttu. Eins og fyrr segir var Trejo í ruðningsliði skólans en Rouhselang var liðstjóri liðsins. Sama sunnudag og lík hennar fannst var árshátíð liðsins á dagskrá.„Fjölskyldurnar ætluðu að koma saman til þess að fagna en í staðinn fáum við bara þessar hræðilegu fregnir,“ sagði Dean Speicher, yfirmaður skólamála í bænum.
Bandaríkin Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira