Grunur um að fleiri en fimmtíu karlar hafi keypt vændi af fatlaðri konu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. desember 2018 18:30 Grunur leikur á að um eða yfir fimmtíu karlmenn hafi keypt vændi af fatlaðri konu á nokkurra mánaða tímabili. Konan hefur leitað til miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis þar sem unnið er að því að koma málum hennar í farveg hjá lögreglu. Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Frá því miðstöðin var stofnuð fyrir um tveimur árum hefur fjöldi fólks leitað þangað, aðallega konur, sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi. „Við erum með alvarlegt mál í farvegi þar sem við kemur kynferðislegt ofbeldi á fatlaðri konu sem er í formi vændis sem við erum að undirbúa að koma í farveg hjá lögreglu,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð. Málið sé gríðarlega umfangsmikið. „Það eru margir aðilar sem hafa sótt eftir þjónustu hennar og keypt vændi af þessari konur og þetta er bara mjög alvarlegt mál.“Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð.Stöð 2Hve margir ?„Þetta er yfir nokkra mánuði og það eru í kring um fimmtíu eða sextíu manns,“ segir Ragna. Reynt sé eftir fremsta megni að hlúa vel að konunni og að tryggja öryggi hennar.Ekki í fyrsta í sinn Í Bjarkarhlíð starfi lögregla sem vinnur nú að því að koma málinu til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Málið verið sent á allra næstu dögum og því ekki tímabært að segja nánar frá umfanginu. Ragna Björg segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem fatlað fólk leiti til Bjarkarhlíðar. „Það hafa farið nokkuð mörg mál í gegn hjá okkur þar sem aðstæðurnar eru svona. Við köllum ekki til lögreglu nema einstaklingurinn sé tilbúin til þess og sem betur fer hefur það gerst í nokkrum málum.“Fatlað fólk útsett fyrir ofbeldi Þannig sé nokkuð algengt að fatlað fólk eða fólk með þroskaskerðingu leiti til Bjarkarhlíðar eftir að hafa verið beitt ofbeldi. „Þetta er fólk sem er útsett fyrir ofbeldi. Og ein afleiðingin sem við sjáum alvarlegasta þegar kemur að fötluðu fólki að það er þegar það hefur leitast út í vændi sem afleiðingu af því ofbeldi sem það hefur orðið fyrir.“ Ragna segir að vændiskaupendurnir komist oft í kynni við þolendur í gegn um samfélagsmiðla. „Það virðist bara því miður vera nóg af kaupendum, þeim sem eru tilbúnir að beita annað fólk ofbeldi. Það er nú bara raunveruleikinn í dag, því miður!“ Kynferðisofbeldi Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Sjá meira
Grunur leikur á að um eða yfir fimmtíu karlmenn hafi keypt vændi af fatlaðri konu á nokkurra mánaða tímabili. Konan hefur leitað til miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis þar sem unnið er að því að koma málum hennar í farveg hjá lögreglu. Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Frá því miðstöðin var stofnuð fyrir um tveimur árum hefur fjöldi fólks leitað þangað, aðallega konur, sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi. „Við erum með alvarlegt mál í farvegi þar sem við kemur kynferðislegt ofbeldi á fatlaðri konu sem er í formi vændis sem við erum að undirbúa að koma í farveg hjá lögreglu,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð. Málið sé gríðarlega umfangsmikið. „Það eru margir aðilar sem hafa sótt eftir þjónustu hennar og keypt vændi af þessari konur og þetta er bara mjög alvarlegt mál.“Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð.Stöð 2Hve margir ?„Þetta er yfir nokkra mánuði og það eru í kring um fimmtíu eða sextíu manns,“ segir Ragna. Reynt sé eftir fremsta megni að hlúa vel að konunni og að tryggja öryggi hennar.Ekki í fyrsta í sinn Í Bjarkarhlíð starfi lögregla sem vinnur nú að því að koma málinu til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Málið verið sent á allra næstu dögum og því ekki tímabært að segja nánar frá umfanginu. Ragna Björg segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem fatlað fólk leiti til Bjarkarhlíðar. „Það hafa farið nokkuð mörg mál í gegn hjá okkur þar sem aðstæðurnar eru svona. Við köllum ekki til lögreglu nema einstaklingurinn sé tilbúin til þess og sem betur fer hefur það gerst í nokkrum málum.“Fatlað fólk útsett fyrir ofbeldi Þannig sé nokkuð algengt að fatlað fólk eða fólk með þroskaskerðingu leiti til Bjarkarhlíðar eftir að hafa verið beitt ofbeldi. „Þetta er fólk sem er útsett fyrir ofbeldi. Og ein afleiðingin sem við sjáum alvarlegasta þegar kemur að fötluðu fólki að það er þegar það hefur leitast út í vændi sem afleiðingu af því ofbeldi sem það hefur orðið fyrir.“ Ragna segir að vændiskaupendurnir komist oft í kynni við þolendur í gegn um samfélagsmiðla. „Það virðist bara því miður vera nóg af kaupendum, þeim sem eru tilbúnir að beita annað fólk ofbeldi. Það er nú bara raunveruleikinn í dag, því miður!“
Kynferðisofbeldi Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Sjá meira